Fréttablaðið - 06.05.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 06.05.2008, Blaðsíða 34
18 6. maí 2008 ÞRIÐJUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björgvin Guðmundsson og Björn Ingi Hrafnsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Frjáls verslun og heimskerfi alþjóðavædds kapítalisma hefur frá upphafi hnitast um nokkrar vörur sem hafa áhrif á alþjóðlegar hagsveiflur. Nú á dögum eru það olía og önnur brennsluefni fyrir orkufram- leiðslu, en í árdaga hnattvæðing- ar voru það fremur ýmsar neysluvörur. Ýmiss konar fíkniefni skiptu þar miklu máli sem okkur þykir e.t.v. framand- legt. Nú á dögum tóbaksvarna og „stríðs gegn fíkniefnum“ er nefnilega iðulega fjallað um dóp líkt og það sé jaðarvarningur sem skipti litlu máli fyrir hagkerfi heimsins. Fíkniefni eiga ekki lengur heima í heimi frjálsrar verslunar heldur verja ríki heimsins miklu fé og mannafla í að halda verslun með þau niðri. Sá veruleiki er hins vegar sögulegt frávik og að ýmsu leyti byggðist það kerfi heimsviðskipta sem enn er við lýði upp í kringum vörur sem mannfræðingar kalla „fíknimatvæli“ (e. drug foods). Ýmsar af þessum matvörum voru raunar notaðar sem eins konar lyf í upphafi, t.d. kartaflan og kakóbaunin. Hvernig sykur breytti heiminum Óhætt er að tala um hnattvæð- ingu á 16. öld þegar evrópskir sæfarar sigldu á hafnir víðs vegar um hnöttinn og greiddu götu nýs heimskerfis í viðskipt- um. Eftirspurnin eftir ýmsum neysluvörum varð grundvöllur fyrir auðsöfnun manna sem fluttu kaffi frá arabalöndum, te frá Kína og ýmiss konar framandleg- ar vörur frá Ameríku, s.s. tóbak og kakó. Undirstaða hinnar nýju verslunar varð hins vegar vara sem Evrópumenn kynntust á síðari hluta miðalda – sykurinn. Portúgalar tóku upp á því að flytja sykurreyrinn til Ameríku og hófu þar sykurrækt í stórum stíl. Þessi atvinnuvegur var forsmekkur að verksmiðjuiðnaði nútímans þar sem sérhæfing og flókin tækni kallaði á eins konar færibandavinnu. Enn djúpstæðari afleiðingar hafði þó vinnuafl- snotkun í sykuriðnaðinum því að hann var byggður upp á vinnu þræla sem fluttir voru frá Afríku til að starfa á plantekrum í Nýja heiminum. Ágóðinn fór til eigenda í Evrópuríkjum, einkum Englands, Frakklands og Hol- lands, en fleiri þjóðir reyndu að vera með í leiknum, t.d. Danir. Enda þótt sykur væri upphaflega munaðarvara varð hann æ mikilvægari þáttur í mataræði Evrópumanna, enda mikil orka í sykri. Til lengri tíma litið hafði aukin sykurneysla þó ekkert sérlega jákvæð áhrif á heilsufar alþýðu. Dóp sem lausn við viðskiptahalla En það eru ekki einungis svoköll- uð fíknimatvæli sem hafa greitt fyrir gangi heimsviðskipta. Hreinræktuð fíkniefni hafa einnig haft mikil áhrif á alþjóða- hagkerfið og valdatengsl þjóða þar. Á 18. öld töldu Evrópuþjóðir sig t.d. eiga í vaxandi vanda vegna viðskiptahalla við Austur- Asíu. Evrópuþjóðir fluttu þaðan krydd, silki og ýmsan iðnvarning, s.s. postulín, en lítill markaður var fyrir evrópskar vörur á þeim slóðum. Þetta bil var lengi brúað með silfri frá Nýja heiminum en það dugði ekki til þegar innflutn- ingur fór vaxandi. Aukin tedrykkja Englendinga gerði það að verkum að við- skiptahalli gagnvart Kína var mikill og bættist ofan á það fjármagn sem þurfti til að standa undir innflutningi á sykri og tóbaki frá Ameríku. Lausn Breta á þessum vanda var að stofna nýlendu í Bengal á Indlandi um miðja 18. öld og reyndist hún mikil tekjulind. Þaðan fluttu Bretar út ódýrar vefnaðarvörur og eftir að iðnvæðing hófst varð Indland mikilvægur markaður fyrir heimaframleiðslu Breta. Í upphafi iðnvæðingar tryggðu svo Bretar að indverska handverkið væri ekki samkeppnishæft með því að leggja á það háa verndar- tolla. Yfirráðin yfir Indlandi urðu líka til þess að rétta af