Fréttablaðið - 08.05.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 08.05.2008, Blaðsíða 16
16 8. maí 2008 FIMMTUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ „Mér finnst nú hálfkjánaleg sóun á almannafé að bjóða þessum annars ágætu hjónum hingað til lands,“ segir Hafþór Ragnarsson, verkefnastjóri hjá Blindra- bókasafni Íslands og fyrr- verandi skáld, um heimsókn þeirra Friðriks, krónprins Dana, og Maríu konu hans. „Ekki það að þetta er hið besta fólk og Friðrik hefur staðið sig vel sem krónprins. Hann hefur uppfyllt sínar konunglegu skyldur og getið ríkinu erfingja sem getur tekið við af honum sjálfum þegar fram líða stundir. Hann er því búinn að gera það sem hann á að gera og búa til ríkisarfa. Það er hið besta mál að efla tengsl við frændþjóð okkar Dani og ekki síst í því ljósi að Frið- rik verður kóngur fyrr en síðar í Danaríki. Hins vegar finnst mér að hann, sem er með 220 milljónir í vasapening á ári, geti einfaldlega borgað sjálfur fyrir sín ferðalög.“ SJÓNARHÓLL HEIMSÓKN KRÓNPRINSHJÓNANNA Sóun á fé HAFÞÓR RAGNARSSON verkefnastjóri. Æi hvað þið eruð næs „Við ætlum að huga að því hvernig við getum varið stöðu og kjör þess fólks sem er bæði búið að fjárfesta í íbúðarhúsnæði og gera sína kjarasamninga.“ INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR, UTANRÍKISRÁÐHERRA Fréttablaðið, 7.maí. Það er alltaf eitthvað „Ég þarf því miður að drífa mig að gera við sprungna vatnslögn í sumarbústaðnum. Ég þarf að rjúka.“ SIGURÐUR PÉTUR HARÐARSON, MÁLSHÖFÐANDI DV, 7. maí. A T A R N A Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is ■ Fréttir af því að Abkasíumenn hafi skotið niður tvær ómannaðar njósnavélar Georgíuhers hafa enn á ný aukið spennuna í deilunni um yfirráð yfir héraðinu. Abkasía er tæplega níu þúsund ferkílómetra stórt landsvæði við Svartahafið, innan landamæra Georgíu en við landamæri Rúss- lands. Abkasíumenn vilja aðskilnað frá Georgíu og frá árinu 1992 hefur Abkasía í raun notið sjálfsstjórnar, þótt Georgía vilji ekki frekar en önnur ríki viðurkenna sjálfstæði héraðsins. Íbúar héraðsins eru nú um 300 þúsund, eða jafnvel færri, en voru nálægt hálfri milljón fyrir hrun Sovétríkjanna. Meðan Sovétríkin voru og hétu var löngum talið að íbúar Abkasíu yrðu langlífari en annað fólk. FRÓÐLEIKSMOLI DEILAN UM ABKASÍU Ania Leoniak setur upp ljósmyndasýningu af börnum á landsbyggðinni í miðbæ Reykjavíkur 16. maí, í félagi við Paul Fi- ann. Sýningunni, sem er í tengslum við Listahátíð í Reykjavík, verður komið fyrir á horni Lækjargötu og Austurstrætis, við húsin sem brunnu þar í fyrra. „Sýningin snýst um landsbyggð- ina og flóttann frá henni til höf- uðborgarsvæðisins,“ segir Ania. „Mig langaði að fanga einhvern þátt íslensks veruleika og datt fljótt niður á þennan á ferðalög- um mínum um landið. Þorpin eru mörg hver hálftóm og börnin, framtíð landsins, eiga fjölmörg eftir að flytja á mölina.“ Ania starfar sem arkitekt og hönnuður og tekur ljósmyndir í hjáverkum. Upphaflega hafði hún metnaðarfullar hugmyndir um verkefni. „Ég vildi gera heim- ildarmynd um hvern og einn ein- asta Íslending,“ segir hún og hlær. „Mér fannst þetta ekki mikið mál, bara 300 þúsund manns! En félagi minn kom mér niður á jörðina.