Fréttablaðið - 13.05.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 13.05.2008, Blaðsíða 34
 13. MAÍ 2008 ÞRIÐJUDAGUR10 ● fréttablaðið ● híbýli - svefnherbergi Ameríski vöruhönnuðurinn Paul Loebach sérhæfir sig í viðarhúsgögnum sem henta vel inni í svefnherbergi. Viðarhúsgögn eru hlýleg og notaleg í svefnher- bergið. Fallega rennt smáborð með áföstum vösum færi vel sem náttborð við höfðalagið á rúminu og hægt að smeygja blómi í vasann að morgni dags. Fötin sem ekki fara í taukörfuna er hægt að hengja á stiga sem hallast einfaldlega upp að vegg eða leggja þau yfir stólbak. Ameríski vöruhönnuðurinn Paul Loebach rekur hönnunarstúdíó í New York og sérhæfir sig í hönnun viðarhúsgagna til fjöldaframleiðslu. Hann byggir hönnun sína á þekkingu fjölskyldu sinnar á tré og tækni en hann kemur af þýsk- um trésmiðum langt aftur í ættir. Húsgögnin hans bera vott um hlýju og rómantík í bland við húmor en hann segir mikilvægt að hlut- irnir hafi merkingu. Húsgögnin sýndi hann meðal annars á hönnunarvikunni í Mílanó nú í apríl og fékk góðar viðtökur. Á heimsíðu hönnuðarins, www.paul- loebach.com, má sjá myndir af fleiri verkum eftir hann. - rat Viður í svefnherbergið Spegillinn er skemmtilegur en það er engu líkara en hann hafi verið skorinn í tvennt. Fatastigi úr renndum við kemur skemmti- lega út í svefn- herberginu. Stóll með fallega renndum viðar- fótum og baki, sem gæti komið vel út í horni svefnherbergisins. Smáborð með áföstum blóma- vösum. ● VAKNAÐU MEÐ STÆL Nú á dögum eru margir hættir að fjárfesta í vekjara- klukkum og láta farsímann þess í stað vekja sig, og fara þannig á mis við margar flott- ar klukkur. Ein flott klukka er Retro iPod vekjaraklukkan sem er ansi skemmtilega hönnuð. Nánast allar gerðir iPoda passa í klukkuna og er einn kostur hennar sá að hún hleður iPodinn á meðan eig- andinn sefur. Er hann fullhlað- inn daginn eftir. Klukkurnar fást í nokkrum litum, gráu, hvítu og bleiku. Stafl a má allt að 40 stólum á vagna. STACCO er þægilegur og endingargóður stóll. Fæst með krómaðri eða litaðri grind. Mikið úrval áklæða. STÁLIÐJAN ehf, Smiðjuvegi 5, 200 Kópavogur Sími: 564 5885 Fax: 564 5886 E-mail: einar@stalidjan.is Söluaðilar: Pennin h/f, Hallarmúla 2-4, Reykjavík Á. Guðmundsson ehf, Bæjarlind 8-10, Kópavogi E.G. Skrifstofuhúsgögn ehf, Ármúla 22, Reykjavík Toscana húsgagnaverslun, Smiðjuvegi 2, Kópavogur Innx Innréttingar ehf, Faxafeni 8, Reykjavík STACCO Hönnuður: Pétur B. Lúthersson FHI Hönnunarár: 1980 Stóllinn hefur farið sigurför á íslenskum markaði í 28 ár og er ennþá jafnvinsæll og í byrjun. Stáliðjan ehf í Kópavogi hefur framleitt STAC- CO síðan 1989, en um 10 ára skeið var hann ennfremur framleiddur í Danmörku á framleiðsluleyfi og seldur víða um heim. STACCO er sannkallaður fjölnotastóll eins og reynslan hefur sýnt. Hann hentar vel í biðstofur, kaffi - og veitingahús, sjúkrahús, skóla, fundarherbergi, ráðstefnusali, fyrirlestrasali, safnaðarheimili og skrifstofur. Hann sómir sér líka vel við borðstofuborðið heima. STACCO stóllinn hefur verið seldur í yfi r 200.000 eintökum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.