Fréttablaðið - 25.05.2008, Qupperneq 66
18 25. maí 2008 SUNNUDAGUR
E
rfðabreytt matvæli
verða æ algengari. Þá
er erfðatækni beitt til
að þróa einhverja
eftir sótta eiginleika.
Menn hafa komið
fyrir erfðavísum úr plöntum,
vírusum, fiski, búfénaði, jafnvel
mönnum, í plöntum til að rækta
ákveðna eiginleika þeirra. Mis-
mikið er átt við lífverurnar, þekkt
er að erfðavísar séu teknir úr
bakteríum sem framleiða náttúru-
legt skordýraeitur og komið fyrir
í plöntum. Þannig verða plönturn-
ar ónæmar fyrir skordýraeitri. Í
einni tilraun var erfðaefni köngu-
lóa komið fyrir í geitum í þeirri
von að prótein köngulóarvefjar
fyndist í mjólk þeirra. Það mundi
einfalda framleiðslu á skotheldum
vestum.
Bandaríski vísindamaðurinn
Jeffrey Smith er forstöðumaður
Institute for Responsible Techno-
logy í Iowa og berst gegn útbreiðslu
erfðabreyttra matvæla, sem hann
telur skaðleg manni og náttúru.
Smith telur neytendur illa upp-
lýsta um erfðabreytt matvæli. „Í
nýlegri könnun kom í ljós að sex-
tíu prósent Bandaríkjamanna
töldu sig aldrei hafa borðað erfða-
breytt matvæli,“ segir Smith.
„Önnur fimmtán prósent voru
ekki viss. Raunin er sú að Banda-
ríkjamenn borða nánast daglega
einhverja afurð erfðabreyttra
matvæla. Á sama tíma kemur í
ljós að 52 prósent vilja ekki neyta
erfðabreyttra matvæla.“
Sérmerkingar
Í Evrópu er skylda að sérmerkja
erfðabreytt matvæli. Það gildir
ekki á Íslandi, né í Bandaríkjun-
um. Þar að auki leynast breyttir
erfðavísar víða. „Ef þú kaupir til-
búna matvöru frá Evrópu eru litl-
ar líkur á að í henni sé að finna
erfðabreyttar afurðir. Það eru
hins vegar meiri líkur en minni á
að sú sé raunin með vörur frá
Bandaríkjunum.
Það getur líka oft verið erfitt að
gera sér grein fyrir þessu. Allt
dýrafóður frá Bandaríkjunum er
meira og minna erfðabreytt korn.
Þetta berst svo í dýrin og afurðir
af þeim; kjöt, egg og mjólkur-
afurðir. Íslendingar ættu sérstak-
lega að hyggja að þessu þar sem
langstærstur hluti dýrafóðurs hér
er fluttur inn frá Bandaríkjun-
um,“ segir Smith. Raunin getur
því verið sú að þegar verið sé að
auglýsa hreinar og náttúrulegar
afurðir sé um að ræða afurðir af
skepnum sem étið hafa erfða-
breytt fóður.
Blekkingar
Smith segir vanþekkinguna vera
helsta vandamálið hvað varðar
erfðabreytt matvæli. Í raun vitum
við ekki hvaða afleiðingar föndur
með erfðavísa hafi. „Þegar banda-
ríska matvæla- og lyfjastofnunin
heimilaði markaðssetningu erfða-
breyttra matvæla var það gefið út
að engar frekari rannsóknir þyrftu
að fara fram á þeim. Ef fyrirtæki
gæfi út að matvælin væru örugg
þá væru þau örugg.
Í kjölfar dómsmáls sem háð var
fyrir nokkrum árum voru fjörutíu
þúsund skjöl gerð opinber. Þar kom
fram að vísindamenn stofnunar-
innar vöruðu eindregið við þessu.
Þeir lögðu til mun meiri rannsókn-
ir, en embættismenn og pólitíkusar
heimiluðu þetta þvert á vilja
vísindamannanna. Svo var lygum
og blekkingum beitt og varan sögð
heilbrigð,“ segir Smith.
