Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.05.2008, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 25.05.2008, Qupperneq 12
12 25. maí 2008 SUNNUDAGUR UMRÆÐAN Andri Óttarsson og Skúli Helgason skrifa um ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylk- ingar Nú er eitt ár liðið frá því að ríkis stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar var mynduð á Þingvöllum með undirritun stjórnar sáttmálans. Myndun þess- arar ríkisstjórnar sætti nokkrum tíðindum enda er um að ræða sam- starf tveggja stærstu stjórnmála- flokka landsins og andstæðra póla í íslenskum stjórnmálum. Miklar sviptingar á alþjóðleg- um fjármálamörkuðum hafa sett sterkan svip á árið og verið eitt vandasamasta viðfangsefni for- ystumanna ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin hefur notið þess mjög í þeirri orrahríð að hafa traustan þingmeirihluta og vera skipuð dugandi einstaklingum. Þrátt fyrir utanaðkomandi ógn- anir hefur ríkisstjórnin unnið ótrauð að því að efna skuldbind- ingar sínar. Athugun okkar leiðir í ljós að um 80-90% þeirra verk- efna sem tilgreind eru í stjórnar- sáttmálanum eru komin til fram- kvæmda eða á góðan rekspöl. Þetta hlýtur að teljast afar góður árangur þegar svo skammt er liðið á kjörtímabilið og undirstrik- ar að ríkisstjórnin hefur vilja og styrk til að koma hlutum í verk. Í þessari grein viljum við vekja athygli á stöðu þeirra meginverk- efna sem samið var um í stjórnar- sáttmálanum. Traust og ábyrg efnahagsstjórn Brýnasta verkefni ríkisstjórnar- innar er að tryggja jafnvægi í efnahagslífinu. Áhrif hinnar alþjóðlegu fjármálakreppu hafa þyngt róðurinn en þó ber að hafa í huga að skuldlaus ríkissjóður og öflugt lífeyrissjóðakerfi gerir okkur mun betur í stakk búin að takast á við tímabundnar þreng- ingar. Nýlegir gjaldeyrisskipta- samningar við norrænu seðla- bankana eru til marks um að sterk staða ríkissjóðs skapar okkur traust á alþjóðavettvangi. Fram undan eru frekari aðgerðir til að treysta varnir þjóðarbúsins út á við. Ríkisstjórnin hefur fylgt þeirri stefnu að stórframkvæmdir, skattkerfisbreytingar og aðrar hagstjórnaraðgerðir verði tíma- settar í ljósi markmiða um efna- hagslegan stöðugleika. Komið hefur verið á fót samráðsvett- vangi ríkisstjórnar, aðila vinnu- markaðarins, og sveitarfélaga um aðgerðir og langtímamarkmið á sviði efnahags-, atvinnu-, og félagsmála. Forgangsverkefni þessa samráðs er að grípa til aðgerða til að stemma stigu við verðbólgu. Orkumikið atvinnulíf Mat ríkisstjórnarinnar er að íslenskt atvinnulíf muni einkenn- ast í sívaxandi mæli af þekkingar- sköpun og útrás og í stjórnarsátt- málanum kemur m.a. fram að ríkis stjórnin vilji skapa kjörskil- yrði fyrir áframhaldandi vöxt, útflutning og útrás íslenskra fyrir- tækja. Í því skyni hafa framlög til Rannsóknarsjóðs og Tækni þróunar- sjóðs verið hækkuð verulega. Árangur Íslendinga í nýtingu jarðhita til orkuöflunar hefur vakið athygli á alþjóðavettvangi og mörg verkefni eru í undirbún- ingi víða um heim á vegum íslenskra orkufyrirtækja. Nýtt frumvarp til orkulaga bíður nú afgreiðslu vorþings en þar er m.a. tryggt að orkuauðlindir í opin- berri eigu verði það áfram. Ríkisstjórnin hefur hrundið af stað átaki í neytendamálum og réttindi neytenda hafa verið bætt á ýmsum sviðum svo sem varð- andi innheimtu seðilgjalda, upp- greiðslugjalds og FIT-kostnaðar. Þá er nýtt frumvarp um greiðslu- aðlögun fyrir almenning í undir- búningi. Fjárveitingar til Sam- keppniseftirlitsins hafa verið hækkaðar um 31% í því skyni að efla heilbrigða samkeppni. Ríkisstjórnin stefnir að því að tryggja að alþjóðleg þjónustu- starfsemi og fjármálaþjónusta geti áfram vaxið og haft höfuð- stöðvar sínar á Íslandi. Gripið hefur verið til ýmissa aðgerða og má t.d. nefna boðaða