Fréttablaðið - 13.05.2008, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 13.05.2008, Blaðsíða 38
 13. MAÍ 2008 ÞRIÐJUDAGUR14 ● fréttablaðið ● híbýli - svefnherbergi Svíf þú í svefninn Stundum eiga litlu krílin okkar erfitt með að festa svefn og þarf þá að grípa til ýmissa ráða. Fyrir utan mjólkurglas, vögguvísur og ýmis húsráð er hægt að fá alls konar hluti til að auðvelda börnum að sofna. Hér gefur að líta nokkrar nytsamlegar hjálparhellur sem nálgast má auð- veldlega í búðum bæjarins. Mjúkur lampi með mánaskini. Þessi krúttlegi bangsalampi frá franska fyrirtækinu Kaloo er tilvalið náttljós fyrir börn og gefur frá sér hlýja birtu. Ljósið lýsir í sex klukku- stundir og fæst á 8.550 krónur í versluninni Völuskríni á Laugavegi. Tuskudýr frá Kaloo til að kúra hjá og sjúga endana á. Endarnir á tuskunni eru hnýttir í þeim tilgangi að litlir gómar geti róað sig með því að japla á þeim og sjúga. Tuskurnar má þvo á þrjátíu gráðum og setja í þurrkara. Þær eru gerðar úr hágæðaefn- um og upp- fylla helstu gæðakröfur og umhverfis- viðmið. Tuskudýrin fást hjá versluninni Völuskríni og kosta frá 2.550 krónum. Margrét Guðnadóttir er orðin víðfræg fyrir þjóðlegar spiladósir sem hún hannar og selur í Kirsuberjatrénu. Færri vita að mörg börn sofna við undirleik þessara fallegu spiladósa og hefur Margrét útbúið barnvæna útgáfu sem hægt er að hengja við rúmið eða vögguna. Hún kostar 4.200 krónur og upp úr. Þannig getur barnið sofnað út frá íslensku þjóðlagi. Tvö lög eru fáanleg og eru það Vísur Vatnsenda-Rósu og Krummavísur. Síðan er hægt að fá jólalagið Það á að gefa börnum brauð eftir Jórunni Viðar, og verið er að smíða Sofðu unga ástin mín sem verður fáanlegt með haustinu. Rannsóknir hafa sýnt að börn sem sofa á ullargæru róast fyrr, gráta síður, þyngjast hraðar og sofa þar af leiðandi mun betur. Ullargæran fæst í Þumalínu á Skólavörðustíg á 11.900 krónur. Hægt er að fá alls kyns fallega óróa til að hengja fyrir ofan rúm barna. Þeir fanga athyglina og geta orðið uppspretta skemmtilegra drauma. Stundum fylgir þeim spiladós með fallegri vögguvísu og eru rugg- andi hreyfingarnar róandi. Þessi litríki og krúttlegi órói frá Selecta fæst í Völuskríni á 3.550 krónur. Sumum börnum þykir best að dröslast með teppi, kodda og aðra mjúka hluti. Gott er að sofna með þennan mjúka og fallega kodda frá Kaloo, þar sem stinga má litlum stubbaling í vasa til að sofa og einnig eru endar til að sjúga. Fæst í versluninni Völuskrín á 3.995 krónur. á góðu verði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.