Fréttablaðið - 08.05.2008, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 08.05.2008, Blaðsíða 70
50 8. maí 2008 FIMMTUDAGUR „Jú, það hefur eitthvað verið hringt í okkur og við spurð hvað við séum að spá að selja sömu lausn til tveggja mismunandi aðila. Ég hef sjálfur engan hag af því að básúna eitthvað um svona mál í fjölmiðl- um en verð að viðurkenna að þetta er óneitanlega kómískt,“ segir Örn Ólason, eigandi dönsku auglýs- ingastofunnar Thank you. Á það hefur verið bent að nýjasta her- ferð Glitnis svipi til auglýsinga- herferðar danska lífeyrissjóðsins PFA sem Örn og félagar hjá Thank You gerðu fyrir tveimur árum. Að sögn Arnar var haft samband við þau þegar Glitnir ætlaði að fara af stað með nýjar auglýsing- ar. Og hann boðaður á fund hjá auglýsingastofunni Hvíta húsinu. „Við fengum að vita að bankinn vildi svona PFA-lausn og þannig stæðu málin. Við gerðum bæði Hvíta húsinu og bankanum grein fyrir því að ef sú leið yrði valin yrði að finna einhverja nýja vinkla,“ segir Örn en við því var ekki orðið. Örn og auglýsingastof- an drógu sig því út úr verkefninu. „En þegar við sáum auglýsinguna frá Glitni þá urðum við mjög hissa og að mínu áliti er mjög undarlegt að jafn stór og virðuleg auglýs- ingastofa og Hvíta húsið er hafi valið að skapa svona mikla PFA- stemningu fyrir alþjóðlegan banka,“ segir Örn en tekur fram að honum þyki þetta þó vera hrós; að vera innblástur fyrir aðra og í því felist ákveðin viðurkenning. Örn bætir því við hann viti vel af því að sú tækni sem þau hafi notað við gerð auglýsingarinnar og stíllinn sé ekki eitthvað sem þau eigi einkarétt á. „En þau jákvæðu við- brögð sem við fengum fyrir aug- lýsinguna okkar, þau eru hins vegar einstök. Annars er þetta ekkert tiltökumál, þannig séð,“ bætir Örn við. Sverrir Björnsson, framkvæmdastjóri hönnunarsviðs Hvíta hússins, segir það af og frá að nýjasta auglýsing Glitnis sé eitthvað stolin. „Þessi stíll sem er á þessari auglýsingu er ekki eign eins eða neins. Hann er ekkert ein- stakur og við höfum verið að gera auglýsingar fyrir Glitni í þessum stíl í nokkur ár,“ segir Sverrir. „Þetta er ný tækni, að blanda saman teiknuðum myndum og ljós- myndum og það er mjög eðlilegt að henni skuli bregða fyrir víða. Ef það eru einhver líkindi þá fæðast hugmyndir á mörgum stöðum í heiminum þegar aðstæður eru réttar og til dæmis eru eflaust tíu þúsund auglýsingateiknarar alls staðar í heiminum að reyna að koma til skila breyttum vöxtum hjá bönkum og fjármálastofnun- um í dag.“ freyrgigja@frettabladid.is 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 BESTI BITINN Í BÆNUM ,,Mér finnst æðislegt að fara á Caruso og Humarhúsið niðri í bæ er alveg geggjað. Annars stoppa ég stundum á Aktu Taktu eða N1 til að grípa mér bita þegar ég er á hraðferð.