Fréttablaðið - 30.05.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 30.05.2008, Blaðsíða 2
2 30. maí 2008 FÖSTUDAGUR Akureyri Vík Egilsstaðir Selfoss Hveragerði Hafnarfjörður Neskaupstaður Grundarfjörður Stykkishólmur Súðavík Ísafjörður Akranes Njarðvík Sandgerði Hreðavatnsskáli Reykjavík Þú sparar á Orkustöðvunum Net Orkustöðvanna umhverfis landið þéttist sífellt til enn frekari hagsbóta fyrir almenning. Kynntu þér hvar Orkustöðvarnar eru og hvað bensínið er ódýrt þar. SPÁÐU Í HVAÐ ÞÚ SPARAR! www.orkan.is D Y N A M O R E Y K JA V IK DÓMSTÓLAR Andrzej Kisiel hefur verið dæmdur í Hæstarétti í fjögurra ára fangelsi fyrir nauðgun. Hann braut gegn konu með því að hafa við hana samræði og notfærði sér að hún gat ekki spornað gegn athæfinu sökum ölvunar. Hæstiréttur segir, að talið sé sannað að maðurinn hafði samræði við konuna en frásögn hans um að hún hafi viljað þýðast hann án nokkurs aðdraganda eða orðaskipta þótti ótrúverðug. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að um hrottafengna árás á kynfrelsi konunnar var að ræða. Maðurinn var dæmdur til að greiða 1,5 milljónir króna í miskabætur. - jss Fjögurra ára fangelsi: Nauðgaði ölv- aðri konu DÓMSMÁL Ákæra var í gær þingfest á hendur fjórum mönnum sem gefið er að sök að hafa smyglað til landsins 4,6 kílóum af amfetamíni og um 600 grömmum af kókaíni frá Þýskalandi. Tveir sakborninganna, Annþór Kristján Karlsson og Tómas Kristjánsson, neita alfarið sök. Tómas var starfsmaður hraðsend- ingarþjónustu sem nýtt var til smyglsins. Ari Gunnarsson neitar því að hafa skipulagt smyglið en játar að hafa miðlað upplýsingum. Jóhannes Páll, bróðir Ara, játar allar sakargiftir. - sh Hraðsendingarsmyglið: Annþór neitar alfarið sök VIÐSKIPTI „Þessar tölur bera augljóslega með sér að vanskil eru að aukast, en þetta er langt frá því versta sem við höfum séð,“ segir Guðmund- ur Bjarnason, forstjóri Íbúðalánasjóðs. Vanskil hjá sjóðnum hafa aukist jafnt og þétt undanfarna mánuði. Miðað er við þriggja mánaða vanskil. Í febrúar voru 1,3 prósent lántak- enda í vanskilum við sjóðinn en nú er hlutfallið komið upp í 1,6 prósent. Þetta þýðir að yfir 750 manns eru í vanskilum við Íbúðalánasjóð. Í desember árið 2004 voru um tvö þúsund lántakendur í vanskilum við sjóðinn. - ikh Íbúðalánasjóður: Þriggja mánaða vanskil aukast GUÐMUNDUR BJARNASON DANMÖRK Ragnar Davíð Bjarna- son, Íslendingurinn sem var stung- inn fyrir utan söluturn í Kaup- mannahöfn í vikunni, er enn á Ríkisspítalanum í Kaupmanna- höfn en er allur að koma til. Unn- usta Ragnars Davíðs er komin til hans til Kaupmannahafnar en von var á félaga hans, Róbert Arnar- syni, til Íslands í gærkvöld. Róbert var viðstaddur þegar Ragnar Davíð var stunginn. Þórir Jökull Þorsteinsson sendi- ráðsprestur heimsótti Ragnar Davíð í gær og segir að hann sé sjúklingslegur en allur að koma til. Ragnar Davíð var stunginn sjö sinnum í maga, bak og handlegg. Hann fékk tvö göt á magasekk, sauma þurfti saman í smáþörmum og varð Ragnar Davíð að gangast undir aðgerð aðfaranótt miðviku- dags. Búast má við að hann verði á sjúkrahúsinu fram yfir helgi. Ekki hefur náðst í Ragnar Davíð á sjúkrahúsinu en þar segir hjúkr- unarfólkið að hann vilji ekki tala við