Fréttablaðið - 13.05.2008, Page 34

Fréttablaðið - 13.05.2008, Page 34
 13. MAÍ 2008 ÞRIÐJUDAGUR10 ● fréttablaðið ● híbýli - svefnherbergi Ameríski vöruhönnuðurinn Paul Loebach sérhæfir sig í viðarhúsgögnum sem henta vel inni í svefnherbergi. Viðarhúsgögn eru hlýleg og notaleg í svefnher- bergið. Fallega rennt smáborð með áföstum vösum færi vel sem náttborð við höfðalagið á rúminu og hægt að smeygja blómi í vasann að morgni dags. Fötin sem ekki fara í taukörfuna er hægt að hengja á stiga sem hallast einfaldlega upp að vegg eða leggja þau yfir stólbak. Ameríski vöruhönnuðurinn Paul Loebach rekur hönnunarstúdíó í New York og sérhæfir sig í hönnun viðarhúsgagna til fjöldaframleiðslu. Hann byggir hönnun sína á þekkingu fjölskyldu sinnar á tré og tækni en hann kemur af þýsk- um trésmiðum langt aftur í ættir. Húsgögnin hans bera vott um hlýju og rómantík í bland við húmor en hann segir mikilvægt að hlut- irnir hafi merkingu. Húsgögnin sýndi hann meðal annars á hönnunarvikunni í Mílanó nú í apríl og fékk góðar viðtökur. Á heimsíðu hönnuðarins, www.paul- loebach.com, má sjá myndir af fleiri verkum eftir hann. - rat Viður í svefnherbergið Spegillinn er skemmtilegur en það er engu líkara en hann hafi verið skorinn í tvennt. Fatastigi úr renndum við kemur skemmti- lega út í svefn- herberginu. Stóll með fallega renndum viðar- fótum og baki, sem gæti komið vel út í horni svefnherbergisins. Smáborð með áföstum blóma- vösum. ● VAKNAÐU MEÐ STÆL Nú á dögum eru margir hættir að fjárfesta í vekjara- klukkum og láta farsímann þess í stað vekja sig, og fara þannig á mis við margar flott- ar klukkur. Ein flott klukka er Retro iPod vekjaraklukkan sem er ansi skemmtilega hönnuð. Nánast allar gerðir iPoda passa í klukkuna og er einn kostur hennar sá að hún hleður iPodinn á meðan eig- andinn sefur. Er hann fullhlað- inn daginn eftir. Klukkurnar fást í nokkrum litum, gráu, hvítu og bleiku. Stafl a má allt að 40 stólum á vagna. STACCO er þægilegur og endingargóður stóll. Fæst með krómaðri eða litaðri grind. Mikið úrval áklæða. STÁLIÐJAN ehf, Smiðjuvegi 5, 200 Kópavogur Sími: 564 5885 Fax: 564 5886 E-mail: einar@stalidjan.is Söluaðilar: Pennin h/f, Hallarmúla 2-4, Reykjavík Á. Guðmundsson ehf, Bæjarlind 8-10, Kópavogi E.G. Skrifstofuhúsgögn ehf, Ármúla 22, Reykjavík Toscana húsgagnaverslun, Smiðjuvegi 2, Kópavogur Innx Innréttingar ehf, Faxafeni 8, Reykjavík STACCO Hönnuður: Pétur B. Lúthersson FHI Hönnunarár: 1980 Stóllinn hefur farið sigurför á íslenskum markaði í 28 ár og er ennþá jafnvinsæll og í byrjun. Stáliðjan ehf í Kópavogi hefur framleitt STAC- CO síðan 1989, en um 10 ára skeið var hann ennfremur framleiddur í Danmörku á framleiðsluleyfi og seldur víða um heim. STACCO er sannkallaður fjölnotastóll eins og reynslan hefur sýnt. Hann hentar vel í biðstofur, kaffi - og veitingahús, sjúkrahús, skóla, fundarherbergi, ráðstefnusali, fyrirlestrasali, safnaðarheimili og skrifstofur. Hann sómir sér líka vel við borðstofuborðið heima. STACCO stóllinn hefur verið seldur í yfi r 200.000 eintökum

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.