Fréttablaðið - 08.05.2008, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 08.05.2008, Blaðsíða 58
38 8. maí 2008 FIMMTUDAGUR bio@frettabladid.is Robert Downey Jr. hefur sam- þykkt að leika í framhaldi hasar- myndarinnar Iron Man og er hún væntanleg í bíó eftir tvö ár. Leik- stjórinn Jon Favrau mun að öllum líkindum einnig sitja í leikstjóra- stólnum. Kvikmyndavefurinn Cinema Blend segist hafa heimildir fyrir því að feluhlutverk Samuel L. Jackson í kvikmyndinni hafi ekki bara verið eitthvað grín því per- sóna hans, Nick Fury, muni koma töluvert við sögu í næstu mynd. Fury ætlar að fara fram á við Iron Man að hann berjist við hryðju- verkamanninn Mandarin sem á drekann Fin Fang Foom. Fyrsta Iron Man-myndin hefur notið mikilla vinsælda bæði hér á landi og erlendis síðan hún var frumsýnd um síðustu helgi. Mynd- in er einnig hluti af tilraun Mar- vel-myndasöguveldisins í að búa til Marvel-heim því sjálfur Hulk kemur fyrir í skötulíki í Iron Man og má reikna með fleiri svona útúrdúrum í næstu Marvel-mynd- um en Iron Man fjallar um auðjöf- ur sem finnur upp hátæknibúning sem breytir honum í ofurhetju. Fleiri myndir byggðar á þekkt- um ofurhetjum eru í undirbúningi hjá framleiðandanum Marvel Stu- dios. Má þar nefna Þór, Captain America og The Avengers. Downey í framhaldi IRON MAN Robert Downey Jr. ætlar að leika í framhaldi hasarmyndarinnar Iron Man. Leikstjórinn Brian De Palma var í hópi fremstu leikstjóra Bandaríkjanna í lok áttunda áratugarins og nánast allan þann níunda. Slík voru meistaraverkin að fáir töldu hann geta sleg- ið feilnótu. Annað kom á daginn. Græna ljósið frumsýndi í gær kvikmyndina Redacted sem er samkvæmt leikstjóranum Brian De Palma byggð á sönnum atburð- um. Myndin fjallar um hroðalega glæpi bandarískra hermanna gagnvart saklausum borgurum í Írak en átökin þar liggja eins og mara á bandarískri þjóðarsál og hafa skipt stórveldinu upp í tvo andstæða hópa. Því er ekki að undra að myndinni hefur annað- hvort verið hælt í hástert eða hún skotin niður. Mark Cubin, hinn lit- ríki eigandi NBA-liðsins Dallas Mavericks, framleiðir myndina og hann fékk það óþvegið frá sjón- varpsmanninum Bill O‘Reilly sem kallaði hann föðurlandssvikara og Ameríku-hatara. Undir áhrifum Hitchcock Þetta er ekki í fyrsta skipti sem De Palma blandar sér í þjóðmálaum- ræðuna. Og ekki í fyrsta skipti sem umdeilt stríð Ameríku er leik- stjóranum hugleikið. Ein af allra bestu kvikmyndum De Palma, Casualties of War, sýndi vel þá firringu sem ríkti í miðju Víetnam- stríðinu þegar bandarískir her- menn tóku til fanga unga víet- namska stúlku til þess eins að nauðga og niðurlægja. Myndin vakti gríðarlega hörð viðbrögð hjá hinum hægri sinnuðum Ameríkön- um sem kunna því illa þegar ímynd hinna amerísku hetja er svert. De Palma var hluti af hinni nýju gullaldarkynslóð á áttunda og níunda áratugnum ásamt leikstjór- um á borð við Francis Ford Copp- ola og Martin Scorsese. En ólíkt þessum tveimur heiðursmönnum er De Palma ekki úr hinum svo- kallaða Corman-skóla enda svífur allt annar andi yfir myndum hans. De Palma útskrifaðist úr Söru RÚSSÍBANAREIÐ DE PALMA DE PALMA OG SKÖPUNARVERKIN Scarface, The Untouchables og Carrie gerðu De Palma að goð- sögn í lifanda lífi. En Hollywood er fljót að gleyma og mislukkað- ar kvikmyndir að undanförnu hafa gert það að verkum að menn bíða spenntir eftir að gamalkunnir taktar geri vart við sig á ný. Skjaldborgarhátíðin verður haldin hátíðleg á Patreksfirði um hvíta- sunnuhelgina. Hátíðin er óvenju fjölbreytt í ár og gríðarlegur fjöldi íslenskra kvikmynda verður sýndur í fyrsta skipti á hátíðinni. Sérstakur heiðurshestur verður Albert Maysles sem er hálfgerð goðsögn í heimildarmyndagerð. Maysles mun halda fyrirlestur um heimildar- myndagerð sína en auk þess verða nokkrar af hans bestu kvikmyndum sýndar. Aðaláherslan er hins vegar lögð á íslenskar heimildarmyndir og þar er um auðugan garð að gresja. Rokkhljómsveitin Mínus verður til að mynda áberandi en tvær heimildarmyndir um sveitina verða sýndar á hátíðinni: The Great Northern Documentary og svo hin umdeilda Mínus en þetta verður aðeins í annað sinn sem íslenskir áhorfendur