Fréttablaðið - 08.05.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 08.05.2008, Blaðsíða 6
6 8. maí 2008 FIMMTUDAGUR LÖGREGLA „Starfsfólkið var mjög óttaslegið en það er heilt á húfi,“ sagði Anna Sigurðardóttir, fram- kvæmdastjóri útibúa- og einstakl- ingssviðs, í gærmorgun skömmu eftir að maður á þrítugsaldri, lík- lega á milli sautján og 25 ára sam- kvæmt lögreglu, hafði rænt útibú Landsbankans í Bæjarhrauni í Hafnarfirði. Maðurinn kom inn í útibúið um hálftíu, með klút fyrir andliti, í hettupeysu og með Adidas-bak- poka. Hann ógnaði starfsfólki með hnífi og heimtaði peninga. Anna sagði starfsfólk í útibúinu hafa brugðist rétt við aðstæðum. „Við erum með ákveðna öryggis- staðla sem fólk á að framfylgja þegar svona kemur upp. Fólkið fylgdi þeim eftir,“ sagði Anna. „Ég sá einhvern hlaupa hérna framhjá en gerði mér nú ekkert grein fyrir því hvað var á seyði,“ sagði Harpa Bragadóttir, inn- heimtufulltrúi hjá Hitaveitu Suð- nesja, sem er með skrifstofu í húsinu við hlið Landsbankaúti- búsins. Gluggi í skrifstofu hennar snýr að Landsbankaútibúinu. Samkvæmt lýsingum vitna hljóp maðurinn upp á milli Bæj- arhrauns 12 og 14, framhjá verk- smiðju Pappírs hf. að Kapla- hrauni 13. Þaðan hljóp maðurinn áfram í átt að hrauninu við Kapla- krika, á mörkum Hafnarfjarðar og Garðabæjar. Leit lögreglu beindist fljótt að því svæði og var allt tiltækt lið kallað til. Ránið var tekið upp á eftirlitsmyndavélar í útibúinu. Þá er einnig eftirlits- myndavél í húsnæði Sýslumanns- ins í Hafnarfirði í Bæjarhrauni 10 sem beinist í átt að bílastæðum við útibúið, þar sem maðurinn kom inn. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF EIR, var kölluð út til að hjálpa til við leit og voru leitarhundar lög- reglunnar einnig á vettvangi. magnush@frettabladid.is Rændi banka með hnífum og hljóp út Karlmaður á þrítugsaldri rændi Landsbankaútibú við Bæjarhraun skömmu eft- ir að það var opnað í gærmorgun. TF EIR var kölluð út til að hjálpa til við leit. Umfangsmikil leit fór fram í hrauni á mörkum Hafnarfjarðar og Garðabæjar. RÆNINGINN Þessi mynd af manninum náðist á eftirlitsmyndavél í útibúi Landsbank- ans. FRÉTTABLAÐIÐ/LÖGREGLAN LÖGREGLAN Á VETT- VANGI Lögreglan var komin á vettvang innan fárra mínútna frá því að starfsfólk í útibúi Landsbankans tilkynnti um ránið. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Starfsmönnum var veitt áfallahjálp strax í kjölfar ránsins,“ sagði Anna Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri útibúa- og einstaklings- sviðs Landsbankans. „Við reynum að vinna úr svona atvikum eins hratt og hægt er. Maðurinn var vopnaður og þannig hættu- legur viðskiptavinum og starfsfólki.