Fréttablaðið - 06.05.2008, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 06.05.2008, Blaðsíða 26
 6. MAÍ 2008 ÞRIÐJUDAGUR6 ● fréttablaðið ● verktakar ONNO ehf. sérhæfir sig í teikni- og þrívíddarvinnslu meðal annars fyrir verktaka, arkitekta og fasteignasölur. „Við tökum við teikningum frá arki- tektum og verkfræðingum og búum til sölugögn. Þetta eru litaðar grunn- myndir, skilti á byggingastaði, þrívíðar mynd- ir, hreyfimynd- ir og vefir. Helstu viðskiptavin- ir okkar koma úr bygginga- bransanum og eru til dæmis verktakar og fast- eignasölur,“ segir Þórður Magn- ús son, annar eigenda og fram- kvæmdastjóri teikni- og þrívíddar- vinnslunnar ONNO ehf., sem hefur verið starfrækt frá árinu 1996. Starfsemin er að sögn Þórðar margþætt og ferlið einnig misjafnt eftir verkefnum. „Við hönnum ekki húsin heldur fáum gögn frá arki- tektum. Síðan gerum við þessi gögn aðgengi- legri með því að ein- falda þau og setja þau fram í þrívídd. Stund- um komum við inn á frumstigum ferlis ins og síðan aftur þegar arkitektinn hefur lokið sínu. Þá gerum við söluefni sem síðan er hægt að kynna í fjöl- miðlum og fyrir tilvonandi við- skiptavinum,“ útskýrir Þórður, sem hefur tekið að sér alls kyns verk- efni, allt frá húsgögnum, einbýl- ishúsum og sumarbústöðum upp í heilu hverfin og virkjanirnar. „Þegar á að byggja ný hús eða breyta í grónum hverfum höfum við til dæmis teiknað inn fyrirhug- aðar breytinga. Þetta er síðan hægt að kynna hagsmunaaðilum svo fólk eigi auðveldara með að átta sig á fyrirhugðum breytingum. Síðan vinnum við líka í nýjum hverf- um og þar get ég til dæmis nefnt Kársnes-, Sjálands- og Urriðaholts- hverfið. Það er orðið algengara að fólk vilji láta teikna einbýlishús og sumarbústaði því þarna er verið að eyða miklum fjármunum og þá er náttúrulega auðveldara að breyta teikningum heldur en að mölva niður veggi sem er búið að steypa,“ segir Þórður. Nánari upplýsingar á www.onno. is. - rh Framtíðarsýn á byggingar Dæmi um skurðmynd af íbúð. Þrívíddarmynd af raðhúsi sem verið er að byggja í Akralandi. Þrívíddarmynd af Lundi 1 sem BYGG ehf. er með í smíðum. Dæmi um þrívíddargrafík af íbúð að innan.Þórður Magnússon hjá ONNO segir mikla aukningu í starfsemi fyrirtækisins.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.