Fréttablaðið - 06.05.2008, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 06.05.2008, Blaðsíða 14
14 6. maí 2008 ÞRIÐJUDAGUR EFNAHAGSMÁL Róbert Aliber, próf- essor emeritus í alþjóðahagfræði og fjármálum við Viðskiptaháskól- ann í Chicago, telur að næstu tvö árin verði íslensku þjóðfélagi ákaflega erfið í efnahagsmálum. Hann telur að Seðlabanki Íslands eigi að setja verðbólgumarkmið sitt til hliðar í tvö ár meðan þjóðin sé að vinna sig út úr erfiðleikun- um. Prófessor Aliber hélt fyrirlestur um þróun alþjóðafjármála, eigna- verðbólgu og ójafnvægi í viðskipt- um á milli landa í Háskóla Íslands í gær. Í erindinu fjallaði hann sér- staklega um áhrif þróunarinnar á íslenskt efnahagslíf og það hvaða möguleg úrræði íslensk stjórnvöld hefðu um þessar mundir. Aliber sagði að efnahagserfið- leikar Íslendinga væru hluti af hnattrænu vandamáli, ekki bara í hinum enskumælandi heimi. Íslensku bankarnir væru „nánast dauðir“, að minnsta kosti þeir þrír stærstu. Endurskipulagning þeirra væri óhjákvæmileg enda væru íslensku bankarnir ekki bankar lengur í hefðbundnum skilningi þess orðs heldur sjóðir. Bankarnir þyrftu að renna saman og síðan þyrfti að skipta þeim í tvennt, í A-banka sem væru hefð- bundnir viðskiptabankar og B- banka sem væru sjóðir og sæju um fjárfestingar og slík viðskipti. Aliber gagnrýndi einnig for- ystumenn bankanna harðlega og sagði að þeir stjórnuðust annað hvort af græðgi, fáfræði eða hvoru tveggja. Allt benti til þess að gert yrði áhlaup á bankanna, enginn myndi vilja lána bönkunum í útlöndum og því gæti farið svo að fólk færi að taka út peningana sína. Aliber benti líka á að Íslending- ar væru með heimatilbúin undir- málslán, húsnæðislán, sem búast mætti við að fólk gæti ekki staðið undir, og því gætu bankarnir tapað á þeim. „Niðurstaða mín er sú að íslenska þjóðin þurfi að spenna öryggisbeltin. Haldið ekki að allir hinir í heiminum séu að ofsækja ykkur. Þetta verða erfið tvö ár,“ sagði Aliber og taldi gríðarleg mistök að binda krónuna við evru eða annan gjaldmiðil nú. Betra væri að leyfa myntinni að fljóta áfram þar til þjóðin væri komin í gegnum erfiðleikana. Óhjákvæmi- legt væri að einstaklingar yrðu gjaldþrota og misstu húsnæði og bíl. ghs@frettabladid.is Verðbólgu- markmið sett til hliðar Bandarískur prófessor telur að Seðlabankinn eigi að setja verðbólgumarkmiðið til hliðar í tvö ár. Ís- lensku bankarnir verði að endurskipuleggja sig. HEIMSÓKN Friðrik krónprins Dan- merkur og eiginkona hans, Mary Donaldson krónprinsessa, komu til Íslands í gærmorgun. Munu þau dvelja hér á landi fram á fimmtudag í boði forseta Íslands Ólafs Ragnars Grímssonar og Dorritar Moussaieff forsetafrúar. Mikil dagskrá hefur verið útbú- in fyrir krónprinshjónin meðan á dvöld þeirra stendur. Eftir form- lega kynningarathöfn og hádegis- verð á Bessastöðum í gær heim- sóttu krónprinshjónin og for seta hjónin Áslandsskóla í Hafnarfirði. Þar tóku þau þátt í samverustund og hlýddu á ávörp skólastjóra og dönskukennara skólans, auk þess sem skólakórinn söng fyrir gestina á íslensku og dönsku. Þaðan lá leiðin í Þjóðmenningar- húsið við Hverfisgötu þar sem gestunum var fylgt um handrita- sýninguna. Að henni lokinni héldu krónprinsinn og forsetinn á ráð- stefnu um jarðvísindi, jöklafræði og loftslagsbreytingar í Öskju, húsi náttúruvísinda í HÍ. Á sama tíma kynntu krónprinsessan og forsetafrúin sér íslenska hönnun í verslununum Kirsuberjatrénu við Vesturgötu og Kraumi við Aðal- stræti. Næstu daga mun ýmislegt drífa á daga krónprinshjónanna, meðal annars fara þau í reiðtúr, göngu- ferð á Þingvöllum og í heimsókn til Stykkishólms, svo fátt eitt sé nefnt. - kg Dönsku krónprinshjónin í opinberri heimsókn á Íslandi VELKOMIN Nemendur Áslandsskóla buðu gestina hjartanlega velkomna og veif- uðu íslenska og danska fánanum. HJÓNAKORN Forsetahjónin buðu krónprins- hjónin velkomin við athöfn á Bessastöðum. Friðrik sagðist mjög ánægður með að vera á landinu og hlakka mikið til að ríða út á íslenskum hesti. Hann sagðist einnig hafa lesið íslenskar fornsögur í skóla og þótt þær afar blóðugar og spennandi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SMELLPASSAR Dorrit gefur Mary álit sitt á forláta pilsi í Kirsuberjatrénu. Mary festi kaup á bolla úr hönnunarlínu Kristínar Sigfríðar Garðarsdóttur, sem hún hugðist færa eiginmanni sínum að gjöf. VINÁTTA Þau Helga Guðrún Oddsdóttir og Darri Aronsson í Áslandsskóla fluttu stuttar ræður á dönsku og lýstu meðal annars yfir ánægju sinni með þá miklu vináttu sem ríkir milli þjóðanna tveggja. Með þeim á myndinni er Leifur S. Garðarsson, skóla- stjóri Áslandsskóla. YNGSTI GESTURINN Krónprinshjónin dást að Róberti Daða Jóns- synisem fylgdist með dagskránni ásamt Lindu Björku Ragnars- dóttur móður sinni, en hún starfar sem skólaliði í Áslandsskóla. ÍSLENDINGAR SPENNI BELTIN Róbert Aliber, prófessor emeritus við Viðskipta- háskólann í Chicago telur að næstu tvö árin verði íslensku þjóðfélagi ákaflega erfið. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.