Fréttablaðið - 25.05.2008, Side 65
SUNNUDAGUR 25. maí 2008 17
fætur öðru þangað til ég var orðin
örmagna. Ég hafði enga löngun til
að vinna lengur og fannst ég ekki
hafa neitt að segja. Á þessum
tímapunkti gerðist ýmislegt í lífi
mínu, pabbi minn dó og þremur
vikum síðar kynntist ég mannin-
um mínum og við eignuðumst tvö
börn. Þá skildi ég að ég átti líf sem
hafði ekkert með Hollywood að
gera og alla þá neikvæðni sem
bransanum fylgdi. Ég var mjög
hamingjusöm heimavinnandi
móðir í þrjú ár og var ekki viss
um að ég myndi nokkurn tímann
leika aftur. En þá hringdi Jon
Favreau í mig og bauð mér hlut-
verkið í Iron Man og mig hafði
alltaf langað til að vinna með
Robert Downey Jr. Sama með
James Gray, mig hafði lengi lang-
að að vinna með honum og að fá
að leika á móti Joaquin Phoenix
var svo rosalega gefandi. Núna
fókusera ég á að vinna bara með
því fólki sem mér finnst gefandi
og langar til að vinna með. Það
koma stundir sem ég er ekki með
fjölskyldunni minni en í staðinn
er ég að koma með eitthvað heim
með því að fara út að vinna og
þroska sjálfa mig. Ég fann að
listamaðurinn í mér vildi komast
aftur í að leika, það eru hæfileik-
ar sem mér voru gefnir og núna
ætla ég að nota þá vel og velja vel.
Ég er líka miklu öruggari með
sjálfa mig sem konu og listamann
og tek að mér það sem mig langar
til frekar en að reyna að þóknast
öðrum. Ég passa líka að fjölskyld-
an sé alltaf í fyrsta sæti.“
Börnin Moses og Apple
Börnin þín heita mjög óvenjuleg-
um nöfnum, hvaðan koma þau?
„Maðurinn minn sagði að ef við
eignuðumst stelpu vildi hann að
hún héti Apple og mér fannst það
mjög kúl. Það passar líka fullkom-
lega við hana. Moses er mjög stórt
nafn, pabbi minn var gyðingur og
Moses var gyðinganafnið hans,
mér fannst það bara fínt nafn á
son minn.“
Alin upp í Hollywood
Þú hefur verið viðloðandi kvik-
myndir og leikhús frá því þú fædd-
ist, pabbi þinn, Bruce Paltrow, var
leikstjóri og Blythe Danner,
mamma þín, leikkona. Hvaða áhrif
hafa þau haft á þig?
„Við bjuggum í Santa Monica í
Kaliforníu og pabbi fór í vinnuna í
dalnum þar sem hann leikstýrði og
framleiddi. Ég kom aldrei svo
mikið nálægt þeim heimi. Aftur á
móti fór ég mikið með mömmu í
leikhúsið og horfði á hana æfa leik-
rit. Ég elskaði að vera í leikhúsinu
og fylgjast með henni. Ég sat mjög
upprifin tímunum saman og fylgd-
ist með, ég fann hvað mamma varð
full af orku og lífi þegar hún var á
sviði og sem lítil stelpa hafði það
mikil áhrif á mig. Hún var ótrúleg.
Ég vildi bara verða eins og hún. Ég
vildi aldrei verða leikkona til að
vera fræg eða lifa því lífi sem því
fylgir. Ég vildi bara vera eins og
mamma. Þess vegna held ég að ég
beri meiri virðingu fyrir starfinu
og listinni sem slíkri, ég veit hvað
þarf til að leika vel og ég á það
mömmu minni að þakka.“
Austurlensk heimspeki
Á tímabili fjallaði pressan mikið
um erfiðleika í lífi þínu. Pabbi þinn
dó, þú dróst þig í hlé og þið Chris
voruð hundelt af ljósmyndurum.
Það er kannski ekki alltaf auðvelt
að vera stjarna í sviðsljósinu sama
hvað gengur á í einkalífinu?
„Það hafa verið erfiðleikar í
mínu lífi en það sem lífið hefur
kennt mér er að hræðast aldrei
þjáninguna. Þjáningin hefur kennt
mér svo mikið og fengið mig til að
hugsa meira um og hlúa að and-
legum gæðum. Að óttast það að
eitthvað slæmt gerist er svo mikil
sóun á orku, ég óttaðist alltaf að
pabbi myndi deyja en svo gerðist
það og þótt það sé enn þá erfitt þá
kenndi það mér margt. Ég trúi
ekki að neitt gerist af tilviljun,
það er ástæða fyrir öllu sem ger-
ist í lífinu, hvort sem það eru
góðir hlutir eða slæmir. Það eru
engin slys. Það sem gerist á að
gerast og ég reyni að óttast ekk-
ert. Mitt líf er í rauninni ekkert
öðruvísi en annarra. Fólk lítur
kannski á mig öðrum augum
vegna þess að ég er fræg en í
rauninni er ég bara manneskja
eins og hver önnur. Ég trúi að við
manneskjurnar séum allar tengd-
ar og komnar frá sömu sálinni og
séum að takast á við sömu vanda-
málin og erfiðleikana í lífinu. Við
erum öll eitt, og ég er jafn dauð-
leg og hver annar.“
Þín heimspeki og sýn á lífið,
hefur hún eitthvað með kabbala-
trú að gera sem er svo vinsæl
meðal Hollywood-stjarna í dag?