“ Haffi Haff, söngvari og tískulögga. LÁRÉTT 2. sigti 6. í röð 8. kvikmyndahús 9. móða 11. verslun 12. óviss í tali 14. vökva 16. grískur bókstafur 17. lítið býli 18. maka 20. ekki heldur 21. tikka. LÓÐRÉTT 1. hviða 3. í röð 4. land í Suðvestur- Asíu 5. samtíningur 7. brennivínsteg- und 10. erta 13. stykki 15. baklaf á flík 16. fálm 19. frá. LAUSN LÁRÉTT: 2. sáld, 6. aá, 8. bíó, 9. ský, 11. bt, 12. tafsa, 14. vatns, 16. pí, 17. kot, 18. ata, 20. né, 21. tifa. LÓÐRÉTT: 1. kast, 3. áb, 4. líbanon, 5. dót, 7. ákavíti, 10. ýfa, 13. stk, 15. stél, 16. pat, 19. af. Ómar R. Valdimarsson, upplýs- ingafulltrúi Impregilo, og Mar- grét Ýr Ingimundardóttir, unn- usta hans, eignuðust stúlku 1. maí síðastliðinn. „Okkur heilsast öllum vel, og sú litla braggast alveg ótrúlega vel, svo það eru bjartir tímar fram undan,“ segir Ómar, sem að vonum er himinlif- andi með frumburðinn, sem hann kallar Verkalýðsprinsessuna. Eins og Ómar skrifar sjálfur á bloggi sínu þykir sumum það eflaust saga til næsta bæjar að talsmaður Impregilo hafi eignast barn á degi verkalýðsins, en Ómar segir þó ekki mikið hafa verið skotið á sig. „Nei, nei, fólk hefur bara gaman af þessu,“ segir hann og hlær við. „Við grín- umst líka með það svona okkar á milli, þegar sú litla er svöng og vill fá brjóst, að það sé nú eðli- legt að hún geri kröfur, fædd á þessum degi. Og ef ég fengi að ráða myndi hún auðvitað fá nafn- ið Gvendína Jaka, en það er ekki alveg víst að það gangi eftir,“ bætir hann við. „Pabbi skrifaði einmitt ævisögu Guðmundar Jaka, svo þetta er svolítið fjöl- skylduþema hjá okkur.“ Faðir hans, Ómar Valdimarsson, og eiginkona hans, Dagmar Agn- arsdóttir, eru komin til landsins til að kynnast fyrsta barnabarn- inu, en þau fluttu heim frá Kenía, þar sem Ómar hefur verið sendi- fulltrúi Rauða krossins í þrjú ár, í tilefni af fæðingu hennar. „Þau eru hæstánægð í nýju hlutverki. Hún er fyrsta barnabarnið beggja megin, svo hún verður líklega eitt dekraðasta barn landsins,“ segir Ómar og hlær við. Verkalýðsprinsessan er enn óskírð og Ómar segir nafn ekki fundið enn. „Við vorum búin að ákveða nöfn en svo fannst okkur þau ekkert passa þegar hún kom í heiminn, svo við þurfum að leggja höfuðið í bleyti aftur,“ útskýrir Ómar. - sun Ómar R. fékk verkalýðsprinsessu ÖRN ÓLASON: KÓMÍSKIR TVÍFARAR Ný auglýsing Glitnis á slóð dansks lífeyrissjóðs EIGNUÐUST VERKALÝÐSPRINSESSU Ómar og Margrét eignuðust litla dóttur á degi verkalýðsins, og segir Ómar að ef hann fengi að ráða hlyti hún nafnið Gvendína Jaka. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA EKKI ALLT SEM SÝNIST Glitnis-auglýsingin og svo PFA-auglýsingin eru skemmti- lega líkar. Auglýsingin að ofan er gömul Glitnis-auglýsing en að neðan má sjá samanburð á nýlegri auglýsingu Glitnis hægra megin og svo tveggja ára gamalli auglýsingu PFA vinstra megin. Líkindin eru óneitanlega kómísk. Vísir er einhver öflugasti fréttamiðill landsins og hefur nú bæst góður liðsauki. Ellý Ármanns, ein frægasta þula landsins með meiru, er byrjuð að vinna þar á bæ og byrjaði með skúbbi: Þátturinn Mér finnst... á ÍNN er í upp- námi því allt er komið í bál og brand milli umsjónarmannanna. Þar hefur Ellý einmitt verið meðal fastra gesta. En nöturlegt má heita að þessi þáttur, sem að sögn Ingva Hrafns Jónssonar sjónvarpsstjóra, er flaggskip ÍNN og fyrsti þátturinn þar sem bókstaflega allt er látið vaða úr reynslu- heimi kvenna skuli vera í uppnámi vegna ágrein- ings þeirra Kol finnu Baldvinsdóttur og Ásdísar Ólsen umsjónarmanna. Lengi er von á einum. DV birti af því forsíðufrétt í gær að Sigurður Pétur Harðarson, einn helsti stuðningsmaður í forræðisdeilu