Fréttablaðið - 13.05.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 13.05.2008, Blaðsíða 6
6 13. maí 2008 ÞRIÐJUDAGUR Ársfundur Sameina›a lífeyrissjó›sins ver›ur haldinn mi›vikudaginn 14. maí nk., kl. 16.00, á Hilton Reykjavík Nordica, Su›urlandsbraut 2, Reykjavík. Árssk‡rslu og dagskrá ársfundarins má nálgast á skrifstofu sjó›sins og á www.lifeyrir.is ÁRSFUNDUR 2008 Borgartún 30, 105 Reykjavík S. 510 5000 mottaka@lifeyrir.is lifeyrir.is Auk kjörinna fulltrúa eiga allir sjó›félagar og rétthafar séreignarsparna›ar rétt til setu á fundinum. Reykjavík, 5. maí 2008. Stjórn Sameina›a lífeyrissjó›sins Dagskrá 1. Fundarsetning 2. Sk‡rsla stjórnar Starfsendurhæfing: Gu›jón Baldursson, trúna›arlæknir fjallar um starf trúna›arlæknis og helstu endurhæfingarúrræ›i Kynning á samkomulagi Sameina›a lífeyrissjó›sins og sjúkrasjó›a 3. Erindi Hannesar G. Sigur›ssonar, a›sto›arframkvæmdastjóra SA, um n‡jan endurhæfingarsjó›, markmi› og næstu skref Kaffihlé 4. Almenn ársfundarstörf 5. Önnur mál löglega upp borin UMHVERFISMÁL Björgólfur Thorsteinsson, formaður Land- verndar, telur að skoða þurfi vandlega fyrirhugaðar fram- kvæmdir í Þúfuveri og hugsanleg áhrif þeirra á Þjórsárver ef til hamfaraflóðs komi. Lágmarka þurfi skemmdir á svæðinu. Auður landsmanna felist ekki bara í mannvirkjum heldur líka í náttúrunni sjálfri, ekki síst í Þjórsárverum. Það þurfi að hafa í huga. „Mér finnst þurfa betri kynningu á því hvað stendur til þarna, ekki bara hjá sveitarstjórn- um heldur líka gagnvart öllum landsmönnum,“ segir hann. - ghs Formaður Landverndar: Þurfum betri kynningu SERBÍA, AP Sósíalistaflokkurinn í Serbíu virðist nú kominn í þá stöðu að geta ráðið því hvernig stjórn verður mynduð í landinu. Hvorki Róttæki flokkurinn né Evrópusinnar geta myndað starf- hæfa stjórn án þess að leita eftir stuðningi flokksins, sem Slobodan Milosevic stofnaði fyrir tæpum tveimur áratugum. Boris Tadic forseti, sem er leiðtogi Evrópu- sinna, fagnaði sigri eftir að flokkur hans bætti við sig fylgi í kosningunum. Flokkurinn fékk 102 þingsæti en vantar þó töluvert upp á að geta myndað ríkisstjórn upp á eigin spýtur. Á þinginu sitja 250 þingmenn, þannig að meirihlutastjórn þarf 126 þingsæti að lágmarki. Róttæki flokkurinn hlaut 77 þingsæti og gæti myndað stjórn með flokki Vojislavs Kostunica, fráfarandi forsætisráðherra, sem hlaut þrjátíu þingsæti, gangi Sósíalistar, sem eru með tuttugu þingsæti, til liðs við þessa tvo flokka. Margir félagar í Sósíalistaflokknum eru þó tregir í samstarf með Róttæka flokknum. Ivica Dacic, leiðtogi Sósíalista, sagðist þó fyrst ætla að ræða við Róttæka flokkinn og Kostunica, en að því búnu væri hann til viðræðu við Evrópusinna. Evrópusinnar og Sósíalistar þyrftu þó að fá fleiri flokka til liðs við sig. - gb Stjórnarmyndunarviðræður í Serbíu gætu orðið erfiðar: Sósíalistar komnir í lykilstöðu BORIS TADIC FAGNAR SIGRI Leiðtogi Evrópusinna þarf að keppa við Róttæka flokkinn um hylli sósíalista. