Fréttablaðið - 13.05.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 13.05.2008, Blaðsíða 12
12 13. maí 2008 ÞRIÐJUDAGUR AÐ BÖRN FRÁ 2–15 ÁRA FÁ ALLTAF 50% AFSLÁTT AF VILDARPUNKTAVERÐI MEÐ ÁÆTLUNARFLUGI ICELANDAIR? VISSIR ÞÚ … Vildarklúbbur ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 4 19 81 0 5 /0 8 WW W.VI LDARKLUBBUR.IS ÍÞRÓTTIR Fyrsta sjósundslands-liðið æfir stíft þessa dagana fyrir sund yfir Ermarsund sem ráð- gert er í sumar. Þetta er eina landsliðið sem samanstendur af bæði körlum og konum. Benedikt Hjartarson landsliðs- maður segir vaskan hóp þarna á ferð. „Við erum til dæmis með þann eina sem synt hefur milli lands og Eyja, annan þeirra sem synt hafa yfir Þingvallavatn og síðan fólk sem hefur synt um í Jökulsárlóni svo það kallar ekki allt ömmu sína.“ Það er líka eins gott því þess bíður að synda yfir Ermarsund í boðsundi. Benedikt ætlar hins vegar að synda alla leið en hann varð að hætta síðasta sumar þegar tæpir þrír kílómetrar eru eftir. Þess má geta að til að ná á milli stranda geta menn þurft að synda fimmtíu kílómetra. - jse Fyrsta sjósundslandslið Íslands hefur æfingar: Synda fimmtíu kílómetra SJÓSUNDSLANDSLIÐIÐ Tvær konur eru í sjósundslandsliðinu en tíu karlar. DÓMSMÁL „Við fórum yfir þetta mál á sínum tíma, þegar það kom upp, og við höfðum að sjálfsögðu hug á því að verja hagsmuni íbúa Seltjarnarness. Ég lít svo á að það sé skylda sveitarfélaga að verja hagsmuni skattgreiðenda í þessu máli,“ segir Jónmundur Guðmars- son, bæjarstjóri Seltjarnarness, en nokkur sveitarfélög íhuga að fara í skaðabótamál vegna samráðs olíu- félaganna Skeljungs, Olís og Kers, áður Olíufélagsins. Dómur sem féll í Hæstarétti 30. apríl í máli Sigurðar Hreinssonar gegn Keri, þar sem Sigurði voru dæmdar fimmtán þúsund krónur í bætur vegna samráðsins, er að mörgum talinn gefa fordæmi um að allir sem eiga gögn um viðskipti sín við olíufélögin á árunum 1993 til og með meirihluta árs 2001, hafi forsendur til þess að fara í mál og krefjast skaðabóta. Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjar stjóri á Akureyri, segir bæjar stjórnina vera að skoða málið með það í huga að verja hagsmuni íbúa sveitarfélagsins. „Það var farið vel yfir þetta á sínum tíma og þá var fyrir hendi réttaróvissa sem nú hefur verið leyst úr með dómi. Við munum fara vandlega yfir það hvort for- sendur séu fyrir málsókn,“ segir Sigrún Björk. Eitt þeirra fyrirtækja sem nú er að skoða réttarstöðu sína í ljósi dóms Hæstaréttar er Icelandair. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins hefur ekki enn verið tekin ákvörðun um hvort af málsókn fyrir tækisins verður en meðal þess sem kemur til greina er að semja um frekari afsláttarkjör á kaupum á eldsneyti í stað málsóknar. Í samtali við Fréttablaðið útilok- aði Gunnar Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs, ekki málsókn vegna samráðsins og sagði málið vera í skoðun. Lögfræðistofa Reykjavíkur vinnur að undirbúningi mála á þriðja hundrað einstaklinga og lít- illa fyrirtækja vegna samráðs olíu- félaganna. Hugsanlegt er að olíu- félögin semji um lyktir málsins en ekkert er þó ljóst um það enn. Mál íslenska ríkisins gegn olíu- félögunum vegna samráðs þeirra fyrir útboð á vegum Landhelgis- gæslunnar og lögreglunnar hefur ekki verið dómtekið enn. Málið hefur verið í undirbúningi frá því árið 2004, þegar olíufélögin voru sektuð um 1,5 milljarða af sam- keppnisyfirvöldum. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlög maður fer með málið fyrir hönd ríkisins. Eins og greint hefur verið frá í Fréttablaðinu hefur gagnaöflun fyrir kröfugerð í málinu tekið lengri tíma en reiknað var með í fyrstu, og hefur það öðru fremur tafið undirbúninginn. magnush@frettabladid.is Sveitarfélög verja hags- muni íbúa Mörg sveitarfélög íhuga að fara í skaðabótamál vegna samráðs olíufélaganna. Skylda sveitarfélaga að verja hagsmuni íbúa, segir bæjarstjóri Seltjarnarness. Bæjarstjórnir og fyrirtæki með málið til skoðunar. JÓNMUNDUR GUÐMARSSON SIGRÚN BJÖRK JAKOBSDÓTTIR TANKAR OLÍUFÉLAGANNA Réttaróvissu um hvort viðskiptavinir olíufélaganna geti fengið skaðabætur vegna samráðs olíufélaganna frá 1993 til og með meirihluta árs 2001 hefur verið eytt með hæstaréttardómi. Samkvæmt honum geta allir þeir sem eiga gögn um viðskipti sín gert kröfu um bætur vegna samráðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.