Sophiu Hansen við Halim Al, sé kominn í mál við Sophiu. Hann sakar hana um að hafa sólund- að 52 milljónum af fé fjölskyldu sinnar. Sophia hins vegar segir málið flóknara en svo og hefur kært Sigurð fyrir að falsa undirskrift hennar. Í ágætri frétt Sigtryggs Ara Jóhannssonar kemur fram að Sophia hyggist skýra sína hlið mála ofan í kjöl bráðlega. Íslenska þjóðin eigi það skilið. Rétti maðurinn til að skrifa þá bók hlýtur að heita Reynir Traustason ritstjóri sem hefur sérhæft sig í ævisagnaritun kvenna auk þess sem hann fór til Tyrklands og hitti Halim á sínum tíma. Og hinir einu sönnu Skítamórals- bræður eru búnir að dusta rykið af rykföllnum hljóðfærum sínum og ætla að trylla lýðinn enn á ný. Lítið hefur heyrst til þeirra félaga á undanförnum árum enda verið uppteknir við annað. Aðdáendur þeirra, sem eru fjölmargir, hafa tekið þessum tíðindum með miklum látum og þannig eignuðust Selfoss-félagarnir tæplega níu hundruð vini á tæpri viku. - jbg/fgg FRÉTTIR AF FÓLKI Kvæðasafn Þórarins Eldjárns er í efsta sæti á glænýjum heildarlista Eymundsson yfir vinsælustu bækur landsins og skýtur þar ref fyrir rass hinum ýmsu reyfurum og kiljum sem hafa verið markaðssettar í bak og fyrir upp á síðkastið. Má þar nefna Þúsund bjartar sólir, Sjortarann og Ösku. „Ég átti kannski ekki von á því að bókin færi ofar heldur en margar bækur af því tagi en hins vegar reiknaði ég alveg með því að þetta gæti lagst vel í fólk,“ segir Þórarinn. „Bókin sjálf er falleg í útliti, handhæg og þjál þótt hún sé mikill múrsteinn í raun. Svo er það líka að þetta eru allt bækur sem hafa komið út áður á löngum tíma. Það er oft með slíkar bækur að þær týnast, gleymast og klemmast á milli annarra og þegar það er hægt að ganga að þessu á einu bretti lifnar við sambandið á milli bókanna. Ég held að það sé kannski það sem höfði til fólks.“ Hið góða gengi Kvæðasafnsins gefur til kynna að ljóðlistin sé alls ekkert að gefa eftir og Þórarinn er sammála því. „Það er oft verið að segja að ljóðabækur séu ekki mikil söluvara. Ég held að það sé með flestar ljóðabækur að upplögin eru ekki stór miðað við þær prósabækur sem best ganga en ljóð hafa líka alltaf átt sér aðra dreifingu. Það er til dæmis mikið um það að heilu bækurnar séu lesnar í bókabúðum. Þær lifa öðruvísi lífi, held ég. Ég held að áhugi á ljóðum sé mjög mikill og hafi alltaf verið,“ segir Þórarinn, vinsælasti rithöfundur landsins í dag. - fb Þórarinn skákar markaðsöflum ÞÓRARINN ELDJÁRN Kvæðasafn Þórarins er í efsta sæti á nýjum heildarlista Eymundsson yfir vinsælustu bækur landsins. Byrjendanámskeið í tennis Erum að raða niður í hópa á byrjendanámskeið í tennis. Fjórir á hverju námskeiði með einum þjálfara. Námskeiðin hefjast 1. júní. 10 tíma námskeið einu sinni til tvisvar í viku kostar kr. 18.900. Spaðar og boltar á staðnum. Sumarkort í tennis Með sumarkorti í tennis getur þú spilað inni eða úti eins oft og þú vilt í allt sumar. Einstaklingskort kr. 17.900, Fjölskyldukort kr. 29.900. Skráning og upplýsingar í síma 564 4030 og á tennishollin.is LÆRÐU OG SPILAÐU TENNIS Í SUMAR Frábært sumartilboð 10 tíma byrjendanámskeið í tennis og sumarkort á kr. 32.900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.