lækkun skatta á fyrirtæki, lög um sér- tryggð skuldabréf og skráningu verðbréfa í erlendri mynt og lög um skattfrelsi hagnaðar af sölu hlutabréfa. Í því skyni að auka traust á íslenskum fjármálamark- aði hafa fjárveitingar til Fjár- málaeftirlitsins verið hækkaðar um 56%. Ríkisstjórnin tók þá erfiðu ákvörðun síðastliðið sumar að skera þorskveiðiheimildir veru- lega niður í samræmi við ráðlegg- ingar Hafrannsóknastofnunar. Stofnuninni var á sama tíma falið að gera tillögur um hvernig efla megi rannsóknir og aðgerðir til uppbyggingar þorskstofninum. Hvetjandi skattaumhverfi Skattar einstaklinga munu lækka með um 7.000 króna hækkun per- sónuafsláttar á kjörtímabilinu. Áður hafði verið ákveðið að per- sónuafsláttur hækki árlega í takt við vísitölu neysluverðs. Þetta þýðir að skattleysismörk munu hækka um 20 þúsund krónur umfram þróun verðlags. Skattar fyrirtækja verða lækkaðir úr 18% í 15%. Ríkisstjórnin hefur einnig hafist handa við að afnema stimpilgjöld og er fyrsta skrefið stigið í sumar með afnámi þeirra af lánum fyrir fyrstu íbúða kaup- endur og verður haldið áfram á þeirri braut þegar aðstæður leyfa. Boðaðar aðgerðir ríkis- stjórnarinnar í skattamálum, hækkun skerðingarmarka barna- bóta og hækkun eignaskerðingar- marka vaxtabóta koma ekki síst lágtekju- og millitekjufólki til góða. Markviss ríkisrekstur Í samræmi við stjórnarsáttmál- ann hefur verið unnið að einföld- un og nútímavæðingu stjórnsýsl- unnar. Öll ráðuneytin hafa gert aðgerðaráætlanir í því skyni að einfalda regluverk og minnka skriffinnsku. Jafnframt verður notkun upplýsingatækni aukin samkvæmt nýrri stefnu ríkis- stjórnarinnar sem nefnist Net- ríkið Ísland. Leiðarljós hennar er að þjónusta hins opinbera verði notendavæn og skilvirk. Barnvænt samfélag Ríkisstjórnin leggur sérstaka áherslu á börn og unglinga og er heildstæð aðgerðaráætlun í mál- efnum þeirra komin til fram- kvæmda. Skerðingarmörk barna- bóta verða hækkuð um 50% á næstu tveimur árum. Tekjuskerð- ingarhlutföll vegna annars og þriðja barns verða jafnframt lækkuð á þessu ári en þessar aðgerðir fela í sér að jafnaði um 20% hækkun barnabóta. Fyrsta barnaverndaráætlun Íslandssögunnar hefur verið lögð fram og bíður afgreiðslu Alþingis. Mótuð hefur verið aðgerðaáætlun um bætta tannvernd barna. Á þessu ári verður þjónusta aukin við börn innflytjenda, langveik börn, börn með hegðunarvanda- mál, geðraskanir og þroskafrávik. Þá voru nýlega samþykkt lög um aukinn stuðning við foreldra lang- veikra eða alvarlega fatlaðra barna. Fjármagni hefur verið varið í aðgerðir til að vinna á bið- listum hjá Greiningar- og ráðgjaf- arstöð ríkisins. Bættur hagur aldraðra og öryrkja Ríkisstjórnin leggur ríka áherslu á að styrkja stöðu aldraðra og öryrkja. Hún hefur varið einum milljarði króna til að hraða upp- byggingu 400 hjúkrunarrýma fyrir aldraða og fjölga einbýlum. Ákveðið hefur verið að afnema að fullu tekjutengingu launatekna við lífeyri 70 ára og eldri. Frí- tekjumark fólks á aldrinum 67-70 ára hækkar úr 25 þúsund í 100 þúsund á mánuði frá og með 1. júlí næstkomandi. Skerðing trygg- ingabóta öryrkja vegna tekna maka var að fullu afnumin hinn 1. apríl síðastliðinn sem og hjá elli- lífeyrisþegum 70 ára og eldri. Þá verða skerðingarmörk lækkuð í 35% 1. júlí næstkomandi. Ríkis- valdið mun tryggja þeim ellilíf- eyrisþegum sem hafa takmarkað- an eða engan rétt til eftirlauna úr lífeyrissjóði uppbót á eftirlaun sem svarar allt að 25 þúsund krón- ur á mánuði og verða fyrstu greiðslur samkvæmt þessu inntar af hendi í ágúst á þessu ári. Með þessum aðgerðum batnar veru- lega hagur þeirra lífeyrisþega sem lægstar hafa tekjurnar. Nefnd vinnur nú að heildarend- urskoðun á almannatrygginga- kerfinu og skoðar m.a. hvort undan skilja megi hluta af lífeyris- sjóðstekjum