Fréttablaðið - 08.05.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 08.05.2008, Blaðsíða 10
 8. maí 2008 FIMMTUDAGUR Gegnheilt Yberaro Ármúla 23 108 Reykjavík sími 568 1888 Njarðarnesi 4 603 Akureyri sími 464 7878 www.pog.is Ómeðhöndlað Þykkt: 14 mm Breidd: 70 mm Lengd: 450 mm Tilboð: 3.000 kr m² Fáðu sýnishorn hjá okkur! RÚSSLAND, AP Dmítrí Medvedev lét það verða sitt fyrsta verk í emb- ætti forseta Rússlands að gera Vladimír Pútín, forvera sinn, að forsætisráðherra. Medvedev sór embættiseið sinn í gylltum viðhafnarsal Kremlar- hallar. Í innsetningarræðu sinni sagði hann að mikilvægasta verk- efni sitt næstu árin yrði að „efla borgaralegt og efnahagslegt frelsi“. Einungis tveimur stundum síðar tilnefndi hann Pútín í embætti for- sætisráðherra. Formlega þarf þjóðþing Rússlands að staðfesta tilnefninguna með atkvæða- greiðslu, og er reiknað með að það verði gert strax í dag. Samkvæmt stjórnarskrá Rúss- lands eru völd forsetans mikil, en völd forsætisráðherra geta hins vegar verið teygjanleg eftir því hvernig á er haldið. Ljóst þykir að Pútín ætli sér að hafa veruleg áhrif á stefnu landsins, og síðustu vikurnar hefur hann unnið mark- visst að því að styrkja völd for- sætisráðherraembættisins á kostnað forsetaembættisins. Bæði Medvedev og Pútín hafa hafnað því að sterk formleg völd þeirra beggja muni leiða til árekstra og óstöðugleika. Þeir hafa þekkst lengi og starfað náið saman allt frá því Pútín var borg- arstjóri í Pétursborg og réð Med- vedev til sín sem aðstoðarmann. Stjórnmálaskýrendur telja margir hverjir að Medvedev verði nær því að teljast strengjabrúða í höndum Pútíns heldur en sjálf- stæður leiðtogi þjóðarinnar. Med- vedev hefur í það minnsta heitið því að halda áfram á sömu braut og Pútín, og fyrstu mánuðina í embætti mun hann vafalaust leita óspart ráða hjá forvera sínum. Íbúar Rússlands fylgdust náið með hátíðlegri innsetningarathöfn í beinni sjónvarpsútsendingu. Ungir lífverðir í bláum búningum gengu gæsagang og stóðu síðan hnarreistir álengdar meðan Pútín og Medvedev gengu hjá. Pútín nýtur mikilla vinsælda í Rússlandi og hörðustu stuðnings- menn hans hvöttu hann til að breyta stjórnarskrá landsins þannig að hann gæti setið lengur á forsetastóli. Pútín neitaði því jafn- an og sagðist virða þá stjórnar- skrá, sem hann hefur starfað eftir. „Fyrir átta árum, þegar ég sór embættiseið minn sem forseti í fyrsta sinn, þá hét ég því að starfa fyrir opnum dyrum og af heiðar- leika, að þjóna þjóðinni og ríkinu af heilindum,“ sagði Pútín í stuttu ávarpi við innsetningarathöfn Medvedevs í gær. „Ég gekk ekki á bak orða minna.“ gudsteinn@frettabladid.is Medvedev kominn til valda í Rússlandi Forsetaskipti urðu í Rússlandi í gær. Dmítrí Medvedev tók við af Vladimír Pút- ín, sem verður forsætisráðherra í staðinn. Óljóst hvernig þeir muni skipta með sér völdum. Medvedev lofar að efla borgararéttindi og styrkja efnahaginn. PÚTÍN OG MEDVEDEV Mikil viðhöfn var þegar Medvedev var settur í embætti sem þriðji forseti Rússlands frá því að Sovétríkin hrundu. NORDICPHOTOS/AFP Daginn fyrir embættistöku nýs for- seta í Rússlandi handtók lögreglan í Moskvu tugi stjórnarandstæðinga sem höfðu ætlað sér að efna til mótmælagöngu. Lögreglan hafði ekki gefið leyfi fyrir mótmælunum og sat meðal annars á þriðjudaginn um hús þar sem sautján mótmælendur voru staðsettir, og segja mótmælend- urnir að lögreglan hafi reynt að koma í veg fyrir að þeir kæmust til mótmælanna. Stjórnarandstæðingarnir hættu við mótmælafundinn, sem átti að vera sá síðasti í röð mótmæla, sem skipulögð voru af bandalagi stjórn- arandstöðuhópa undir forystu Garrís Kasparov, fyrrverandi heimsmeistara í skák. - gb Stjórnarandstaðan í Moskvu: Hættu við mótmælagöngu MÓTMÆLENDUR OG LÖGREGLA Stjórn- arandstæðingarnir ætla að leita réttar síns fyrir dómi. NORDICPHOTOS/AFP FÓLK Dorrit Moussaieff forsetafrú er með eindæmum alþýðleg. Því fengu viðstaddir á Þingvöllum að kynnast, en þar voru forsetahjón- in á ferð ásamt dönsku krónprins- hjónunum. Einn þeirra var Einar Árnason, kvikmyndatökumaður hjá Stöð 2. Hann vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar Dorrit vatt sér að honum. „Hana langaði til að taka mynd- ir af Ólafi Ragnari,“ segir Einar. „Mér fannst það alveg sjálfsagt og fékk henni vélina. Hún bar sig eins og sannur fagmaður og mynd- aði forsetann um stund. Hún var það góð í þessu að í „kreditlista“ fréttatímans síðar um kvöldið var hún titluð sem myndatökumaður.“ Dorrit líkaði svo vel við nýja starfið að hún gerði Einari tilboð. „Já hún bauð mér að skipta um starf. Ég tók nú heldur ólíklega í það. Ég er viss um að hún mundi pluma sig vel í myndatökunni, en er ekki alveg jafn viss um að ég væri góð forsetafrú,“ segir Einar og hlær. Einar hefur fylgt forsetahjón- unum eftir á ferð þeirra um landið með danska kóngafólkinu. Hann segir að hvert sem komið sé hafi Dorrit heillað viðstadda með alþýðleik sínum. „Hún leikur á als oddi og brýtur upp formleg tilefni með því að vera hress og kát. Hún nær vel til fólksins og er ofboðs- lega vinsæl,“ segir Einar að lokum. - kóp Forsetafrúin slær á létta strengi með myndatökumanni Stöðvar 2: Dorrit bauð upp á starfskipti OG HORFA HÉR Einar sýnir Dorrit handbragðið, en hún sýndi mikla fag- mennsku. MYND/RÚV
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.