Fréttablaðið - 25.05.2008, Page 6
6 25. maí 2008 SUNNUDAGUR
Ferðaskrifstofa
25. júní í 7 nætur (8 sæti lau
s). Innifalið:
Flug, fl ugvallaskattar, gistin
g og íslensk fararstjórn.
LANDBÚNAÐUR Framleiðsla af kjöti
var 33,4 prósent meiri í apríl en í
sama mánuði í fyrra. Framleidd
voru 1.777 tonn af kjöti af öllum
gerðum, að því er fram kemur á
vef Bændasamtaka Íslands.
Sala á kjöti jókst um 14,4
prósent í mánuðinum samanborið
við apríl í fyrra. Alls keyptu
landsmenn 2.237 tonn af kjöti.
Sala á alifuglakjöti jókst mest á
síðastliðnu ári, um 12,1 prósent.
Sala á nautakjöti jókst um 10,7
prósent og svínakjötssala jókst
um 2,7 prósent. Á sama tíma
dróst sala á kindakjöti saman um
2,9 prósent og hrossakjötssala
dróst saman um 8 prósent. - bj
Aukin sala á kjöti í apríl:
Þriðjungs aukn-
ing í framleiðslu
SLÁTRAÐ Sala á kindakjöti hefur dregist
saman um 2,7 prósent á síðastliðnu ári.
FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
FLUGMÁL „Hér er algert ófremdar-
ástand,“ segir Jón Baldvin Páls-
son, flugvallarstjóri á Reykja-
víkur flugvelli, um skort á
flugskýlum við völlinn.
Jón Baldvin segir nú liggja fyrir
fjölmargar umsóknir um lóðir
undir flugskýli sem samtals
myndu nema á bilinu 30 til 35 þús-
und fermetrum að flatarmáli.
Þessar umsóknir fáist ekki
afgreiddar.
„Við höfum unnið núna í eitt og
hálft ár með skipulagsstjóra
Reykjavíkurborgar og hönnuðum
að tillögum um hvernig flugvöllur-
inn gæti fallið inn í borgarskipu-
lagið en það mál er enn á byrjunar-
reit,“ segir Jón.
Ástæðan er óvissa innan borgar-
stjórnarinnar um framtíð flug-
vallarins í Vatnsmýrinni. Jón
segir gríðarlega aðkallandi fyrir
þá sem eru í flugrekstri að fá við-
unandi aðstöðu við flugvöllinn.
„Menn eru alls ekki að biðja um
meira en þeir þurfa og sætta sig
við að fá aðeins bráðabirgðaleyfi
en það fást samt engar úrlausnir
frá borginni. Starfsemi vallarins
er því verulega skert og eiginlega
í járnum,“ lýsir Jón, sem kveður
aðstöðuleysið hafa mjög neikvæð-
ar afleiðingar.
„Við hjá Flugstoðum erum til
dæmis með rándýr snjóruðnings-
tæki og önnur tæki til viðhalds á
vellinum sem við komum ekki í
hús. Þetta þýðir að líftími þessara
tækja er fimm til tíu árum styttri
en eðlilegt er,“ útskýrir vallar-
stjórinn.
Jón nefnir sem dæmi að Flug-
félag Íslands sé hverju sinni með
þrjár til fjórar flugvélar sem kom-
ist ekki í hús. „Í slæmum veðrum
þarf alltaf að óttast um vélarnar.“
Annað dæmi er þyrlufyrirtækin
Norðurflug og Þyrluþjónustan,
sem Jón segir bæði hafa árangurs-
laust sótt um lóðir og glíma við
algert neyðarástand. „Þau eru
hreinlega á gaddinum með sínar
vélar.“
Þá segir Jón að Landhelgis-
gæsluna vanti sárlega meira hús-
næði. Og meðal þeirra sem eru
ónefndir eru eigendur einka-
þotna. Jón segir meira en tíu
slíkar þotur vera gerðar út héðan.
Fæstar þeirra hafi húsaskjól. Auk
þess sé lítið pláss úti við til að
taka á móti öðrum slíkum vélum
frá útlöndum því það vanti ein-
faldlega stæði.
„Hér á vellinum eru milljarða
tæki sem velkjast um fyrir veðri
og vindum. Vélarnar fara illa á
þessu og þurfa því meira viðhald.