blaðamenn. Samkvæmt upp- lýsingum Fréttablaðsins eru þeir félagar, Ragnar Davíð og Róbert, ósáttir við umfjöllun íslenskra fjölmiðla af árásinni, sérstaklega er Ragnar Davíð ósáttur við að rifjað hafi verið upp að hann hafi verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til mann- dráps og árás árið 2000. Fréttablaðið hefur einnig heim- ildir fyrir því að þeir séu ósáttir við þá mynd sem þeir telja að gefin hafi verið að þeir hafi átt upptökin að átökunum með kyn- þáttafordómum. Samkvæmt heim- ildum Fréttablaðsins segja þeir að Ragnar Davíð hafi átt samtal um þjóðarstolt og þjóðararf sem hafi svo leitt til þessa afdrifaríka mis- skilnings. Starfsmaður í Bobbys Kiosk neitaði að tjá sig um málið í gær. Í dönskum fjölmiðlum hefur komið fram að árásarmaðurinn hafi verið sautján ára starfsmaður í sölu- turninum Bobbys Kiosk við járn- brautarstöðina í Kaupmannahöfn. Hann og 21 árs gamall félagi hans hafi verið látnir lausir síðdegis á miðvikudag. Þeir hafi borið við nauðvörn þar sem Íslendingurinn hafi verið með kynþáttafordóma. Jón Bjartmarz, yfirmaður alþjóðadeildar hjá lögreglunni, segir hugsanlegt að málið komi á borð íslenskrar lögreglu ef danska lögreglan óski samstarfs. Hann kveðst ekki vita til þess að slík beiðni hafi komið inn á borð alþjóðadeildar. ghs@frettabladid.is Unnustan komin til Kaupmannahafnar Íslendingurinn sem stunginn var í Kaupmannahöfn er á batavegi. Unnusta hans er komin til hans en von var á félaga hans, sem varð vitni að árásinni, til Íslands í gær. Búast má við að maðurinn liggi á sjúkrahúsi fram yfir helgi. FYRIR UTAN SJOPPUNA Ragnar Davíð Bjarnason varð fyrir líkamsárás við söluturninn Bobbys Kiosk í vikunni. Starfsmaður Bobbys Kiosk sagði að meintir árásarmenn væru ekki við vinnu í gær en sagðist ekki mega ræða líkamsárásina. DÓMSMÁL Anthony Lee Bellere, rúmlega fertugur karlmaður, hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn þremur ungum stúlkum. Dómurinn var kveðinn upp í Hæstarétti, sem þyngdi fangelsisrefsingardóm mannsins, sem kveðinn hafði verið upp í Héraðsdómi Reykjavíkur, um eitt ár. Maðurinn var einnig dæmd- ur til að greiða stúlkunum miska- bætur, frá 200 þúsund krónum upp í eina milljón króna. Stúlkurnar þrjár voru á aldrinum tólf til sextán ára þegar maðurinn braut gegn þeim með margvíslegu mjög grófu athæfi. Maðurinn neitaði sök en Hæsti- réttur sakfelldi hann fyrir brotin. Litið var til þess að hann er síbrota- maður. Þá var brotavilji hans ein- beittur. Brot hans beindust að ungum reynslulitlum stúlkum, sem hann beitti blekkingum til að kom- ast í samband við. Það gerði hann á spjallrásum á netinu. Maðurinn var einnig ákærður fyrir vörslu á barnaklámi og þjófnað. Hann játaði á sig þjófnað- inn en neitaði barnaklámsvörsl- unni. Hann var sakfelldur fyrir þá þætti ákærunnar. - jss HÆSTIRÉTTUR Þyngdi fangelsisrefsing- una um eitt ár. Rúmlega fertugur karlmaður dæmdur í Hæstarétti fyrir kynferðisbrot: Fimm ára fangelsi fyrir brot gegn þremur ungum stúlkum KÍNA, AP Íbúar á jarðskjálftasvæðunum í Kína hafa óspart látið reiði sína í ljós og saka stjórnvöld um spillingu sem hafi átt þátt í því hve alvarlegt tjónið varð af jarðskjálftanum 12. maí. Þótt æðstu leiðtogar