Fréttablaðið - 25.05.2008, Page 62

Fréttablaðið - 25.05.2008, Page 62
N A N N A R Ö G N V A L D A R D Ó T T I R S K R I F A R M A T A R H U G L E I Ð I N G A R 14 matur Ein af þeim veislutengdu spurningum sem oftast er beint til mín – og vandamál sem ég rek mig oft á sjálf þegar ég sé um veislur – er eitthvað á þessa leið: „Ég er búin(n) að fá sal fyrir veisluna og ætla að vera með heit- an mat en þar er bara ein eldavél með venjulegum hellum – hvað get ég verið með annað en upphitaðan pottrétt eða eitthvað slíkt?“ Og önnur algeng spurning er: „Mig langar svo að bjóða upp á eitthvað annað en kjöt (eða „ekki bara kjöt“) – geturðu gefið mér hugmyndir að fisk- eða grænmetisrétti sem hægt er að elda eða hita upp á staðn- um?“ Við þessar aðstæður finnst mér sjaldnast heppilegt að treysta á helluborðið; á þeim eldavélum sem um er að ræða er yfirleitt ekki nema ein hella (eða engin) sem hægt er að nota til að steikja eitt- hvað á og það dugir yfirleitt afar skammt fyrir veislu, jafnvel þótt hún sé ekki fjölmenn. Því er um að gera að reyna frekar að nýta þá möguleika sem ofninn gefur og nota þá hellurnar fremur til að hita upp meðlæti sem búið er að elda annars staðar. Það er þó vissara að kanna aðstæður fyrst og fullvissa sig til dæmis um að ofninn starfi eins og hann á að gera; ég hef lent í því að ofn sem ég hafði treyst á hitnaði ekki nema upp í um það bil 150° C, hvað sem hitamælirinn sagði. Ofnar ráða yfirleitt við mun meira magn en hægt er að elda á kraftlitlum hellum og marga rétti sem yfirleitt eru eldaðir á hellu er alveg eins hægt að setja í ofninn. Þetta gildir til dæmis um kjötbollur og fiskibollur, kjúklingabringur, kjötsneiðar og margt annað – og svo auðvitað fisk. Stundum er best að byrja á að snöggbrúna matinn á pönnu til að fá skorpu og setja svo í ofninn en það er líka hægt að hafa ofnhitann fremur háan og setja jafnvel grillið á í lokin. Þetta gildir ekki síst um fisk, það er engin þörf á að brúna hann á pönnunni. Margir eru smeykir við að bjóða upp á fiskrétti í veislum, bæði af því að þeir telja að það sé of mikið vesen og ekki síður af því að ýmsir muni fúlsa við þeim. Og það er sjálfsagt að bjóða upp á fleira fyrir þá sem vilja ekki fisk. En góðir fisk- réttir eru frábær veislumatur og geta verið afskaplega einfaldir líka. Mér dettur í hug þessi fiskréttur sem einmitt varð upphaflega til sem pönnuréttur, en það er afskap- lega auðvelt að breyta uppskrift- inni og baka hann í ofni. Uppskriftin er fyrir um það bil sex manns en það er ekkert mál að margfalda hana og baka til dæmis fjórfalt magn í einu (í blástursofni á tveim- ur plötum). Rétturinn er það fljót- eldaður að ef næstu plötur eru hafð- ar tilbúnar í ofninn má baka meira rétt á meðan verið er að setja fyrri skammtinn á föt eða diska og bera fram. Litríkt meðlætið á vel við fiskinn og það er hægt að gera á staðnum með fremur lítilli fyrir- höfn, en það er líka hægt að gera það annars staðar fyrr um daginn og hita upp. Svo er bara um að gera að hafa gott salat með og ef til vill brauð. Ég notaði bæði skötusel og steinbít en það er hægt að nota aðeins aðra tegundina – nú, eða ein- hverjar aðrar fisktegundir, til dæmis lúðu, lax, þorsk eða