eiga þann kost að geta séð þá kvikmynd. Heimildarmynd um tónleikaferðalag Sigur Rósar í útlöndum verður einnig sýnd en hún ber hið skemmtilega heiti Úti. Dagskrá hátíðarinnar er ekki eingöngu bundin við tónlist og af nægu er að taka í öðrum flokkum. Má þar nefna Öræfakyrrð eftir Pál Steingrímsson þar sem sjónvarps- maðurinn góðkunni Magnús heitinn Magnússon rekur sögu Kárahnjúka- virkjunar og hugsanlegar afleiðingar hennar. Þá verður fimmtán mínútna brot sýnt úr heimildarmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Sólskinsdrengur, sem fjallar um einhverfu. - fgg Fjölbreytt dagskrá á Skjaldborg Aðdáendur myndasöguhetja eru væntanlega himinlifandi þessa dagana. Yfirráð þeirra yfir sum- armyndamarkaðinum hafa endan- lega verið staðfest og ekkert lát er á kvikmyndum um eftirlætis per- sónur þeirra. Hollywood kann þá kúnst best að blóðmjólka gullkúna og væntanlega hefur velgengni Iron Man ekkert dregið úr þeirri iðju draumaverksmiðjunnar. Og nú berast fréttir af því að Chris Nolan ætli að fá Christian Bale til að klæðast búningi ridd- ara næturinnar í þriðja sinn og forða íbúum Gotham borgar frá misindismönnum og óþjóðalýð. Samkvæmt slúðurvefjum í Banda- ríkjunum verður þetta hins vegar í síðasta sinn sem Nolan og Bale endurnýja kynnin við Leðurblöku- manninn en spennan í kringum aðra myndina, sem verður frum- sýnd í sumar, stigmagnast dag frá degi. Orðrómurinn í kringum þriðju myndina fór á kreik eftir að Aaron Eckhart gaf það til kynna að Har- vey Dent, betur þekktur sem Tvö- Fés eða Two Face, myndi birtast áhorfendum aftur. Myndbrot úr myndinni þykja benda til þess að Aaron hafi sitthvað til síns máls. Hins vegar gætu handritshöf- undar þurft að endurskrifa hand- ritið að þriðju myndinni því sam- kvæmt heimildum Cinema Blend átti Jókerinn einnig að vera fyrir- ferðarmikill í næstu mynd. En nú þegar Heath Ledger er horfinn yfir móðuna miklu skapast þörf fyrir illmenni til að ýta Dent yfir til hins illa enda ráðast illvirki hans alfarið af því hvort upp komi skjaldarmerkið eða loðnan. Þriðja Batman-myndin í bígerð MEIRA AF BALE Christian Bale er nokkuð góður sem Leðurblökumaðurinn og gæti klæðst hinum svarta búningi í þriðja sinn. SÓLSKINSDRENGUR Friðrik Þór Friðriks- son ætlar að sýna stutt brot úr heim- ildarmynd sinni um einhverfu á Skjald- borgar- hátíð- inni. Lawrence-skólanum og naut þar leiðsagnar manna á borð við Alfred Hitchcock og Andy Warhol. Ekki er erfitt að greina áhrif hins fyrr- nefnda á kvikmyndir De Palma sem á hátindi ferils síns var stund- um nefndur arftaki breska spennu- meistarans. Kalt á toppnum Ferill De Palma hefur þó ekki verið neinn dans á rósum. Leiðin upp á topp var tiltölulega greið- fær, kvikmyndirnar Carrie, Dress- ed to Kill og Blow Out festu leik- stjórann auðveldlega í sessi sem gullkálf enda naut hann bæði vel- vildar hjá gagnrýnendum og áhorfendum. De Palma sveif um á bleiku skýi og níundi áratugurinn reyndist honum vel. Scarface skaut öllum ref fyrir rass; Tony Montana í meðförum Al Pacino er ein eftirminnilegasta persóna kvikmyndasögunnar og De Palma virtist óstöðvanlegur. The Untou- chables, sagan af baráttu Eliots Ness við Al Capone, malaði gull, fékk Óskara og leikstjórinn baðaði sig í dýrðarljómanum. Áðurnefnd Casualties of War sannfærði síðan kvikmyndaheiminn um að De Palma væri fremstur meðal jafn- ingja. En frægðin er fallvölt og Bon- fire of the Vanities var stjörnum prýdd en hryllileg kvikmynd. Þrátt Carlito‘s Way og Mission: Impossible var einhver sjarmi horfinn af verkum De Palma og hvorki Snake Eyes, Mission to Mars né Femme Fatale eða Black Dahlia voru til þess fallnar að end- urreisa hið goðumlíka orðspor leikstjórans. Hins vegar eru amer- ískir gagnrýnendur sannfærðir um að í Redacted sýni De Palma gamalkunna takta. En hvort það er óskhyggja þeirra og þrá eftir nýju „De Palma“-tímabili verður síðan bara að koma í ljós. > U2 Í ÞRÍVÍDD Meðal kvikmynda sem verða frum- sýndar um helgina er tónleika- mynd um írsku rokkkóngana í U2. Myndin er í þrívídd og þykir stórkostleg skemmtun fyrir aðdáendur hljómsveitar- innar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.