Fréttablaðið - 06.05.2008, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 06.05.2008, Blaðsíða 17
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Hrafnhildur Tryggvadóttir, bókasafns- og upp- lýsingafræðingur, gekk á hæsta tind Íslands í blíðskaparveðri. Hrafnhildur er bókasafnsfræðingur hjá menntamála- ráðuneytinu og er mikil útivistarkona. Hún hefur gengið margar af helstu gönguleiðum landsins og þannig eru Hornstrandir, Laugavegurinn og Fjörður á afrekaskránni og stefnan sett á Lónsöræfin á næstu misserum. „Ég hef mjög gaman af því að ganga og reyni yfir- leitt að fara eina sumarleyfisferð á ári. Í október byrjaði ég svo í hlaupahóp í Laugaskokki og æfi með honum þrisvar til fjórum sinnum í viku,“ segir Hrafn- hildur. „Lengst hef ég hlaupið sautján kílómetra á æfingu en ég hleyp yfirleitt svona um tíu til þrettán kílómetra. Svo stefni ég á að hlaupa hálft maraþon í haust og ætla að hefja undirbúning fyrir það í sumar.“ Fyrir tveim vikum gekk Hrafnhildur svo á hæsta tind landsins. „Mér bauðst að fara á Hvannadalshnúk með vinkonu minni og vinnufélögum hennar. Ég fór tvær æfingaferðir upp Esjuna til að prófa formið aðeins, en svo voru hlaupin líka ágætis undirbúning- ur.“ Gangan sjálf tekur um sextán tíma í heildina og ætlaði hópurinn sér að leggja af stað aðfaranótt laug- ardags. Veðrið setti strik í reikninginn svo göngunni var frestað og lagt af stað eftir miðnætti aðfaranótt sunnudags. „Við gengum fyrstu klukkutímana í myrkri sem var mjög spennandi og gaman að sjá þegar birti allt í kring. Það var líka ágætt að sjá ekki til að byrja með hvað maður átti eftir að labba langt. Í 1.100 metra hæð vorum við fest í línu og svo var mallað rólega áfram.“ Hvannadalshnúkur er um 2.110 metrar á hæð og er hæsti tindur á landinu. Hópurinn var heppinn með veður á göngunni og náði toppnum klukkan tíu um morguninn. Hrafnhildur segir stemminguna hafa verið frábæra. „Stemningin á toppnum var mjög skemmtileg. Ekki eitt ský á himni og sást yfir allan heiminn að manni fannst. Ég væri til í að fara aftur og þá í minni hóp bara til að njóta betur tilfinningarinnar þarna uppi.“ heida@frettabladid.is Gengið á hæsta tind Hrafnhildur á toppi Hvannadalshnúks í blíðskaparveðri. MYND/HRAFNHILDUR TRYGGVADÓTTIR Thai box námskeið hefst hjá Baðhúsinu 13. maí. Innfalið í námskeiðinu eru tveir lokaðir tímar á viku, frjáls mæting í alla opna tíma og tækjasal og mælingar og vigtun við upphaf og lok námskeiðs, uppskriftahefti og fleira. Nám- skeiðið er fjögurra vikna langt. Allar nánari upplýsingar á www. badhusid.is. Sólveig Eiríksdóttir hjá Himn- eskri hollustu stendur fyrir byrj- endanámskeiði 19. maí ætlað þeim sem vilja endurskoða mataræði sitt og nota hollari hráefni í matargerðina. Á nám- skeiðinu er þátttakendum kennt að útbúa einfalda og fljótlega grænmetis- og eftirrétti. Nánari upplýsingar í síma 554 7273 eða á eða www.himneskt.is. Aðhaldsnámskeið ætlað konum hefst í Árbæj- arþreki í dag en skráning er enn opin. Námskeiðið verður kennt þriðju- og fimmtu- daga í sex vikur, en þriðji tíminn verður felldur inn í opinn tíma. Á námskeiðinu verður boðið upp á fitumæl- ingu, vigtun og fróðleik sem tengist heilsurækt. Kennsla í tækjasal er innifalin. Nánari upplýsingar og skráning í síma 567 6471. Krókhálsi 16, Reykjavík - Gleráreyrar 2, Akureyri - Sími 588 2600 Slitsterk og endingargóð gúmmíbelti undir flestar gerðir mini og midi beltavélar Á súperverði!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.