keilu. OFNBAKAÐUR FISKUR, MEÐ TÓMATMAUKI OG SÆTKARTÖFLUSTÖPPU MEÐ BASILÍKU OFNBAKAÐUR SKÖTUSELUR OG STEINBÍTUR 500 g skötuselur 500 g steinbítsflök 2 msk. hveiti 1 tsk. kummin (cumin) hvítur pipar salt 1 msk. ólífuolía Hitaðu ofninn í 225° C (210° C ef notaður er blástur). Hreinsaðu himnurnar af skötuselnum og skerðu hann og steinbítinn í hæfilega stóra bita. Blandaðu saman hveiti, kummini, pipar og salti og veltu bitunum létt upp úr blöndunni. Brjóttu þynnstu steinbítsstykkin ef til vill tvöföld áður. Breiddu álpappír á bökunar- plötu, penslaðu pappírinn með olíu og raðaðu fiskbitunum á hana. Bakaðu fiskinn í miðjum ofni í 4-5 mínútur, eftir þykkt. Taktu plötuna út, snúðu bitunum og bakaðu þá í 1-3 mínútur í viðbót, eða þar til fiskurinn er rétt steiktur í gegn (steinbíturinn þarf sennilega aðeins styttri tíma en skötuselurinn). TÓMATMAUK MEÐ KAPERS OG ÓLÍFUM 1 msk. ólífuolía 4-5 vorlaukar 500 g tómatar, vel þroskaðir (gjarna plómutómatar) 3 msk. tómat-tapenade (Sacla) 1 tsk. kapers, skolaður í vatni 8-10 grænar ólífur, steinlausar, skornar í sneiðar vatn eftir þörfum pipar ef til vill salt Hitaðu olíuna í þykkbotna potti. Saxaðu vorlaukinn, taktu grænu bitana frá en láttu hvítu og ljósgrænu bitana krauma í olíunni við fremur vægan hita í 2-3 mínútur. Skerðu tómatana í báta, bættu þeim í pottinn og láttu krauma í nokkrar mínútur í viðbót. Bættu þá tómat-tapenade, kapers og ólífum út í ásamt svolitlu vatni og láttu malla í um 10 mínútur. Bættu við vatni eftir þörfum svo að sósan sé hæfilega þykk og bragðbættu hana með pipar og salti eftir smekk (ekki salta nema smakka fyrst, mundu að kapersinn er saltur og ólífurnar líka). Settu að lokum græna vorlaukinn út í, hrærðu og taktu sósuna af hitanum. Ef þú gerir sósuna með fyrirvara og hitar hana upp er best að setja græna vorlaukinn ekki út í fyrr en við upphitunina. SÆT KARTÖFLUSTAPPA MEÐ BASILÍKU 700 g sætar kartöflur appelsínusafi eftir þörfum pipar salt lófafylli af basilíkublöðum Flysjaðu kartöflurnar, skerðu þær í bita og sjóddu þær í dálitlu vatni þar til þær eru meyrar. Helltu þá vatninu af þeim og stappaðu þær. Þynntu stöppuna með smáskvettu af appelsínusafa og kryddaðu hana með pipar og salti eftir smekk. Saxaðu basilíkuna og hrærðu henni saman við heita stöppuna. Ef stappan er gerð með fyrirvara skaltu hræra um það bil helmingn- um af basilíkunni saman við strax, afganginum þegar búið er að hita hana upp. Góðir fiskréttir eru frábær veislumatur, eins og ofnbakaður fiskur með tómatmauki og sætkartöflustöppu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Sæt kartöflustappa með basilíku er fínasta meðlæti. Litríkt meðlætið á vel við fiskinn og það er hægt að gera á staðnum með frekar lítilli fyrirhöfn. Það er líka hægt að gera það annars staðar fyrr um daginn. Fiskiveisla úr ofninum Brauðbær • Hótel Óðinsvé • Þórsgata 1 • odinsve@odinsve.is • odinsve.is Við gerum veisluna þína Brauðbær sérhæfir sig í dönsku smurbrauði og pinnamat. 40 ára reynsla og fagmennska tryggir gæði veisluþjónustu okkar – vertu viss um að fá fyrsta flokks veitingar í veisluna þína. Pöntunarsími 552 0490 eða 511 6200 F í t o n / S Í A

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.