Fréttablaðið - 13.05.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 13.05.2008, Blaðsíða 8
 13. maí 2008 ÞRIÐJUDAGUR RV U N IQ U E 05 08 01 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Servíettur NexxStyle 39x39cm 80stk, ýmsir litir Satiné Clean, gólfsápa Brial Clean, alhliða hreinsiefni Kristalin Clean, baðherbergishreinsir Into WC Clean Lotus eldhúsrúllur Lotus WC pappír Lotus Maraþon Plus Lotus WC Júmbó Lotur T-Þurrkur Lotus V-Þurrkur Á tilbo ði í ma í 2008 Umhve rfisvott uð hre insiefn i og pa ppírsv örur 20% afslá ttur Umhverfisvottaðar vörur - fyrir sumarbústaðinn, veiðihúsið og ... UMHVERFISMÁL Nokkuð af dauðum laxi flaut niður Elliðaárnar í byrj- un síðustu viku þegar tæmt var úr nyrðri hluta lónsins við Árbæjar- stíflu. „Áin var eins og beljandi aur- flaumur þegar ég kom að henni og á stuttum tíma sá ég nokkra dauða laxa fljóta niður ána og undir göngubrúna ofan við rafstöðina. Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt áður,“ segir Jón Ólafur Karlsson, sem var á gönguferð um Elliðaár- dalinn og varð vitni að mesta atganginum. Starfsmaður Orkuveitunnar sem var á staðnum sagðist sjálfur enga dauða laxa hafa séð. Alltaf væri hleypt úr lóninu á vorin til að greiða fiski leið til sjávar. Verkið taki um fjóra klukkutíma og komi talsvert botngrugg með í lokin. Síðan skoli áin sig. Í byrjun síð- ustu viku hafi verið hleypt á nyrðri kvíslina en áður hafi verið hleypt úr lóninu niður syðri kvísl árinn- ar. Þegar Fréttablaðið bar að garði sáust í fljótu bragði þrír dauðir laxar við árfarveginn. „Ég mundi hallast að því að flestir þessir fisk- ar hafi verið dauðir áður og safn- ast fyrir í lóninu þar til hleypt var úr því. Það hafa margir spurst fyrir um þetta hjá okkur en þetta er alls ekkert óeðlilegt,“ segir Jón Þ. Einarsson veiðivörður. - gar Orkuveita Reykjavíkur tæmdi lónið við Árbæjarstíflu í gær: Dauður lax flaut í mórauðri á HOPLAX Þessi lax drapst þegar hleypt var úr Árbæjarlóninu í gær. SJÁVARFOSS Borgarstjóri Reykjavíkur opnar venjulega laxveiðisumarið í Ellið- ánum í þessum fossi í júní. Fossinn var illúðlegur í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR UMFERÐARMÁL Bifhjólaslysum fjölgaði um 45 prósent fyrstu fjóra mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra. Er það umtalsvert meiri fjölgun miðað við árin þar á undan þar sem tjónum og slysum á bifhjólum fjölgaði um 34 prósent árið 2006 frá árinu á undan og um 28 prósent í fyrra. Þetta kemur fram í greinargerð sem Sjóvá For- varnahúsið hefur tekið saman, en fjölgun slysanna helst í hendur við stóraukna bifhjólaeign á Íslandi. Þar segir að stór hluti óhappa á bifhjólum sé ýmist vegna reynsluleysis eða hraðaksturs. Flest slys og tjón verða í maí en í greinargerðinni segir að ástæður þess sé helst að finna í þjálfunar- og reynsluleysi ökumanna bifhjólanna, ástandi gatna og því að aðrir ökumenn séu óvanir bifhjólum á götunum. Samkvæmt samantekt á algengustu óhöppum á bifhjólum á árunum 2005 til 