Fréttablaðið - 25.05.2008, Side 42

Fréttablaðið - 25.05.2008, Side 42
ATVINNA 25. maí 2008 SUNNUDAGUR2618 Velferðasvið Leiðbeinandi í félagsstarfi Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Atvinnuauglýsingar má einnig skoða á heimasíðu Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/storf. Hjá símaveri Reykjavíkurborgar, 4 11 11 11 færð þú allar upplýsingar um þjónustu og starfsemi borgarinnar og samband við þá starfsmenn sem þú þarft að ná í. Óskað er eftir öfl ugum mannauðsráðgjafa til starfa í mannauðsþjónustu sviðsins. Við bjóðum upp á fjölbreytt og krefjandi starf í metnaðarfullu og skemmtilegu starfs- umhverfi , þar sem hæfi leikar starfsmanna fá notið sín. Við bjóðum upp á þátttöku í þróun starfsumhverfi s og verkefna og tækifæri til símenntunar og starfsþróunar. Helstu verkefni: • Veita ráðgjöf um símenntun og annast símenntun fyrir ákveðna hópa • Veita ráðgjöf um ráðningar, kjaramál og vinnurétt • Veita ráðgjöf um stjórnun og starfsmannamál • Vinna að bættu starfsumhverfi • Þátttaka í vinnuhópum á sviði starfsmannamála bæði innan sviðs og borgarkerfi sins • Ýmis verkefni sem lúta að því að gera starfsstaði Velferðar- sviðs að aðlaðandi og eftirsóknaverðum vinnustöðum. Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólamenntun sem nýtist í starfi , framhaldsmenntun á sviði mannauðsmála æskileg • Þekking og reynsla á sviði mannauðsmála æskileg • Þekking á kjarasamingum og vinnurétti æskileg • Frumkvæði, metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum Við leitum að starfsmanni í fullt starf sem getur hafi ð störf sem fyrst. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags. Nánari upplýsingar veitir Lóa Birna Birgisdóttir starfs- mannastjóri, netfang: loa.birna.birgisdottir@reykjavik.is og í síma 411 9000. Umsækjendur er vinsamlega beðnir að sækja um starfi ð á heimasíðu Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/storf fyrir 8.júní nk. Mannauðsráðgjafi SKRIFSTOFUSTJÓRI Á SKRIFSTOFU ORKUMÁLA Í iðnaðarráðuneyti er laust til umsóknar embætti skrifstofustjóra á skrifstofu orkumála. Ráðuneytið er áhugaverður og krefjandi vinnustaður, sem starfar í þremur skrifstofum; skrifstofu orkumála, ferðamála og nýsköpunar og þróunar, auk þjónustuviðs. Undir skrifstofu orkumála falla auðlinda- og orku- mál. Helstu verkefni skrifstofunnar eru undir- búningur stefnumótunar í ofangreindum mála- fl okkum, samráð og samskipti við stofnanir og hags- munaaðila, úrskurðir, álitsgerðir, alþjóðleg samskipti og ráðgjöf til ráðherra. Umsækjendur skulu hafa lokið háskólamenntun sem nýtist í starfi . Gerð er krafa um sérþekkingu og reynslu á sviði auðlinda- og orkumála. Einnig er víðtæk þekking og reynsla á sviði opinberrar stjórn- sýslu og af innleiðingu EES-gerða mikilvæg. Um er að ræða fullt starf sem áformað er að skipa í frá 1. júlí n.k. Um laun og önnur starfskjör fer samkvæmt ákvörðun kjararáðs sbr. lög um kjararáð nr. 47/2006. Nánari upplýsingar veitir Kristján Skarphéðinsson, ráðuneytisstjóri (kristjan.skarphedinsson@idn.stjr.is). Einnig er bent á heimasíðu ráðuneytisins: http:\\www.idnadarraduneyti.is. Umsóknarfrestur er til og með 10. júní nk. Umsækjendur eru vinsam- lega beðnir að skila umsóknum sínum til iðnaðar- ráðuneytisins, 150 Arnarhvoli, Reykjavík. Við stöðuveitingar í iðnaðarráðuneytinu eru jafnrétt- issjónarmið höfð í huga og hvetur ráðuneytið því konur jafnt sem karla til að sækja um auglýst störf. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um skipan hefur verið tekin. Iðnaðarráðuneytið. Skrifstofu og bókhaldsstarf 2 lausar stöður, 60 - 100% vinna. Vinnutími samkomulag Starfsvið • Viðskiptamannabókhald • Almenn símavarsla • Móttaka viðskiptavina • Önnur tilfallandi verkefni Hæfniskröfur • Reynsla af bókhaldsstörfum • Reynsla af sölumennsku • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð • Þjónustulund Áhugasamir sendi umsókn á andrea@veislan.is Leikskólasvið Laus er staða aðstoðarleikskólastjóra í leikskólanum Bergi við Kléberg á Kjalarnesi. Leikskólinn Berg er tveggja deilda leikskóli staðsettur ofan við fjöruna í Hófsvík á Kjalarnesi. Leikskólinn er vistvæn bygging og var opnaður árið 2005. Frá Bergi er einstakt útsýni yfi r fjör- una, hafi ð, Reykjavík og Esjuna. Náttúran í kring er óþrjótandi efniviður til náms og leikja og stutt í fjöruna þar sem auðvelt er að fylgjast með fjölbreyttu fugla- og dýralífi . Leikskólinn leggur áherslu á íþróttir og danskennslu. Helstu verkefni aðstoðarleikskólastjóra eru að vinna að dag- legri stjórnun leikskólans og skipulagningu uppeldisstarfsins í samvinnu við leikskólastjóra. Menntunar- og færnikröfur: • Leikskólakennaramenntun áskilin • Framhaldsmenntun og reynsla af stjórnun æskileg • Góð tölvukunnátta • Sjálfstæð vinnubrögð • Samskiptahæfni, skipulagshæfi leikar, frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi Upplýsingar veita Tanya Dimitrova leikskólastjóri í síma 566-6039 og Auður Jónsdóttir mannauðsráðgjafi á Leikskóla- sviði í síma 411-7000. Umsóknum fylgi yfi rlit yfi r nám og störf. Umsóknir skulu berast til Leikskólasviðs Reykjavíkurborgar, Fríkirkjuvegi 1, 101 Reykjavík eða á heimasíðu www.leikskolar.is. Laus störf. Umsóknarfrestur er til 9. júní 2008. Laun eru skv. kjarasamningi LN og KÍ vegna FL. Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Atvinnuauglýsingar má einnig skoða á heimasíðu Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/storf. Hjá símaveri Reykjavíkurborgar, 4 11 11 11 færð þú allar upplýsingar um þjónustu og starfsemi borgarinnar og samband við þá starfsmenn sem þú þarft að ná í. Aðstoðarleikskólastjóri í leikskólanum Bergi Stofnsettur 1896 Ken nar ar ósk ast Félag íslenskra stórkaupmanna óskar að ráða í starf lögfræðings. Lögfræðingur heyrir undir framkvæmdastjóra félagsins og vinnur náið með honum að hagsmunamálum aðildarfyrirtækja félagsins. Æskilegt er að viðkomandi geti hafi ð störf sem fyrst. Lögfræðingur ber ábyrgð á úrlausn lögfræðilegra álitamála á fjölbreyttum sviðum atvinnulífsins, auk gerð kjara- samninga og umsagna um lagafrumvörp.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.