viðskipta- jöfnuðinn gagnvart Kína því að þaðan fluttu Bretar út ópíum sem var nánast eina varan sem þeir höfðu yfir að ráða sem markaður var fyrir í Kína. Hann var hins vegar ólöglegur og kínversk stjórnvöld gerðu sitt til að stöðva hann í sínu eigin „stríði gegn fíkniefnum“ í upphafi 19. aldar. Málstaður Kínverja naut hins vegar lítils skilnings á Vestur- löndum enda frjáls verslun komin á dagskrá og svo skipti auðvitað máli að fíkniefnafram- leiðendurnir voru ekki fátækir bændur í Andesfjöllum heldur tannhjól í gangvirki breska heimsveldisins. Niðurstaðan var hið alræmda Ópíumstríð 1839- 1842 en því lauk með sigri Breta og hertöku Hong Kong. Forræði Breta í heimsviðskiptum var tryggt næstu 70-80 árin á meðan aldarlöng kreppa skók Kínaveldi. Fíkniefnaverslun hefur þannig bæði stuðlað að uppbyggingu heimsvelda og mótun þess alþjóðahagkerfis sem við búum við nú á dögum. Heimsveldi dópsalanna SVERRIR JAKOBSSON Í DAG | Alþjóðahagkerfið Sagði eitt, meinti annað Ólafur F. Magnússon borgarstjóri lýsti því yfir á opnum fundi á laugardag að vinningstillaga um skipulag Vatnsmýr- arinnar væri ávísun á skipulagsklúður og ekki nothæf nema á jaðarsvæð- um flugvallarins. Ásta Þorleifsdóttir, varamaður hans, reyndi að draga úr orðum Ólafs og sagði að þó skilja mætti ummæli hans sem svo að hann vildi slá vinnings- tillöguna af borðinu væri það hins vegar ekki raunin. Er ekki lágmarkstillitssemi af hálfu borgarstjóra að tjá sig skýrt svo að varamaður hans þurfi ekki að túlka ummælin sérstak- lega eftir á? Skýrt og skorinort Eins og fram hefur komið í fréttum liðna daga heldur Þjóðkirkjan úti sér- stöku fagráði sem tekur á kvörtunum vegna kynferðisbrota eða áreitni af hálfu starfsmanna hennar. Fagráðið bregst skjótt við kvörtunum sem hægt er að koma á framfæri gegnum tölvupóst. Netfangið gæti ekki verið skýrara: kynferdisbrot@kirkjan.is. Að vita og vita ekki Ragnar Arnalds, formaður Heims- sýnar – samtaka sem berjast gegn inngöngu Íslands í Evrópusambandið – var gestur í þættinum Vikulokin á Rás 1 á laugardag. Meðal þess sem bar á góma var fundur þingmannanefndar EES hér á landi í síðustu viku, en í henni sitja þingmenn ESB og annarra ríkja sem aðild eiga að EES-samningnum. Ragnar var spurður út í þau orð formanns nefndarinnar að EES-samningurinn hefði veikst. Hann svaraði eitthvað á þá leið að formaður nefndarinnar væri frá Búlgaríu sem hefði verið í Evrópusambandinu í aðeins sex mánuði. Formaðurinn vissi þar af leiðandi ekki neitt um EES. Vera má að Ragnar hafi nokkuð til síns máls en þá má líka benda á að Ísland hefur aldrei verið í Evrópusamband- inu. Hvað veit Ragnar þá um ESB? bergsteinn@frettabladid.is UMRÆÐAN Björk Vilhelmsdóttur skrifar um borg- armál Á opnum fundi með íbúum Laugardals sl. laugardag fjallaði borgarstjóri Ólafur F. Magnússon um afstöðu sína gagnvart skipulagi Vatnsmýrarinnar, þó svo efni fundarins hafi verið um nærsam- félagið í Laugardal og mörg þörf umræðu- efni þar að lútandi. Þar fjallaði hann um Vatnsmýrarskipulagið sem hann sjálfur ákvað í borgarráði í febrúar að ætti að vinna á grundvelli vinningstillögu úr alþjóðlegri hugmynda- samkeppni. Sú tillaga var valinn af hópi innlendra og erlendra arkitekta og skipulagsfræðinga auk pólitískra fulltrúa úr hópi 136 tillagna sem flestar komu erlendis frá. Borgarstjóra er greinilega í mun að búa til úlfúð um þá framtíðarsýn að í Vatnsmýrinni rísi þétt borgarbyggð þar sem fólk býr og starfar í sama hverfi og kemst á milli staða án þess að keyra um á sínum fjallajeppa. Sagði hann að menn væru að vakna upp við vondan draum, m.a. í Háskóla Íslands og Landspítala, því tillag- an væri ekki í tengslum við þarfir borgar- innar. Um ástæðu þessa sagði hann orðrétt: „Þeir sem unnu tillöguna eru ekki Íslend- ingar og skilja þar af leiðandi ekki taktinn í íslensku samfélagi.