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Ætlarðu á völlinn í sumar? Já 30,8% Nei 69,2% SPURNING DAGSINS Í DAG: Er nýfallinn dómur í Byrgis- málinu sanngjarn? Segðu skoðun þína á visir.is DÓMSMÁL Hópur Bandaríkjamanna sem neyttu hjartalyfsins Digitek, sem íslenska lyfjafyrirtækið Acta- vis framleiðir, lagði á föstudag fram kæru á hendur fyrir tækinu. Actavis kallaði lyfið inn 25. apríl vegna gruns um að sumar töflurn- ar væru tvöfalt þykkari og sterk- ari en þær ættu að vera. Kæran beinist að lyfjafyrirtæk- inu Mylan og dótturfélagi þess UDL Laboratories, auk Actavis, að því er fram kemur á vef Wall Street Journal. Stefnendur krefj- ast bóta vegna meints skaða og eftirliti vegna hættu á veikindum í framtíðinni. Ein tvöföld tafla fannst í innra eftirliti Actavis, að sögn Hjördísar Árnadóttur, upplýsingafulltrúa Actavis. Ákveðið hafi verið að innkalla allt upplagið af Digitek. „Við settum strax upp þjónustu- númer sem leiðbeinir fólki hvernig það eigi að skila töflunum og tekur niður upplýsingar,“ segir Hjördís. Ofneysla á Digitek getur leitt til nýrnabilana, ógleði, lágs blóð- þrýstings, hægs hjartsláttar og jafnvel dauða. Bandaríska mat- væla- og lyfjaeftirlitið hefur feng- ið tilkynningar um veikindi og slys vegna neyslu lyfsins. Actavis fékk ellefu tilkynningar frá sjúklingum um veikindi eða slys vegna lyfsins á síðasta ári, en telja ekki að þau tilvik tengist inn- kölluninni. Lyfið er ekki selt á Íslandi. - sgj Hópur fólks kærir Actavis vegna gallaðs hjartalyfs sem selt var í Bandaríkjunum: Hópmálsókn vofir yfir Actavis ACTAVIS Hjartalyfið Digitek hefur verið innkallað í Bandaríkjunum. STJÓRNMÁL „Það er háalvarlegt að einkavæðingin hafi verið dæmd ólögmæt,“ segir Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri grænna. Hæstiréttur úrskurðaði á fimmtu- dag að einkavæðing á 39,86 pró- senta hlut ríkisins í Íslenskum aðalverktökum hf. (ÍAV) árið 2003 hefði verið ólögmæt. Jón hefur óskað eftir utandag- skrárumræðu á Alþingi vegna málsins og kref- ur Geir Haarde for sætis ráð- herra um svör. Geir var fjár- málaráðherra þegar gengið var frá sölunni, en með honum í ráðherranefnd um einkavæð- ingu voru Davíð Oddsson, Halldór Ásgrímsson og Valgerður Sverris dóttir. Jón segir fjórmenningana bera ábyrgð á sölunni. „Þetta er vett- vangur æðstu manna ríkis- stjórnar innar sem framkvæmir þennan gjörning á ólögmætan hátt,“ segir Jón. „Þau afhentu eignirnar vinum sínum. Þarna var greinilega verið að hygla ákveðnum kaupendum.“ JB Byggingafélag ehf. (JBB) og Trésmiðja Snorra Hjaltasonar ehf. (TSH) kærðu framkvæmd sölunnar, en þau buðu sameigin- lega í hlutinn. Þrjú önnur fyrir- tæki buðu einnig, Jarðboranir hf., Joco ehf. og EAV ehf. og var tilboði þess síðastnefnda tekið. Forsvarsmenn EAV voru stjórn- endur og starfsmenn ÍAV. Stefn- endur vildu meina að EAV hefði haft ósanngjarnt forskot vegna þessa. JBB og TSH kröfðust skaða- bóta vegna kostnaðar við þátt- töku í útboðinu og tapaðs kostn- aðar af því að tilboði þeirra var ekki tekið. Hæstiréttur hafnaði þeirri kröfu á þeim forsendum að enginn möguleiki hefði verið á að tilboði þeirra yrði tekið. Tveir dómskvaddir matsmenn, sem kallaðir voru til eftir að mál- inu var áfrýjað, komust að þeirri niðurstöðu að tilboð Jarðborana hefði verið hæst. Jarðboranir gætu því mögulega átt skaða- bótakröfu á ríkið. „Lögmenn okkar eru að skoða þetta mál,“ segir Bent Einarsson, forstjóri Jarðborana. Ekki náðist í Geir Haarde og Valgerði Sverrisdóttur við vinnslu fréttarinnar. steindor@frettabladid.is Geir svari fyrir ólög- mæta einkavæðingu Geir Haarde þarf að svara fyrir einkavæðingu Íslenskra aðalverktaka, að mati þingmanns VG. Hæstiréttur úrskurðaði á fimmtudag að einkavæðing á hlut ríkisins í ÍAV hefði verið ólögmæt. Hæsta tilboði í hlutinn var ekki tekið. ÍSLENSKIR AÐALVERKTAKAR Hæstiréttur hefur úrskurðað sölu á hlut ríkisins í ÍAV árið 2003 ólögmætan. JÓN BJARNASON KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.