Áhætta
En hverjar eru hætturnar? „Allt
of fáar rannsóknir hafa farið fram
á erfðabreyttum matvælum og við
vitum því of lítið um málið. Það er
hins vegar staðreynd að soja-
ofnæmi jókst um fimmtíu prósent
í Bretlandi fljótlega eftir að erfða-
breytt soja kom á markað þar.
Tengist þetta? Það er ómögulegt
að svara því þegar engar rann-
sóknir eru gerðar á fólki.
Þær rannsóknir sem þó hafa
verið gerðar benda til að þetta geti
haft gríðarleg áhrif. Ofnæmisvið-
brögð aukast og í einni rannsókn
sem rússnesk vísindakona gerði
kom í ljós að meira en helmingur
afkvæma tilraunarottna sem
fengu erfðabreytt sólblómafræ
lést innan þriggja vikna, en aðeins
um tíu prósent þeirra sem fengu
náttúruleg sólblómafræ.
Málið er að við höfum ekki hug-
mynd um þær afleiðingar sem
erðabreytingarnar gera. Þegar
breyttu geni er skotið inn í frumur
geta allt að tvö til fjögur prósent
DNA þeirra breyst. Þetta eru
ófyrir séðar stökkbreytingar sem
við vitum ekkert hvaða afleiðing-
ar hafa. Og af því að ekki eru gerð-
ar rannsóknir á fólki sem neytir
fæðunnar höfum við engin svör.
Af hverju hefur sjúkdómum
tengdum mataræði fjölgað um
helming í Bandaríkjunum síðan
erfðabreytt matvæli komu á
markað? Rannsókn á því hefur
einfaldlega ekki farið fram. Við
erum í raun í stjórnlausri tilraun
þar sem ekkert er fylgst með fólki.
Kanadastjórn gaf það út árið 2002
að fylgst yrði með þeim áhrifum
sem erfðabreytt matvæli hefðu.
Ári síðar gafst hún upp þar sem
verkefnið var of erfitt.“
Á níunda áratugnum kom upp
nýtt sjúkdómstilfelli í Bandaríkj-
unum. Vegna raða tilviljana tókst
að greina þetta
sem faraldur. Í ljós
kom að sjúkdóms-
valdurinn var
fæðubótaefnið L-
tryptophan sem
innhélt erfðabreytt
matvæli. Um 100
Bandaríkjamenn
létust í faraldrinum
og fimm til tíu þús-
und veiktust.
Markaðssetning
Sú röksemd heyrist oft að erfða-
breytt matvæli séu nauðsynleg til
að seðja hungraðan heim. Jeffrey
Smith gefur ekki mikið fyrir það.
„Til eru náttúrulegar aðferðir sem
auka uppskeru mun meira en
erfðabreytt tækni hefur gert. Og
raunar hefur erfðatæknin í sumum
tilvikum dregið úr uppskeru. Nær-
tækast er að nefna Indland, en þar
varð uppskerubrestur í kjölfar
þess að erfðabreytt korn var inn-
leitt. Úr þessu varð mikil neyð,
bændurnir voru komnir í skulda-
ánauð og um tuttugu þúsund þeirra
frömdu sjálfsmorð í kjölfarið.
Staðreyndin er sú að aldrei
hefur verið framleitt meira af
matvælum í heiminum en nú.
Vandamálið er ekki magnið, held-
ur misskipting og fátækt.
Þessi fagurgali um björgun frá
heimshungri er hluti af vel skipu-
lagðri markaðsherferð líftækni-
fyrirtækja. Ég get nefnt frægt
dæmi af fyrirtækinu Monsanto.