„Ég hef áhuga á allri andlegri
iðkun, hvort sem það er kabbala,
búddismi, hindúismi eða súfismi.
Ég les allt um andleg málefni og
það sem er áhugavert er að allar
þessar stefnur komast að sömu
niðurstöðu og segja allar það
sama. Ég hef mikinn áhuga á
austur lenskri heimspeki og trú og
les mikið um hana.“
Ný von í Obama
Þú ólst upp í Bandaríkjunum en
býrð núna bæði í New York og
London. Breytir það sýn þinni á
Bandaríkin að búa í Evrópu?
„Það er í raun fullkomin blanda
að búa í þessum tveimur borgum.
New York verður stundum mjög
krefjandi, sérstaklega með tvö
börn og paparazzi-ljósmyndara.
London er rólegri og meira af
grænum svæðum fyrir börnin,
London finnst mér fullkomin borg
til að ala upp börn í. Ég er samt
mjög stolt af því að vera amerísk.
Það eru ótrúleg tækifæri sem
fylgja því og mikið stolt. Fólk er
ekki hrætt við að komast áfram
og ná langt í lífinu og fólk ýtir
hvað öðru áfram. Síðustu átta ár
höfum við samt unnið mikinn
alþjóðlegan skaða og misst trú-
verðugleika í heiminum, það að
búa í New York hálft árið þýðir að
ég er stöðugt að verja Bandaríkin.
Það verður mjög mikið og erfitt
starf að hreinsa upp allan skað-
ann sem George Bush hefur
valdið. En góðu fréttirnar eru þær
að það er raunveruleg von í
Obama, hann er ótrúlegur hugs-
uður og akkúrat það sem Banda-
ríkin þurfa. Bara hugmyndin um
að Bandaríkin geti í dag kosið for-
seta sem heitir Barack Hussein
Obama er einstaklega ánægju-
legt. Ég held að það séu skilaboðin
sem við þurfum að senda heimin-
um og ég er mjög vongóð um að
hann vinni.“
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
0
8
-1
0
6
5
Skráning er hafin fyrir haustönn 2008
www.opinnhaskoli.hr.is
OPINNHÁSKÓLI Símennt HR
Boðið er upp á hagnýt námskeið á háskólastigi samhliða vinnu sem metin eru til
eininga í samvinnu við deildir Háskólans í Reykjavík. Námskeiðin eru opin þeim
sem vilja auka samkeppnishæfni sína og bæta við sig þekkingu án þess að fara í
fullt nám. Námskeiðin henta þeim sem stefna á nám á háskólastigi og jafnframt
þeim sem þegar hafa lokið háskólanámi og hafa áhuga á að ná sér í meiri
þekkingu.
Eftirfarandi eininganámskeið verða í boði á haustönn 2008:
Viðskiptadeild
• Markaðsfræði
• Stjórnun
• Viðskiptaenska
• Viðskiptalögfræði
• Viðskiptaspænska
Kennslufræði- og lýðheilsudeild
• Árangursríkir kennsluhættir
• Íþróttastefnumótun og verkefnastjórnun
• Stjórnun í íþróttum
Lagadeild
• Félagaréttur
• Upplýsingatækniréttur
Tækni- og verkfræðideild
• Burðarþolsfræði – Tölvustudd hönnun
Tölvunarfræðideild
• Hugbúnaðarfræði
• Stýrikerfi
• Viðmótshönnun
Nánari upplýsingar gefur Tinna Ösp Ragnarsdóttir í síma 599-6386, tinnao@ru.is.
www.simennthr.is
Vissir þú að...
- Nátturulegur háralitur Gwyneth
Paltrow er músabrúnn
- Gwyneth Paltrow er dýrkuð af
fatahönnuðum, sem segja hanna
fædda til að klæðast fallegum
fötum þar sem hún er há og
grönn.
- Hún og eiginmaður hennar Chris
Martin, söngvari í Coldplay, eiga
tvö börn, Apple og Moses.
- Paltrow fylgir makróbíótísku
matar æði, stundar jóga og pilat-
es og er að eigin sögn með fóbíu
fyrir sýklum.
- Hún snæðir Þakkargjörðarmáltíð-
ina á hverju ári með góðvinum
sínum Steven Spielberg og eigin-
konu hans Kate Capshaw.
- Eftirlætisdrykkir hennar eru
Guinness-bjór og rauðvín.
- Paltrow er gyðingatrúar og er
komin af frægum pólskum rabb-
ína, David HaLevi Segal frá Kraká.