Þetta er verulega slæmt,“ segir
flugvallarstjórinn.
gar@frettabladid.is
Flugvallarstjóri segir
ófremdarástand ríkja
Flugvallarstjóri segir umsóknir um 35 þúsund fermetra af flugskýlum á Reykja-
víkurflugvelli ekki fást afgreiddar. Skipulagsvinna sé enn á byrjunarreit þrátt
fyrir langa yfirlegu. Tæki fyrir milljarða fái ekki skjól fyrir veðri og vindum.
GAMALL HÚSAKOSTUR Flugvallarstjórinn segir þau fjögur stóru flugskýli sem eru á Reykjavíkurflugvelli öll vera frá stríðsárunum.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Hert landamæragæsla
Vegna Evrópumótsins í knattspyrnu
sem fram fer í Austurríki og Sviss í
júní í sumar hafa austurrísk yfir-
völd tilkynnt að tekið verði upp
persónu eftirlit á öllum landamærum
landsins frá 2. júní til 1. júlí. Því þurfa
Íslendingar sem ferðast til Austurríkis
á þessum tíma að framvísa vega-
bréfum.
AUSTURRÍKI OG SVISS
UMHVERFISMÁL „Niðurstaðan er að
túlkun okkar á úrskurði ráðherra er
rétt,“ segir Ólafur Áki Ragnarsson,
bæjarstjóri í Ölfusi, sem á miðviku-
daginn átti fund með Þórunni Svein-
bjarnardóttur umhverfisráðherra
um úrskurð hennar vegna starfs-
leyfis fiskþurrkunarverksmiðju
Lýsis í Þorlákshöfn.
Ólafur segir Lýsi þurfa að setja
upp hreinsibúnað sem uppfylli
ströngustu skilyrði um hreinsun
lyktarmengunar.
„Ef fyrirtækið uppfyllir ekki
þessi skilyrði þá er það túlkun ráðu-
neytisins að heilbrigðiseftirlitið
geti ekki veitt því leyfi.“ Á fundinum
var farið yfir mál fiskþurrkunar-
verksmiðjunnar og samskiptin við
sveitarfélagið. Einnig var rætt
hvernig túlka bæri úrskurðinn sem
ráðherra gaf um starfsleyfið á
sínum tíma.
Nýtt starfsleyfi var auglýst hjá
Heilbrigðiseftirliti Suðurlands og
er það byggt á úrskurði ráðherra.
„Ráðherra setti ákveðin skilyrði í
þann úrskurð sem er meiningar-
munur milli sveitarfélagsins og
Heilbrigðiseftirlitsins um hvernig
skuli uppfylla,“ segir Ólafur, sem
telur að á fundinum hafi því ráð-
herra staðfest að skilningur bæjar-
stjórnarmanna í Ölfusi sé réttur.
„Við trúum því ekki að þetta
verði nokkurt vandamál núna eftir
að lyktarmengun í Bitruvirkjun
getur truflað íbúa í sex kílómetra
fjarlægð og vatnsverksmiðjan, sem
er nú það heilbrigðasta sem við
sjáum hér á landi, þarf að fara í
umhverfismat.“ - ovd
Starfsleyfi fiskþurrkunarverksmiðju Lýsis ekki endurnýjað:
Lýsi þarf nýjan hreinsibúnað
FISKÞURRKUN LÝSIS Í ÞORLÁKSHÖFN
Frestur til að skila inn athugasemdum
vegna starfsleyfis verksmiðjunnar rennur
út 29. maí næstkomandi. MYND/GKS
BANDARÍKIN, AP Fyrir orrustuflugmenn er vandinn
við að svara kalli náttúrunnar jafngamall vélknúnu
flugi. Innilokaðir og niðurnjörvaðir í sérsmíðaða
flugmannsstóla sína geta þeir ekki staðið upp og
farið á salernið þar sem þeir þjóta um háloftin á
meira en þúsund kílómetra hraða.
Í gegnum tíðina hafa flugmenn því notast við
flöskur og poka, eða einfaldlega haldið í sér. Margir
forðast að drekka vökva áður en þeir stíga um borð
eða sjá til þess að blaðran sé tóm þegar lagt er í
hann. Þetta hefur skapað hættu á vökvaskorti í
líkamanum, sem er slæmt þar sem orrustuflug-
menn þurfa að þola mikla hliðarkrafta. Að minnsta
kosti tvö dæmi eru um að F-16-orrustuþota hafi
hrapað vegna ólánsamlegra tilrauna flugmanna til
að létta á blöðrunni.