Það réði ráðgjafarfyrirtækið
Arthur Anderson, sem raunar sá
um málefni Enron líka. Fulltrúi
þess spurði forsvarsmenn Mons-
anto hver væri þeirra framtíðar-
sýn. Svarið var einfalt: Eftir fimmt-
án til tuttugu ár verði 100 prósent
af korni á markaðnum erfðabreytt
korn frá okkur. Menn unnu sig svo
aftur á bak frá því markmiði. Þeir
vilja því skipta náttúrunni út fyrir
eigin framleiðslu.“
Vitund neytenda
Smith segir að vitund neytenda
komi í veg fyrir að slík markmið
náist. Nýverið kom upp herferð í
Bandaríkjunum gegn afurðum
kúa sem sprautaðar höfðu verið
með erfðabreyttu hormóni til að
auka mjólkurframleiðslu. Wal-
Mart og Starbucks hættu sölu
slíkra afurða svo dæmi
sé tekið. Neytendur
vilja ekki erfðabreytt
matvæli og hafi
þeir valið
velja þeir þau
ekki. Þess
vegna er nauð-
synlegt að þau
séu sérmerkt.“
Markmið stofn-
unar Smiths er að
vekja vitund Banda-
ríkjamanna á sama
hátt og tókst í Evr-
ópu fyrir árslok
2009. Í Evrópu hurfu
matvælin að mestu
af markaðnum vegna vals
neytenda. „Við erum að berjast
við risastórt markaðsátak byggt á
röngum upplýsingum. En við erum
á réttri leið. Bæði Clinton og
Obama hafa lýst því yfir að þau
vilji sérmerkja erfðabreytt mat-
væli, við höfum ekki enn spurt
McCain.
En málið er ósköp einfalt, eins
og hinn frægi vísindamaður David
Suzuki orðaði þetta: „Ef einhver
stjórnmálamaður segir þér að
erfðabreytt matvæli séu örugg er
hann annað hvort mjög heimskur
eða að ljúga.“
Hvað Ísland varðar er einboðið
að það verði lýst sem svæði frítt
fyrir erfðabreyttum matvælum.
Mörg ríki í Evrópu stefna að því.
Ég hitti umhverfisráðherrann á
fimmtudag og kynnti málið fyrir
henni. Það verður gaman að sjá
útkomuna,“ segir Jeffrey Smith
að lokum.
Hann mun halda fyrirlestur um
efnið á Grand hóteli í Reykjavík á
þriðjudaginn klukkan 16.30.
Vilja skipta náttúrunni út
BARÁTTUMAÐUR Jeffrey Smith ferðast um heiminn og heldur fyrirlestra gegn erfðabreyttum matvælum. Hann hefur skrifað metsölubækur um efnið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Jeffrey Smith telur að stjórnvöld ættu að banna sölu á erfðabreyttum
matvælum. Hann telur ekki líklegt að íslensk stjórnvöld taki það skref; allt
of mikið sé flutt inn af matvælum frá Bandaríkjunum til þess. Hann vonast
hins vegar til að matvælin verði merkt.
„Þá er boltinn hjá neytendum. Upplýstir neytendur velja ekki erfðabreytt
matvæli. Og neytendur hafa sýnt að þeir geta ráðið ferðinni. Þetta er of
mikil vægt mál til að láta stjórnmálamennina eina um það. Ef ekkert er að
gert getur framleiðslan breytt til frambúðar erfðapotti náttúrunnar.“
➜ BOLTINN ER HJÁ NEYTENDUM
Erfðabreytt matvæli
verða æ algengari.
Bandaríski vísinda-
maðurinn Jeffrey Smith
varar mjög við þeim og
telur rannsóknir sýna
að þau geti verið mann-
inum skaðleg. Hann
sagði Kolbeini Óttarssyni
Proppé frá hættum
erfðabreytinga og bar-
áttunni gegn þeim.
Málið er að við höfum ekki hugmynd um þær afleið-
ingar sem erðabreytingarnar gera. Þegar breyttu geni
er skotið inn í frumur geta allt að tvö til fjögur prósent
DNA þeirra breyst. Þetta eru ófyrirséðar stökkbreytingar
sem við vitum ekkert hvaða afleiðingar hafa.
Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfis-
ráðherra hitti Jeffrey Smith að máli.
Hún segist persónulega vera á því
að neytendur eigi að hafa val um
hvað þeir kaupa. Matvælamál heyra
undir landbúnaðarráðuneytið frá og
með síðustu áramótum.
„Þetta er ekki inni á borði
ráðuneytisins og hefur ekki verið
rætt í ríkisstjórn. Ég sjálf er á því að
mikilvægt sé að neytendur viti hvað
þeir eru að kaupa og hafi þannig
val. Hvað varðar erfðatæknina þá er
ég á því að best fari á því að menn
fikti sem minnst í náttúrunni.“ ÞÓRUNN SVEINBJARNARDÓTTIR
➜ VILL MERKINGAR Á MATVÆLI