eldri borgara skerð- ingum í almannatryggingarkerf- inu. Niðurstöðu er að vænta í haust. Ríkisstjórnin hefur hafist handa við að stórauka starfsendurhæf- ingu í samstarfi við aðila vinnu- markaðarins og setja upp nýtt matskerfi vegna örorku og starfs- getu. Jafnrétti í reynd Jafnréttismál eru eitt helsta for- gangsmál ríkisstjórnarinnar. Ný jafnréttislög hafa verið samþykkt sem miða að jöfnum áhrifum kvenna og karla í samfélaginu og jafnframt að vinna gegn launa- misrétti og annarri kynbundinni mismunun á vinnumarkaði. Í lög- unum er tryggður réttur launa- fólks til að skýra frá launakjörum sínum ef það svo kýs. Úrræði kærunefndar og jafnréttisstofu eru jafnframt efld auk þess sem hafinn er undirbúningur að vott- un launajafnréttis. Fjárveitingar til jafnréttismála hafa verið aukn- ar um 60 milljónir króna á ári. Ríkisstjórnin hefur sett sér það markmið að minnka óútskýrðan kynbundinn launamun hjá ríkinu um helming fyrir lok kjörtíma- bilsins. Í því skyni hefur þremur nefndum verið komið á fót til að endurmeta kjör hefðbundinna kvennastétta hjá hinu opinbera og jafna stöðu kvenna og karla í nefndum og stjórnunarstöðum á vegum ríkisins. Lagt hefur verið fram frum- varp sem veitir trúfélögum heim- ild til að staðfesta samvist sam- kynhneigðra. Unnið er að endurskoðun á eftir- launakjörum alþingismanna og ráðherra með það fyrir augum að meira samræmi verði komið á í lífeyrismálum ráðamanna og almennings. Menntakerfi í fremstu röð Fjárframlög til mennta og rann- sókna hækka um tæplega 17% á þessu ári í samræmi við áheit stjórnarsáttmálans um áfram- haldandi fjárfestingar á þessu sviði. Lögð hafa verið fram fjögur frumvörp sem fela í sér heildar- endurskoðun á skólakerfinu frá leikskóla upp í framhaldsskóla. Í þeim er lögð áhersla á sveigjan- leika og fjölbreytni í námsvali. Jafnframt er lögð áhersla á að efla list- og verkmenntun og náms- og starfsráðgjöf auk þess sem gæðaeftirlit er aukið á öllum skólastigum. Í frumvörpunum eru jafnframt fjölmörg ákvæði sem auka faglegt og rekstrarlegt sjálf- stæði skóla og minnka miðstýr- ingu. Sem dæmi má nefna að framhaldsskólar ákveða nú sjálfir hvaða námsbrautir þeir bjóða upp á í stað þess að slíkt sé bundið í lög. Frumvarp um menntun og ráðn- ingu kennara felur í sér að til framtíðar eru gerðar kröfur til kennara um meistaranám á öllum skólastigum. Með sameiningu HÍ og KHÍ aukast námsmöguleikar kennaranema verulega. Til að efla fullorðinsfræðslu innan skólakerfisins og á vinnu- markaði mun ríkisstjórnin auka framlög til símenntunar og full- orðinsfræðslu. Örugg heilbrigðisþjónusta og vímuvarnir Ríkisstjórnin tók ákvörðun um að leggja stóraukna áherslu á for- varnir og stuðla að heilbrigðari lífsháttum. Sumarið 2007 var unnin aðgerðaáætlun vegna geð- heilbrigðisþjónustu við börn og unglinga og í kjölfarið var ákveð- ið að veita samtals 150 milljónum króna til ákveðinna verkefna á árunum 2007 og 2008. Gert er ráð fyrir að í árslok 2008 verði bið- listi eftir þjónustu barna- og ungl- ingageðdeildar innan ásættan- legra marka. Á næstunni verður kynnt sérstök heilsustefna til næstu ára og aðgerðaáætlun þar að lútandi. Frá því að ríkisstjórnin tók við völdum hefur náðst sparnaður í lyfjakostnaði upp á einn milljarð króna með sameiginlegum útboð- um, lyfjalistum og samstarfi við Norðurlönd um markaðsleyfi. Ríkisstjórnin hefur lagt fram nýtt frumvarp um sjúkratrygg- ingarstofnun sem mun sjá um innkaup á heilbrigðisþjónustu á Kraftmikil umbótastjórn FUNDUR RÍKISRÁÐS Á BESSASTÖÐUM „Þótt flokkarnir tveir hafi mismunandi áherslur eru þeir samtaka um að leiða þjóðina inn í nýtt tímabil jafnvægis og spennandi tæki- færa,“ segir meðal annars í greininni. ANDRI ÓTTARSSON SKÚLI HELGASON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.