Nú hefur fyrirtæki í Vermont hannað búnað sem
á að leysa þennan vanda og gera flugmönnum,
hvort sem þeir eru karl- eða kvenkyns, kleift að
kasta af sér vatni án þess að það trufli þá við vinnu
sína þar sem þeir þurfa á allri sinni einbeitingu að
halda. Búnaðurinn er saumaður inn í sérsniðnar
nærbuxur og leiðir þvagið um slöngu sem er tengd
dælu í þar til gert ílát. Búnaðurinn kostar sem
svarar um 150.000 kr. á hvern flugmann. - aa
FRAMFÖR Nýi búnaðurinn gerir orrustuflugmönnum lífið létt-
ara. NORDICPHOTOS/AFP
„21. aldar-lausn“ á vanda sem orrustuflugmenn hafa alla tíð átt við að etja:
Gert kleift að kasta vatni á flugi
KÍNA, AP Kínversk stjórnvöld telja
að yfir 80.000 manns hafi farist í
jarðskjálftanum sem reið yfir
landið fyrir
tveimur vikum
og hafa
leitarmenn nær
gefið upp von
um að finna
fleiri á lífi.
Aðalritari
Sameinuðu
þjóðanna, Ban
Ki-moon,
heimsótti skjálftasvæðið stutt-
lega í gær, strax eftir dvöl sína á
hamfarasvæðum í Búrma. Hann
lofaði aðstoð Sameinuðu þjóðanna
og sagðist bíða upplýsinga frá
kínverskum stjórnvöldum um
hvernig mætti koma til aðstoðar.
„Ef við leggjum hart að okkur
munum við komast í gegnum
þetta,“ sagði Ban við kínversku
þjóðina. „Heimurinn stendur með
ykkur og styður ykkur.“ - sgj
Ban Ki-moon lofar aðstoð:
Yfir 80.000 dóu
í skjálftanum
BAN KI-MOON
Sigrar Ísland í Eurovision?
Já 27%
Nei 73%
SPURNING DAGSINS Í DAG
Tókst þú þátt í símakosningu
Eurovision?
Yngri leigja í stað eldri
Enginn sótti um tvær lausar leigu-
íbúðir fyrir tekju- og eignalága eldri
borgara í Álfagerði í Vogum. Þar sem
eftirspurn meðal þessa hóps er engin
sem stendur samþykkti bæjarráðið
að leigja íbúðirnar til annarra en eldri
borgara.
VOGAR
KJARAMÁL „Ef ekki nást samning-
ar á morgun [í dag] er komið upp
mjög mikið óvissuástand um
framtíð þessara viðræðna,“
segir Ögmundur Jónasson,
formaður BSRB, um yfirstand-
andi samningaviðræður við
ríkið.
„Við höfum spilað út okkar
óskum og kröfum. Ríkið hefur
komið með tilboð sem við teljum
ekki ásættanlegt að öllu leyti en
það er spurning hvort menn geti
náð niðurstöðu sem er ásættan-
leg fyrir báða,“ segir Ögmundur.
„Allar staðreyndir eru á borðinu
og það er komið að ögurstundu.
Ég vona sannarlega að við náum
niðurstöðu því það væri mjög
bagalegt að fara samningslaus
inn í sumarið.“ - gar
Formaður BSRB:
Ögurstund í
kjaraviðræðum
DANMÖRK Þrír drengir á unglings-
aldri dóu og sá fjórði slasaðist illa
þegar þeir veltu herflutningabíl
sem þeir keyrðu yfir engi á
eyjunni Als í Danmörku í gær.
Þetta kom fram á danska frétta-
vefnum BT.dk.
Drengirnir höfðu fengið bílinn
að láni frá eiganda hans til að fara
í kappakstur. Kappaksturinn
endaði illa, en drengirnir köstuð-
ust út úr bílnum þegar hann valt
niður í skurð. „Þetta er mjög
sorglegt slys,“ sagði vaktstjóri
lögreglunnar á Norður-Jótlandi.
Á annan klukkutíma tók að losa
drengina úr bílnum og koma þeim
á sjúkrahús. - sgj
Þrír unglingar létust:
Veltu hertrukk
í kappakstri
KJÖRKASSINN