“ Ania og Paul tóku um 33 þús- und myndir af rúmlega 1.000 börnum víðs vegar um land, en 630 verða á sýningunni. Með þeim í för var Czarek Iber, kvik- myndagerðarmaður, sem gerði heimildarmynd um verkefnið. Öll eru þau frá Póllandi. Sú mynd verður sýnd á Listahátíð og aðstandendur vonast til að hún verði einnig sýnd í Ríkissjón- varpinu, „svo fólk á landsbyggð- inni þurfi ekki að ferðast til Reykjavíkur til að sjá hana,“ segir Ania. Verkefnið hefur staðið yfir í tvö ár, en myndatakan sjálf fór fram í nóvember í fyrra. Mestur tími hefur farið í að fá leyfi hjá hinum ýmsu stjórnvöldum og segist Ania í það minnsta hafa lært þolinmæði. Í fyrstu var ætlunin að setja sýninguna upp á útveggjum Þjóð- minjasafnsins en það þótti of langt frá miðbænum. Sjónum var næst beint að Hverfisgötu en þá varð bruninn á Lækjartorgi. „Mér fannst það frábært stað- setning. Að skapa eitthvað nýtt úr þeim rústum.“ Ania vonar að hægt verði að færa sýninguna út á land og eins sé möguleiki á því að nýta hana í landkynningu erlendis. kolbeinn@frettabladid.is Landsbyggðarbörn í miðbænum LJÓSMYNDARINN Ania og félagi hennar tóku 33 þúsund myndir af börnum á landsbyggðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FER HÚN SUÐUR? Ein myndanna á sýningunni. SÝNINGIN Svona mun sýningarsvæðið líta út. „Það er helst að frétta að það er brjál- að að gera,“ segir Ásdís Ósk Einarsdótt- ir, meistaranemi í þróunarfræðum og eigandi verslunarinnar Fair Trade við Laugaveg. „Ég hef verið á kafi við að taka upp nýja sendingu í búðinni auk þess sem ég er að leggja lokahönd á síðustu verkefnin í þróunarfræðum á þessari önn. Ég ætla að reyna að klára það sem allra fyrst svo ég missi ekki af sauðburðinum hjá afa og ömmu á Seftjörn á Barðaströnd.“ Ásdís hefur flakkað um heim- inn þveran og endilangan, bjó meðal annars í Kambódíu fyrir nokkrum árum og er á leiðinni þangað aftur í sumar. „Í þetta sinn ætla ég að taka manninn minn og dóttur með. Við förum út í júní og verðum í þrjár vikur. Ég hlakka ekki lítið til.“ Ásdísi þykir reyndar súrt í brotið að fyrir vikið missir hún af sjómanna- deginum. „Ég ólst upp á Patreksfirði og það er sterk hefð fyrir því að halda upp á sjómannadaginn þar en ég kemst ekki vestur í þetta sinn. Sem er fúlt því ég á fimmtán ára fermingar- afmæli og gamli bekkurinn minn ætlar að hittast þessa helgi!“ Það sem eftir lifir sumars verður Ásdís í vinnu í Fair Trade- búðinni og hefur hugsað sér að fara á Fair Trade-ráðstefnu í Noregi í ágúst. „Markmiðið er að hvíla mig eins og ég get á skólanum og safna kröftum áður en ég ræðst í lokaverkefnið í haust. Ekki veitir af!“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? ÁSDÍS ÓSK EINARSDÓTTIR VERSLUNARKONA Próf, sauðburður og Kambódía SÝNING Hin árlega sölusýning á vinnustofum Skálatúnsheimilis- ins í Mosfellsbæ verður haldin í dag frá klukkan 12.00 til 18.00. Skálatún er heimili 45 einstakl- inga með þroskahömlun. Marg- vísleg starfsemi fer fram á heim- ilinu á degi hverjum og er ætlunin að sýna gestum hluta af afrakstri þeirrar vinnu í dag. Meðal annars verður til sýnis og sölu mikið úrval af handunnum listmunum og öðru handverki. Vinnustofurn- ar í Skálatúni hafa verið starf- ræktar í rúmlega 20 ár. Síðustu ár hefur sýning af þessu tagi farið fram í tengslum við hátíðina List án landamæra, sem haldin var í fimmta sinn í ár og lýkur um næstu helgi. Íbúar og starfsmenn Skálatúns lofa góðri skemmtun og heitu á könnunni í dag. Allir eru hjartan- lega velkomnir. - kg Sölusýning Skálatúnsheimilisins fer fram í dag: Úrval handunn- inna listmuna VEFSTÓLL Guðrún Hilmarsdóttir er meðal þeirra sem taka þátt í árlegri sölusýningu Skálatúns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.