Fréttablaðið - 08.05.2008, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 08.05.2008, Blaðsíða 62
42 8. maí 2008 FIMMTUDAGUR folk@frettabladid.is Til styrktar Jóni Gunnari Tónleikar verða haldnir til styrkt- ar Jóni Gunnari Einarssyni og fjölskyldu hans í Hólaneskirkju á Skagaströnd. Jón Gunnar slasað- ist alvarlega í mótorhjólaslysi í apríl og var nýverið útskrifaður af gjörgæsludeild. Jón á von á þriðja barni sínu með konu sinni Guðrúnu og þurfa þau nauðsynlega á hjálp að halda til að takast á við þetta mikla áfall. Á tónleikunum koma fram ýmsir tónlistarmenn sem gefa allir vinnu sína. Þeim sem kom- ast ekki á tónleikana en vilja styrkja málefnið er bent á söfn- unarreikninginn 0160-26-61400, kt: 290483-3799. Bókaútgefandinn Jóhann Páll Valdimarsson hefur óvænt ákveðið að fara út í plötuútgáfu eftir kvartaldar hlé en þá gaf Jóhann Páll út Megas. Hann féll hins vegar fyrir KK og hafa þeir félagar ákveðið að ganga til samstarfs. „Ég stóðst ekki þennan dreng. Þennan frábæra músíkant og ynd- islega dreng. Þannig að ég braut öll prinsipp,“ segir Jóhann Páll Valdimarsson bókaútgefandi. Blaðamaður Fréttablaðsins hitti Jóhann Pál og KK á Kaffivagnin- um og óhætt að segja að þar hafi kærleikurinn svifið yfir vötnum, svo mjög að það datt upp úr ljós- myndaranum hvort ekki væri rétt að þeir fengju sér bara herbergi? Hráslagalegt grín ljósmyndarans var snarlega slegið út af borðinu. Enda er verið að ræða næstu afurð KK. Ný plata sem væntanleg er 1. október. Jón Ólafsson pródúserar ásamt KK og fjöldi tónlistarmanna kemur að málum. Þó ekki JPV sem mun ekki gera kröfu um að syngja þó hann fylgist með vinnslu plöt- unnar. „Mjög gott þegar útgefandi er svona áhugasamur,“ segir KK. Jóhann Páll hefur ekki komið nálægt plötuútgáfu í um 25 ár en þá gaf hann út plötur með Megasi svo sem Á bleikum náttkjólum undir merkjum Iðunnar, Vísna- plötur Gunnars Þórðarsonar sem og Ísbjarnarblús Bubba. Þrátt fyrir þessar glæsilegu útgáfur ætlaði Jóhann Páll ekki að koma nálægt plötuútgáfu aftur en sner- ist hugur þegar hann hitti KK. „Ég er ekki búinn að þekkja KK lengi en hef verið gríðarlegur aðdáandi hans lengi. Mig langaði til að gefa út bók um hann á sínum tíma en það var slegið út af borðinu af samstarfsfólki mínu. Seinna gaf Edda út bók um KK sem Einar Kárason skráði. Metsölubók og síðan hef ég ekki tekið mark á samstarfsmönnum mínum,“ segir Jóhann Páll. KK segir þá ekki hafa þekkst lengi. „Ég fann á mér að ég þyrfti að tala við Jóhann. Þegar maður er búinn að leggja mikla vinnu í plötu vill maður að gengið sé vel um afurðina. Og almennt má segja að þar séu bókaútgefendur í öðrum klassa en plötuútgefendur.“ Þó JPV og KK séu af sömu kyn- slóð tókust ekki kynni með þeim fyrr en í innflutningsveislu For- lagsins þar sem KK kom fram. Þá féllust þeir tveir í faðma. JPV segir það svo í grunninn í útgáfu að viðkomandi listamaður og manngerð verði að vera þannig að ánægja sé að starfa með viðkom- andi. Og svo sé með KK. „Ég er ekkert að fara á kaf í plötuútgáfu. Ætla að einbeita mér að aðalmann- inum og ætla ekki að dreifa fókus- inum.“ Eitt frægasta lag KK er „Besti vinur“ þar sem ónefndur útgef- andi fær það óþvegið. KK hefur misjafna reynslu af útgefendum. „Já, og þeir af mér. Útgefendur eru eins og aðrir menn – misjafn- ir.