2008 eiga ökumenn bifhjólanna sjálfir sök í um 75 prósentum tilfella. Eru algengustu ástæður slysa á bifhjólum fall eða útaf akstur, samtals 78 prósent slysanna. Í greinargerðinni eru ökumenn bifhjóla sérstaklega varaðir við slíkum hættum, sérstaklega á þessum tíma árs þegar yfirborð vega er ekki sem best. - ovd Samfara mikilli fjölgun bifhjóla á Íslandi hefur bifhjólaslysum fjölgað mjög mikið: Nær helmingi fleiri bifhjólaslys BIFHJÓLUM HEFUR FJÖLGAÐ Á ÍSLANDI Flest bifhljólaslys verða á vorin þegar ökumenn eru óvanir og götur illa farnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM EFNAHAGSMÁL Fasteignaverð í Bandaríkjunum hefur lækkað mikið undanfarið ár. Mesta árslækkunin í borgum er í Las Vegas. Þar hefur fasteignaverð lækkað um tæp 24 prósent á einu ári. Sé aðeins horft mánuð aftur í tímanna hefur verðið lækkað um tæplega fimm prósent. Verðið í Kaliforníuríki hefur einnig lækkað mikið. Hvergi hefur verð þó fallið meira síðasta mánuð en í San Francisco, um rúmlega fimm prósent. Á undanförnum árum hefur fast- eignaverð hækkað mikið víða í Bandaríkjunum. Niðursveiflan nú skýrist fyrst og fremst af vanda- málum sem bandarískt efnahagslíf gengur nú í gegnum, sem hafa haft áhrif á alþjóðlega fjármálamarkaði. Verðlækkanirnar má rekja til hruns á húsnæðislánamarkaði, erf- iðu aðgengi að lánsfé og minnkandi kaupmætti. Lánastofnanir höfðu lánað óhóf- lega til fólks sem ekki reyndist geta staðið við skuldbindingar sínar þegar á reyndi. Það hafði keðju- verkandi áhrif á fjármálamarkaði, í ljósi þess hversu umfangsmikil lánastarfsemin var sem byggði á veikum stoðum. Við þetta hefur skapast víðtækur lausafjárvandi sem dregið hefur úr eftirspurn víðs vegar um Bandarík- in, á meðan framboð á húsnæði hefur verið mikið. Hliðaráhrif nið- ursveiflunnar er minnkandi kaup- máttur fólks sem, líkt og lausafjár- þurrðin, dregur úr eftirspurn á húsnæðismarkaði. magnush@frettabladid.is Fasteignaverð fellur í Bandaríkjunum Fasteignaverð hefur lækkað hratt í mörgum stærstu borgum Bandaríkjanna að undanförnu. Fsteignaverð í San Francisco hefur lækkað um rúmlega fimm prósent á mánuði. Hvergi er meiri lækkun en í Las Vegas, tæplega 24 prósent. CHARLOTTE 1,48% DALLAS -4,07% SEATTLE -2,70% DENVER -5,46% NEW YORK -6,62% BOSTON -4,60% ATLANTA -5,60% PORTLAND -2,03% CLEVELAND -9,18% WASHINGTON, DC -15,81% CHICAGO -8,45% DETROIT -16,47% MIAMI -21,72% TAMPA -17,47% MINNEAPOLIS -12,53% HÚSNÆÐISVERÐ HRYNUR Í BANDARÍKJUNUM LOS ANGELES -19,43% PHOENIX -20,80% LAS VEGAS -22,84% SAN FRANCISCO -17,19% SAN DIEGO -19,19% FYRIR ÁRI FYRIR MÁNUÐI LÆKKANIR Í BORGUM Á þessari mynd sést hversu mikið fasteignaverð hefur fallið í mörgum af stærstu borgum Bandaríkj- anna. Í Las Vegas, þar sem margar af glæsilegustu byggingum Bandaríkjanna er að finna, hefur fasteignaverð fallið mikið. Tölurnar miðast við stöðuna eins og hún var um síðustu mánaðamót. HEIMILD/VÍSITALA HÚSNÆÐISVERÐS BLOOMBERG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.