þjóðarinnar hafi áunnið sér lof frá íbúum landsins fyrir skjót viðbrögð ríkir tor- tryggni, einkum gagnvart embættismönnum heima í héraði, bæjum og sýslum sem verst urðu úti. Mest er reiði foreldra þeirra tíu þúsund barna sem talið er að hafi farist í skjálftanum. Flest börnin lét- ust vegna þess að skólabyggingar hrundu. Í gær mátti sjá lögreglubifreið, sem reiður múgur hafði velt um koll. Um síðustu helgi lagðist embættis- maður á hnén og grátbændi reiða foreldra um að leggja ekki fram kvartanir til æðri yfirvalda vegna skólabygginga, sem sagðar eru hafa verið svo illa byggðar að þær þoldu ekki skjálftann. Á mánudaginn skýrðu stjórnvöld frá því að fjöl- skyldur sem misstu barn sitt af völdum jarðskjálft- ans fengju undantekningu frá eins barns-reglunni. Reglan var sett til að hafa hömlur á fólksfjölgun í Kína, og kveður á um að hver fjölskylda megi aðeins eignast eitt barn, og er sársauki foreldranna þeim mun meiri að þau hafa ekki mátt eignast annað barn en það sem þau misstu. Talið er að meira en áttatíu þúsund manns hafi farist í skjálftanum. Fimm milljónir misstu heimili sitt. - gb Reiðir foreldrar í Kína tortryggja stjórnvöld: Stjórnvöld sökuð um spillingu REIÐIR FORELDRAR Foreldrar sem misstu börn sín í jarðskjálft- anum hafa gagnrýnt stjórnvöld harðlega fyrir lélegar skóla- byggingar. NORDICPHOTOS/AFP Jónas, ertu svona ljónheppinn? „Þetta var algjör grís!“ Jónas Ragnar Halldórsson antíksali lenti í því að tveimur styttum af austurlensk- um ljónum var stolið af honum. Hann fann þau hins vegar aftur á uppboði í útlöndum. BÚRMA, AP Herforingjastjórnin í Búrma segir að fólk á neyðar- svæðum landsins þurfi ekki á neinum „súkkulaðistykkjum“ að halda frá alþjóðlegum hjálpar- stofnunum. Fólkið geti sem hægast bjargað sér á eigin spýtur og lifað af „fersku grænmeti, sem vex villt á ökrunum, og prótínríkum fiski úr ánum“. Stjórnin lofaði fyrir fáeinum dögum Ban Ki-moon, fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, að hleypa alþjóðlegu hjálparstarfsfólki inn á óseyrar- svæði Irrawaddy-fljótsins, þar sem fellibylurinn Nargis olli hvað mestum skaða í byrjun mánaðar- ins. Meðal hjálpargagna, sem dreift hefur verið til bágstaddra, eru orkurík súkkulaðistykki. - gb Herforingjastjórnin í Búrma: Fólkið þarf ekk- ert súkkulaði Hæstiréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms um að tveir menn, sem grunaðir voru um að hafa flutt 3.778 grömm af kókaíni til landsins árið 2006, skuli sýknaðir. Kókaínið var í bíl, sem fluttur var hingað inn í landið. DÓMSMÁL Sýknaðir af fíkniefnasmygli BANDARÍKIN, AP Barack Obama staðfesti í gær að hann væri að íhuga að fara í heimsókn til Íraks. Obama vísaði á bug sem „pólitískri brellu“ tilboði Johns McCain, forsetaframbjóðanda Repúblikanaflokksins, um að þeir færu saman í slíka heimsókn. McCain og Obama beina æ meir spjótum hver að öðrum frá því Obama fór með afgerandi hætti fram úr Hillary Clinton um útnefningu Demókrataflokksins. Obama vantar nú aðeins 45 kjörmenn upp á að tryggja sér tilskilinn meirihluta, alls 2.025 kjörmannaatkvæði, á flokksþingi demókrata í ágúst. - aa Framboðsbaráttan vestra: Obama hyggur á Íraksferð SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.