Fréttablaðið - 25.05.2008, Side 72

Fréttablaðið - 25.05.2008, Side 72
24 25. maí 2008 SUNNUDAGUR sport@frettabladid.is Það dylst engum að andinn í Fjölnisklef- anum er í hæstu hæðum. Gunnar Már Guðmundsson, Herra Fjölnir, ljóstrar því upp að klefinn sé eins og sitt annað heimili. „Það er allt til alls þarna. Við vorum að fá kaffivél sem er mjög jákvætt,“ segir Gunnar en liðið mætir Íslands- meisturum Vals í kvöld. Gunnar taldi raunar líklegt að Ólafur Páll Snorrason, sem sendur var að útvega nýja kaffivél, hafi hreinlega borgað hana sjálfur. „Við reynum klárlega að skemma veisluna þeirra,“ segir Gunnar en Valsmenn vígja í kvöld Vodafone-völlinn glæsilega. „Við eigum góðan möguleika gegn þeim, þeir hafa verið brothættir framan af móti. Við reynum bara að halda okkar skipulagi og klára þennan leik eins og aðra“. Gunnar segir móralinn í klef- anum vera frábæran. „Það fylgist kannski með góðu gengi okkar en reyndar hefur stemmningin í klefanum alltaf verið góð“. Gunnar segir að meðal annars hafi Fjölnismenn nokkrum sinnum horft á margfræga ræðu stórleikarans og hjarta- knúsarans Al Pacino úr stórmyndinni Any Given Sunday fyrir leiki. „Ræðan hefur verið vinsæl enda óhemju góð“. Viðtalshúmor Fjölnismanna hefur ennig verið opinberaður. „Þetta byrjaði þannig að ég var að fara í þáttinn á RÚV og þá datt mér og Kristó (Kristófer Sigurgeirsson, aðstoðar- þjálfari) í hug að koma með eitt orð sem þarf að heyrast í sjónvarpsviðtali, hver sem lendir í því. Ég byrjaði og fékk orðið moldvarpa, sem ég leysti með því að tala um vítateiginn á Fjölnisvellinum og Óli Stefán fékk svo orðið gormur. Þá talaði hann um að Grindvíkingar væru stórhættu- legir inn í teignum því þetta væru djöfulsins gormar. Orðið er valið rétt fyrir leik en Kristó sér um að velja orðið. Hann segir að þetta þyngist bara með sumrinu,“ sagði Gunnar. LANDSBANKADEILD KARLA Í KVÖLD: FERSKIR FJÖLNISMENN MÆTA MEISTURUNUM Á VODAFONE-VELLINUM Ræða Al Pacino kemur Fjölnismönnum í gírinn FÓTBOLTI Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins verður sem fyrr í fullum gangi í kvöld. Þar er hægt að fylgjast með gangi mála í öllum leikjum kvöldsins, fá leiklýsingar og annað sem skiptir máli. Hægt er að fylgjast með Boltavaktinni á slóðinni www. visir.is/boltavakt. Boltavaktin: Boltinn í beinni FÓTBOLTI Það er stór dagur hjá Valsmönnum í dag en þá fær félagið aftur heimavöllinn sinn á Hlíðarenda eftir að hafa leikið á Laugardalsvelli síðustu tímabil. Vodafonevöllurinn glæsilegi verður tekinn í notkun í kvöld þegar nýliðar Fjölnis heimsækja Íslandsmeistarana í Landsbanka- deild karla. Valsmenn boða til mikils fagnaðar þar sem B.SIG treður upp sem og Ingó Idol. Ólafur F. Magnússon borgarstjóri verður heiðursgestur og sr. Vigfús Þór Árnason mun blessa völlinn. Grímur Sæmundsen, formaður Vals, heldur ávarp og Valskórinn mun hefja upp raust sína. - hbg Tímamót á Hlíðarenda: Vodafonevöll- urinn vígður VODAFONEVÖLLURINN Tekinn í notkun í dag. > Enn óvissa með Eið Smára Ekki fékkst staðfest í gær hvort Eiður Smári Guðjohnsen yrði með í landsleiknum gegn Wales á miðvikudaginn. Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari sagðist ekkert vita um málið, það væri ekki á hans könnu og hann hefði ekki heyrt frá þeim sem hefðu með málið að gera. Það er Gunnar Gylfason sem sér um það mál en hann svaraði ekki síma í gær. Á heimasíðu Barcelona stendur skýrum stöfum að Eiður Smári hafi fengið leyfi frá félaginu til þess að sinna öðrum skyldum og standist þær upplýsingar verður að teljast lík- legt að Eiður spili á miðvikudag. FÓTBOLTI Fjórða umferð Lands- bankadeildar karla hefst í kvöld með fjórum leikjum. Valur tekur þá á móti toppliði Fjölnis, Laugar- dalsliðin Fram og Þróttur mætast á Þjóðarleikvanginum, ÍA sækir Keflavík heim og Fylkir tekur á móti HK í Árbænum. Stórleikur umferðarinnar er aftur á móti í Kaplakrika þar sem FH tekur á móti KR. KR hefur ekki sótt gull í greipar Gaflara síðan árið 2003 er KR varð meistari. Þá endaði KR meistara- tímabil sitt með því að tapa 7-0 í Krikanum. Það tap svíður enn hjá KR-ingum enda varpaði tapið óneitanlega skugga á Íslands- meistaratímabilið. Síðan þá hefur FH haft algjört tak á KR-liðinu, sem hefur aðeins fengið eitt stig í rimmum sínum við FH í deildinni frá árinu 2004. Síðustu þrjú tímabil hefur FH unnið alla leiki liðanna og KR hefur ekki einu sinni skorað á heimavelli gegn FH í fjögur ár. Við stjórnvölinn hjá KR núna er FH-ingurinn Logi Ólafsson, maður sem þekkir öll innviði félagsins og spurning hvort hann geti leyst KR-liðið úr þeim álögum sem FH- ingar virðast hafa lagt á þá. „Við gerum okkur fyllilega grein fyrir því að við þurfum topp- leik til þess að ná góðum úrslitum í Krikanum. FH er með frábært lið, skipað góðum einstaklingum sem þekkja sitt hlutverk vel,“ sagði Logi en mun þekking hans og kunnátta á FH-liðinu hjálpa KR í þessum leik? „Ég þekki nú ekkert betur til hjá FH en ég gerði í fyrra og þá töpuð- um við 5-1 þannig að ég veit það ekki,“ sagði Logi léttur. Hann vildi lítið tjá sig um liðsuppstillingu en Logi hefur stillt eins upp í öllum þrem leikjum KR til þessa og gert nákvæmlega sömu breytingarnar. Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, er ekkert að spá í úrslitum síðustu ára. „Við eigum reyndar harma að hefna eftir tap gegn KR í deildarbikarnum. Þetta verður klárlega mjög erfiður leikur gegn liði sem hefur tapað tveim leikjum og mun því mæta dýrvitlaust til leiks. Við verðum því að vera til- búnir,“ sagði Heimir, sem er upp- alinn KR-ingur. henry@frettabladid.is Tekst KR loksins að vinna bug á FH-grýlunni? KR heimsækir FH í stórleik kvöldsins í Landsbankadeild karla. KR hefur gengið hræðilega í leikjum liðanna síðustu ár og FH hefur haft mikið tak á KR síðan 2003. FH-INGURINN OG KR-INGURINN Það er skemmtileg staðreynd að Logi Ólafsson, þjálfari KR, er FH-ingur og Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, er KR-ingur. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL & VILHELM DEILDARLEIKIR KR OG FH 2007: KR-völlur: 0-2 Kaplakriki: 5-1 2006: KR-völlur: 0-3 Kaplakriki: 2-0 2005: KR-völlur: 0-1 Kaplakriki: 2-0 2004: KR-völlur: 0-1 Kaplakriki: 1-1 2003: KR-völlur: 2-1* Kaplakriki: 7-0 Samtals: Leikir: 10 Sigrar FH: 8 Sigrar KR: 1 Jafntefli: 1 Mörk FH: 25 Mörk KR: 4 * Síðasti sigur KR gegn FH í deildarleik var 8. júlí árið 2003. FÓTBOLTI Chelsea staðfesti á heimasíðu sinni í gær að félagið hefði sagt upp samningnum við Avram Grant knattspyrnustjóra. Í tilkynningu félagsins segir að nú standi yfir leit að nýjum stjóra og ætlar félagið ekki að tjá sig frekar fyrr en hann finnst. Grant tók við Chelsea í september á síðasta ári þegar José Mourinho yfirgaf félagið. Hann stóð sig talsvert betur með liðið en almennt var búist við og stýrði því í úrslit Meistaradeildar og var svo ekki fjarri því að landa enska meistaratitlinum með Chelsea en þurfti í staðinn að sætta sig við annað silfur. Nú þegar er byrjað að orða þá Frank Rijkaard, Sven-Göran Eriksson, Michael Laudrup og Roberto Mancini við starfið. - hbg Chelsea í stjóraleit: Grant rekinn frá Chelsea AVRAM GRANT Ísraelinn stóð sig vel með Chelsea en það dugði ekki til að halda starfinu. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Hull leikur á meðal bestu knattspyrnuliða Englands næsta vetur. Hull vann frækinn sigur á Bristol City í hreinum úrslitaleik um síðasta lausa sætið í ensku úrvalsdeild- inni á næstu leiktíð. Það var gamla brýnið Dean Windass, 39 ára, sem skoraði eina mark leiksins með glæsilegu skoti frá vítateig sjö mínútum fyrir hlé. Phil Brown, stjóri Hull, sagði það örlög að Windass hefði tryggt sigurinn en Windass er fæddur og alinn upp í Hull. „Þetta er lyginni líkast. Ég finn til með leikmönn- um Bristol City en það var mjög vel við hæfi að Dean Windass skyldi skora sigur markið í þessu leik. Ég tel að það hafi verið skrifað í skýin að annað hvort Dean eða Nicky Barm- by myndi skora sigur- markið í þess- um leik,“ sagði Brown himinlif- andi í leikslok en Barmby er einnig frá Hull. Hinn 39 ára gamli Dean Wind- ass brast í grát í leikslok. „Til finningin er engu lík. Ef maður horfir upp í stúkuna þá fær maður á tilfinninguna að það sé enginn eftir í Hull. Það eru allir hér á leiknum. Að skora sigurmarkið er stór- kostlegt. Ég hef aldrei komið á Wembley áður og skora sigur- markið hér er einstök tilfinning. Ég trúði varla mínum eigin augum þegar boltinn söng í netinu,“ sagði Windass kátur. - hbg Hull komið í ensku úrvalsdeildina í fyrsta skipti eftir sigur á Bristol City í umspilsleik á Wembley: Windass skaut Hull upp í úrvalsdeild GRÉT AF GLEÐI Tilfinningarnar báru hinn 39 ára gamla Dean Windass ofurliði eftir leikinn í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES Landsbankadeild kvenna HK/Víkingur-Þór/KA 0-2 - Arna Sif Ásgrímsdóttir, Rakel Hönnudóttir. 1. deild karla: Leiknir-Þór 2-3 Einar Pétursson, Jakob Spangsberg - Ibra Jagne, Ármann Pétur Ævarsson, Hreinn Hringsson. Njarðvík-Fjarðabyggð 1-5 Jón Haukur Haraldsson - Sveinbjörn Jónasson 2, Haukur Ingvar Sigurbergsson, Vilberg Marinó Jónasson, Sigurður Víðisson. KS/Leiftur-Víkingur Ó. 0-0 ÚRSLIT

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.