“ Honum þykir það langsótt spurning til útgefanda síns hvort það sé ekki stressandi að gefa KK út og mega búast við níðvísu ef eitthvað fer aflaga. En það vefst ekki fyrir Jóhanni að svara: „Sko, KK er svo góður strákur. Ég fengi ekkert í andlitið nema það væri verðskuldað. Og það er þá bara ágætt.“ jakob@frettabladid.is JPV orðinn besti vinur KK BESTU VINIR JPV segir enga hættu á að fá níðvísu um sig frá KK nema þá eiga það skilið. JPV OG KK Á kajanum í rigningunni. Mikill vinskapur hefur tekist með þeim tveimur og JPV ætlar að gefa næstu plötu KK út en von er á henni í haust. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR > LÍTUR UPP TIL VICTORIU BECKHAM Vanessa Hudgens sagði nýverið í viðtali við tíma- ritið Glamour að hún liti upp til Vikt- oríu Beckham þegar kæmi að tísku. Disney-nýstirnið dáist einnig að fatastíl Nichole Richie og Mary- Kate Olsen og segir þær kunna að leika sér með tískuna. Va- nessa, sem hefur slegið í gegn í High School Musical, setur verðið ekki fyrir sig og telur það ekki eftir sér að kaupa dýra hluti ef henni finnst þeir flottir. „Ég er algjörlega sannfærður um að íslenska lagið fer áfram og í aðalkeppnina,“ segir Sigmar Guð- mundsson. „Við förum áfram og sænska lagið og svo verður restin austur-evrópsk súpa.“ Sigmar fer til Serbíu eftir viku og tekst á við það viðamikla verk- efni að lýsa þremur beinum útsendingum: undankeppnunum þriðjudagskvöldið 20. og fimmtu- dagskvöldið 22. maí, og aðal- keppninni laugardagskvöldið 24. maí. „Ég er aðeins búinn að kynna mér lögin, miklu meira reyndar lögin sem eru í okkar riðli. Þarna er fullt af lögum sem maður roðnar yfir en margt er fínt, til dæmis ballaðan frá Albaníu og gott gleðilag frá Búlgaríu. Heilt yfir er þetta þó ekki alveg jafn fjölbreytt og skemmtilegt og í hin tvö skiptin sem ég hef lýst. Mér finnst of hátt hlutfall af froðudiskói og Celine Dion-legum ballöðum. Og svo er hátt hlutfall grínlaga. Maður veit ekki hvort þau virka fyrr en maður sér þau flutt á sviði.“ Ragnhildur Steinunn fer líka til Serbíu fyrir hönd Sjónvarpsins og sér um að gera innslög. Sigmar segir meira en nóg að sjá um þrjár beinar lýsingar. „Ég er ekkert búinn að kynna mér Belgrad enda er það mín reynsla að maður hefur engan tíma til að skoða sig um. Í Aþenu varð ég að láta mér nægja að sjá Akrópólis í móðu í gegnum rúðuna á fjölmiðlahöllinni.“ Þótt Sigmar sé alveg klár á því að Euro- bandið fari upp úr undanriðlinum telur hann Friðrik og Regínu ekki sigurstrang- leg. „Þau munu dóla sér í kringum tíunda sætið. Lögin sem ég tel hins vegar sigur- stranglegust eru frá Rússlandi, Serbíu, Grikklandi og Armeníu.“ Sannfærður um að við förum áfram SIGMAR GUÐ- MUNDSSON. Lýsir Eurovision í þriðja sinn FJÓRTÁN DAGAR TIL STEFNU www.raudikrossinn.is Rauði krossinn hefur gefi ð út bókina Skyndihjálp og endur lífgun – þú getur hjálpað þegar á reynir. Í bókinni er sýnt með einföldum aðferðum hvernig bregðast má við slysi eða veikindum fullorðinna og barna. Bókin byggir á viður- kenndum leiðbeiningum um skyndihjálp sem nýlega hafa verið endurskoðaðar. Bókin er þægilegt uppfl ettirit og er nauðsynleg hverju heimili. Bókin fæst hjá Rauða krossi Íslands, Efstaleiti 9, sími 570 4000 og kostar 2.000 krónur. TILBOÐ kr.: 129.900 Íslenskt stjórnborð Íslenskar leiðbeiningar Stórt hurðarop 20 ára ending Eirvík kynnir sportlínuna frá Miele Miele gæði Miele þvottavélar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.