“ Ummælin eru furðuleg í ljósi þess að borg- arstjórinn hefur bæði búið erlendis og vænt- anlega farið utan í ófá skipti. Hins vegar má ekki gleyma því að hann hefur margoft hreykt sér af því að hafa aldrei í tíð sinni sem borgarfulltrúi fengið dagpeninga fyrir ferðir erlendis. Hann hefur ekki séð ástæðu til þess að sækja hugmyndir erlendis frá eða sjá og heyra það sem borgir eru að gera best í þjónustu sinni. Við þurf- um að hafa hugfast að “heimskt er heimaalið barn”. Ég spyr borgarstjóra: Hvar telur þú að við Íslend- ingar værum stödd ef við hefðum ekki sótt okkur strauma og stefnur út fyrir landsteinana? Höfundur er borgarfulltrúi. Þykir borgarstjóra allt vont frá útlöndum? BJÖRK VILHELMSDÓTTIR Hreinræktuð fíkniefni hafa einnig haft mikil áhrif á al- þjóðahagkerfið og valdatengsl þjóða þar. Allt að 40% afsláttur Gengið inn hjá Argentínu Steikhúsi H eilbrigð sál í hraustum líkama er ágætt slagorð sem lengi hefur þótt gott og er gott. Ágæt er líka sú heilsuvakning sem orðið hefur hin síðari ár með aukinni meðvitund um mikilvægi hreyfingar og gildi þess að borða hollan mat. Verri er fylgifiskurinn með heilsuvakningunni, megrunar á- róðurinn, sem allt að því tröllríður vestrænu samfélagi með oft á tíðum ógnvænlegum afleiðingum þar á meðal hinum banvæna sjúkdómi, átröskun. Megrunaráróðurinn er víða að finna, ekki síst í ýmsum tíma- ritum þar sem slegið er upp að einhver (yfirleitt kona) hafi lést um svo og svo mörg kíló og ályktun er dregin; meiri hamingja fylgir minni þyngd. Líklega eru þær íslenskar konur sem einhvern tíma á lífsleið- inni hafa farið í megrun mun fleiri en þær sem aldrei hafa talið sig þurfa það. Og karlarnir eru liðtækir líka þótt megrunarkvöð- in virðist ekki liggja jafnþungt á þeim og konunum. Einn af hverjum tíu framhaldsskólanemum er með einkenni átröskunar sem er einn algengasti geðsjúkdómur ungra kvenna. Ekki alls fyrir löngu var svo frá því greint í fjölmiðlum að stúlk- ur allt niður í sjö ára, færu í megrun og samkeppni væri milli þeirra um hver væri grennst. Ekki er hægt að kenna fjölmiðlum um þetta. Þar verður að kalla foreldra til ábyrðgar. Í dag er megrunarlausi dagurinn; hann er alþjóðlegur bar- áttudagur gegn megrun, átröskunum og fordómum í garð feitra. Dagurinn var fyrst haldinn í Bretlandi árið 1992 að frumkvæði konu sem þjáðist af átröskun og vildi vekja athygli fólks á þeim þjáningum sem hljótast af þráhyggju fólks um grannan vöxt. Dagurinn er nú haldinn hér á Íslandi í þriðja sinn. Fólk er og verður misjafnt; einn er grannholda sama hvað hann lætur ofan í sig meðan aðrir eru ævinlega holdmiklir. Báðir geta verið jafnhraustir eftir sem áður og það er það sem skiptir raunverulega máli. Kjarni málsins er að hver og einn beri virðingu fyrir líkama sínum eins og hann er skapaður. Sú virðing felst í því að rækta hann með góðri hreyfingu og næringarríkum mat og um leið að sættast við hann eins og hann er, feitur eða mjór. Ekki er síður mikilvægt að borin sé virðing fyrir öðru fólki og líkama þess, óháð því hvernig það er vaxið, og að látið sé af fyr- irfram gefnum hugmyndum um að gildvaxinn líkami merki van- heilsu og agaleysi en grannvaxinn góða heilsu og aðhaldssemi. Ágætt er að hafa í huga að aukin líkamsvirðing er mun væn- legri til að auka lífsgæði en kíló sem fjúka í átaki (og raunar er líklegast að komi aftur til baka að minnsta kosti að hluta). Á megrunarlausa deginum er um að gera að finna fegurðina í fjölbreytileikanum og fjölbreytileikann er svo sannarlega að finna í líkamsvexti okkar mannanna. Megrunarlausi dagurinn er andsvar við megrunaráróðrinum. Virðum marg- breytileikann STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.