Fréttablaðið - 25.05.2008, Page 16
16 25. maí 2008 SUNNUDAGUR
Þ
að var greinilegt að
aðdáendur Gwyneth
Paltrow höfðu raðað
sér upp við rauða
dregilinn þegar Two
Lovers var frum-
sýnd. Gwyneth mætti í sínu fínasta
Hollywood-pússi með Valentino
upp á arminn og pósaði fyrir ljós-
myndara milli þess sem hún gaf
eiginhandaráritanir. Gwyneth
Paltrow þarf varla að kynna fyrir
lesendum en hún skaust fljótt upp
á stjörnuhimininn í Hollywood og
hlaut Óskarsverðlaun fyrir Shake-
speare in Love ung að aldri. Í kjöl-
farið fylgdi hver stórmyndin á
fætur annarri. Gwyneth tók sér
síðan nokkurra ára hlé frá leik
þegar hún giftist rokkaranum
Chris Martin úr Coldplay og eign-
aðist með honum dótturina Apple
og soninn Moses.
Gwyneth mætti í viðtalið upp-
stríluð á hæstu hælum sem sést
hafa, lék á als oddi og leið greini-
lega vel með sjálfa sig og að vera
komin aftur í bransann. Leikstjór-
inn Jon Favreau fékk hana til að
snúa aftur á hvíta tjaldið og leika í
Iron Man sem var nýlega frum-
sýnd og næstur var James Gray
en Gwyneth leikur eitt aðalhlut-
verkið í mynd hans, Two Lovers,
sem frumsýnd var í Cannes. Eins
og titillinn gefur til kynna fjallar
myndin um Leonard, leikinn af
Joaquin Phoenix, sem á tvær ást-
konur, annars vegar Michelle,
leikin af Gwyneth Paltrow, og
Söndru, leikin af Vinessu Shaw. Til
að flækja málin enn frekar á
Michelle einnig í langvarandi
ástar sambandi við giftan mann.
„Þetta er í rauninni saga um þrá-
hyggju. Mín persóna er haldin þrá-
hyggju yfir kvæntum manni sem
kemur í veg fyrir hennar persónu-
lega þroska og hamingju. Hún er
ekki á þeim stað í lífinu andlega að
hún geti séð heildarmyndina og
komið sér út úr þessum vítahring
og endar þess vegna á slæmum
stað,“ segir Gwyneth um Michelle.
„Ég hef sjálf lent í svipuðum
aðstæðum og skil hvað Michelle
er að ganga í gegnum. Þegar ég
var miklu yngri var ég í sambandi
með manni sem var í eiturlyfjum
og drykkju og gat þess vegna ekki
verið til staðar. Ég skildi aldrei
hvers vegna hann var alltaf að
bregðast mér og þótt ég sé alin
upp af fólki sem þótti mjög vænt
um mig og lét mér líða vel með
sjálfa mig þá er mjög auðvelt að
byrja að hugsa, hvað er að mér?“
Ferskari og þroskaðri en áður
Eftir að hafa tekið þennan tíma til
að hvíla þig og eignast fjölskyldu,
finnst þér þú koma öflugri og
ferskari til baka?
„Ó já, takk fyrir,“ svarar Gwyn-
eth og hlær. „Ég vann allt of mikið
á bilinu tvítugs til þrítugs. Ég var
ekki búin að uppgötva að ég gæti
sagt nei og hélt stöðugt áfram,
tók að mér hvert hlutverkið á
Pabbi
minn
dó og
þremur
vikum síðar kynnt-
ist ég manninum
mínum og við eign-
uðumst tvö börn. Þá
skildi ég að ég átti líf
sem hafði ekkert með
Hollywood að gera.
Aftur á hvíta tjaldið
Nýjasta mynd James Gray, Two Lovers, tekur þátt í keppninni um Gullpálmann í Cannes. Leikkonurnar Gwyneth Paltrow og Vinessa
Shaw voru mættar til að kynna myndina en mótleikari þeirra, Joaquin Phoenix, komst ekki. Hanna Björk Valsdóttir hitti Gwyneth á
Martinez-hótelinu í Cannes daginn eftir frumsýningu.
STJARNA FRAM Í FINGURGÓMA Gwyneth Paltrow á rauða dreglinum í Cannes í síðustu viku en þar var sýnd myndin Two Lovers eftir James Gray. „Mín persóna er haldin þráhyggju yfir kvæntum manni sem kemur í veg
fyrir hennar persónulega þroska og hamingju,“ segir Paltrow um hlutverk sitt. NORDICPHOTOS/AFP
➜ GWYNETH PALTROW Í HNOTSKURN
Leikkonan Gwyneth Paltrow er
fædd árið 1972 í Los Angeles,
en foreldrar hennar voru vel
þekktir innan Hollywood-
bransans. Faðir hennar var
leikstjórinn Bruce Paltrow en
móðir hennar er verðlaunaleik-
konan Blythe Danner. Paltrow
flutti til Massachusetts ellefu
ára gömul og byrjaði þá að
fara í leiklistartíma. Árið 1991
hætti hún í námi í Háskólan-
um í Kaliforníu til þess að snúa
sér alfarið að leiklist. Fyrsta
hlutverk hennar í kvikmynd var
í Flesh and Bone árið 1993.
Hún vakti athygli í kvikmynd-
inni Seven árið 1995 en við
gerð myndarinnar kynntist
hún leikaranum Brad Pitt og
þau voru kærustupar í nokkur
ár. Hlutverkin sem komu
henni verulega á kortið voru í
kvikmyndum þar sem hún lék
breskar meyjar: i Emma árið
1996 og Shakespeare in Love
árið 1998 en hún fékk Óskars-
verðlaun fyrir þá síðarnefndu.