Fréttablaðið - 25.05.2008, Page 31

Fréttablaðið - 25.05.2008, Page 31
ATVINNA SUNNUDAGUR 25. maí 2008 157 www.marelfoodsystems.com Tækjaforritari Tækjaforritara vantar á tækjahugbúnaðarsvið til að vinna við þróun hugbúnaðar fyrir ýmiss konar tæki og lausnir fyrir matvælaiðnað. Um er að ræða skapandi starf sem krefst færni í hugbúnaðargerð þar sem meðal annars er fengist við myndgreiningarkerfi, servo-búnað og rauntímaforritun. Áhugasömum gefst kostur á að vinna með hópi sérfræðinga að hönnun nýrra tækja, allt frá hugmynd að uppsetningu hjá viðskiptavini og sjá afrakstur í verki. Starfinu fylgja ferðalög erlendis. Þú hefur: • reynslu af forritun, s.s. C/C++ • innsýn í stýriforritun • góða enskukunnáttu Við bjóðum: • þjálfun í forritunarmálum • afbragðs vinnuaðstöðu og mötuneyti • fjölskylduvænt vinnuumhverfi og sveigjanlegan vinnutíma • aðgang að íþróttaaðstöðu og gott félagslíf • styrki til símenntunar og íþróttaiðkunar Nánari upplýsingar um starf tækjaforritara veitir Aðalsteinn Víglundsson, vörustjóri, alliv@marel.is, í síma 563 8000. Fylla skal út umsóknir á heimasíðu Marel ehf., www.marel.is fyrir 3. júní nk. Öllum umsóknum verður svarað og fyllsta trúnaði heitið gagnvart umsækjendum. Marel ehf er dótturfélag Marel Food Systems hf sem er alþjóðlegt hátæknifyrirtæki í fararbroddi í þróun og framleiðslu tækja, hugbúnaðar og lausna fyrir matvælaiðnað. Hjá Marel Food Systems starfa yfir 2100 starfsmenn í 5 heimsálfum, þar af um 380 manns hjá Marel ehf á Íslandi. Laun samkvæmt gildandi samningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra. Umsóknareyðublöð fást í upplýsingum Fossvogi og Hringbraut, skrifstofu mannauðsmála Eiríksgötu 5, á heima- síðu www.landspitali.is. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar í störf á Landspítala. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Landspítali er reyklaus vinnustaður. Skrifstofumaður - Bókhald Fjármálasvið Landspítala óskar eftir að ráða reyndan starfsmann í fjárhagsbókhald. Nauðsynlegt er að starfs- maðurinn geti unnið sjálfstætt við bókhaldsverkefni og úrlausn ýmissa viðfangsefna við fjárhagsbókhald. Eftirfarandi kröfur eru gerðar til umsækjenda: • Stúdentspróf, verslunarpróf eða önnur sambærileg menntun. • Reynsla af störfum við fjárhagsbókhald • Sjálfstæði í störfum og framtakssemi í úrvinnslu verkefna • Hæfni í mannlegum samskiptum. Umsóknir berist fyrir 9. júní 2008 til Jónínu Birgisdóttur, deildarstjóra, LSH Eiríksgötu 5, netfang joninabi@landspitali.is, sími 543 1245 og veitir hún upplýsingar ásamt Bjarka Þór Baldvinssyni, verkefnastjóra, netfang bjarkiba@lsh.is V I L T U S T U Ð L A A Ð F R A M F Ö R U M Á Í S L A N D I ? Samtök atvinnulífsins (SA) leita að ungu fólki í námi sem vill leggja sitt af mörkum við að auka samkeppnishæfni lands og þjóðar. Ef þú býrð yfi r hugmynd sem getur bætt hag Íslendinga eða vilt greina sóknarfæri á sviði atvinnumála, efnahagsmála, vinnumarkaðsmála eða velferðarmála, þá viljum við heyra í þér. Fyrir réttu verkefnin eru í boði styrkir og hugsanlega vinnu- aðstaða í Húsi atvinnulífsins ásamt samstarfi við starfsmenn SA. Framsýnir og áhugasamir skili inn hugmynd ásamt nánari upplýsingum á einu A4 blaði til SA fyrir 7. júní næstkomandi. Samtök atvinnulífsins - Borgartúni 35 - 105 Reykjavík – www.sa.is Nánari upplýsingar veitir Hörður Vilberg hjá SA í síma 591-0005. KÓPAVOGSBÆR www.kopavogur.is Sérfræðingur í fjármáladeild • Kópavogsbær óskar eftir að ráða sér- fræðing í fjármáladeild á fjármála- og stjórnsýslusviði. Sérfræðingur í fjármáladeild mun m.a. vinna við ýmis fjárhagsuppgjör, gerð fjárhagsáætl- ana og hafa umsjón með upplýsingamiðlun úr fjárhagskerfum bæjarins. Menntunar- og hæfniskröfur: • Viðskiptafræðingur af fjármála- eða endurskoðunarsviði • Mjög góð excel kunnátta skilyrði • Góð þekking á Navision fjárhagskerfi • Sjálfstæð vinnubrögð og góðir sam- skiptahæfileikar Nánari upplýsingar veitir Guðrún Pálsdóttir, fjár- mála-og hagsýslustjóri Kópavogsbæjar í síma 5701500. gudrunp@kopavogur.is Umsóknum með ferilskrá skal skilað á rafrænu formi á netfangið starfsmannastjori@kopavogur.is Umsóknum skal skila fyrir 31. maí n.k. Starfsmannastjóri. Kennarar óskast í Strandabyggð ! Grunnskólinn á Hólmavík óskar eftir einum kennara til starfa í haust. Aðallega er um að ræða kennslu á miðstigi, en ýmislegt annað kemur til greina. Tónskólinn á Hólmavík óskar einnig eftir píanókennara til starfa skólaárið 2008 - 2009. Langar þig að fara út á land og vinna í 75 barna skóla þar sem réttindakennarar eru í hverri stöðu og aðstaða til íþróttaiðkunar og útivistar er frábær? Hér er grasið grænna. Hafðu samband! Umsóknarfrestur um báðar stöðurnar er til 15. júní 2008. Nánari upplýsingar gefa: Victor Örn Victorsson skólastjóri og Kristján Sigurðsson aðstoðarskólastjóri Grunnskólans á Hólmavík. í síma 451 - 3129 eða 862 - 3263.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.