“ STARFSMENN ÞURFTU ÁFALLAHJÁLP BÚRMA, AP Lítil neyðaraðstoð var í gær farin að berast til þeirra svæða í Búrma sem verst urðu úti í fellibylnum sem gekk yfir landið um síðustu helgi. Herforingja- stjórnin tefur fyrir neyðaraðstoð- inni með því að draga lappirnar í að gefa út vegabréfsáritanir til liðsmanna hjálparstofnana. Óttast er að tugþúsundir manna hafi far- ist á láglendinu við ósa Irrawaddy- fljóts vegna flóðbylgju sem fylgdi fellibylnum. Um milljón manns er heimilislaus. „Segja má að allt ósasvæðið sé á kafi,“ sagði Richard Horsey, tals- maður Mannúðaraðstoðar Samein- uðu þjóðanna í Bangkok í Taílandi í AP-viðtali. „Vettvangsteymi tala um lík á floti í stórum stíl. Þetta eru geysilegar hörmungar sem við erum að eiga við,“ sagði hann. Ríkisfjölmiðlar segja nú að 22.464 manns hafi farist, en Hor- sey spáir því að sú tala muni hækka til muna. Í gær voru fáeinar verslanir á ósasvæðinu opnaðar en hungraður múgur hrifsaði úr þeim allt ætt, að því er Paul Risley, talsmaður Mat- vælahjálpar SÞ, hafði eftir starfs- mönnum stofnunarinnar á vett- vangi. „Slagsmál brutust út,“ sagði hann. Óttast er að farsóttir brjótist út á hamfarasvæðinu. - aa LÍTIÐ UM HJÁLPARGÖGN Hermenn úr Búrmaher aflesta hér flutningavél frá Taílandi sem flutti gögn til nauðstaddra á hamfarasvæðinu í Búrma. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Óttast er að tugþúsundir manna hafi farist af völdum fellibylsins Nargis við ósa Irrawaddy-fljóts í Búrma: Herforingjastjórnin tefur neyðaraðstoð flugfelag.is Ferðalag er góð fermingargjöf Pantaðu gjafabréf í síma 570 3030 REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR VESTMANNAEYJAR ÍSAFJÖRÐUR VOPNAFJÖRÐUR ÞÓRSHÖFN GRÍMSEY Sendibílaþjónusta Viltu losna við gamla dótið úr skúrnum eða geymslunni? Ertu að flytja? Við hjálpum þér að bera! Tökum að okkur föst og tilfallandi verkefni - Snögg og örugg þjónusta Stefán - Sími 771 1966 Svanlaugur - Sími 770 5053 Kringlunni • sími 568 1822 www.polarnopyret.is SKAÐABÓTAMÁL „Það liggur fyrir að Þjóðkirkjunni ber að bæta Sigríði það tekjutap sem hún varð fyrir þar sem hún fékk ekki stöðuna í London,“ segir Gestur Jónsson lögmaður sem fer með mál Þjóðkirkjunnar um skaðabótakröfu séra Sigríðar Guðmarsdóttur, sóknarprests í Grafarholti. Sigríður höfðaði mál gegn kirkjunni eftir að Sigurður Arnarson, tengdasonur biskups Íslands, var ráðinn í stað hennar í embætti sérþjónustu- prests í London. Málið fór fyrir héraðsdóm og Hæstarétt og komust dómstólar að þeirri niður- stöðu að kirkjan hefði ekki sýnt fram á aðrar ástæður en kynferði hefði legið til grundvallar ráðningar Sigurðar og því væri kirkjan skaðabóta- skyld. Sigríður fer fram á 42 milljónir í bætur en þá upphæð segir hún vera óútskýrðan mismun á kostnaði á embætti prests í London og Grafarholti til fimm ára. Gestur telur hins vegar að hún geti ekki reiknað þann kostnað sem fylgir embættinu í London sem launagreiðslur. Telur hann að aðeins eigi að bæta launin sem hún varð af við að hafa ekki fengið stöðuna sem hún sóttist eftir og þar til hún var ráðin í annað starf. Sigríði hafi þegar verið boðið að þiggja bætur frá Þjóðkirkjunni sem samsvara launum Sigurðar á því tímabili. Það hafi hún ekki viljað þiggja. - kdk Lögmaður kirkjunnar segir skaðabótakröfu séra Sigríðar Guðmarsdóttur of háa: Telur 42 milljónir of háa kröfu KJÖRKASSINN Ætlar þú að styðja Stoke í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð? Já 13,5 Nei 86,5 SPURNINGS DAGSINS Í DAG: Ætlar þú að stunda stangveiði í sumar? Segðu skoðun þína á vísir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.