Fréttablaðið - 30.05.2008, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 30.05.2008, Blaðsíða 54
díana mist bland í gær og á morgun ... FIMMTUDAGUR 22. MAÍ: Mér var boðið á opnun Turnsins í Kópavogi og við vinkonurnar ákváðum að klæða okkur upp og sósa okkur að- eins til. Þarna voru Innlits/útlitssystur Nadia Banine og Þórunn Högnadóttir og pössuðu vel við svart/hvítt innrétt- aðan veislusalinn, sem og söngkonan Ragnhildur Gísladóttir og spúsi henn- ar, Birkir Kristinsson. Leikkonan Ilmur Kristjánsdóttir lét sig ekki vanta sem og Gulla í má mí mó. Stjörnuparið Svava og Bjössi í 17 léku á als oddi en Svava rifjaði upp liðnar stundir með ofurkokkinum Sigga Hall sem virtist afar sáttur við veitingarnar. Við vin- konurnar héldum okkur aftur í drykkj- unum eins og Geiri á Goldfinger sem gekk um veisluna eins og hertogi með lífvörð sér við hlið. Við vorum alsælar með þær veigar sem fram voru bornar og bíllinn var því skilinn eftir í Kópavog- inum. Við komum okkur saman um að fara í heimahús og horfa á Eurovision- geðveikina. Veigarnar höfðu gert sitt og við ákváðum í ölæði að taka fjög- urra manna skrúðgöngu niður Ásvalla- götuna með i-podinn á hæsta. Eftir þessa stórkostlegu marseringu okkar sem var hápunktur kvöldsins fór allt niður á við. Endaði heima hjá mér fyrir miðnætti, grá og guggin með maskara út á kinn. Upplitið langt í frá glæsilegt. FÖSTUDAGUR 23. MAÍ: Svartur dagur. Vaknaði í sófanum í öllum herskrúða gærdagsins. Rétt kom mér í vinnuna og var nær dauða en lífi. Skreið heim til mín og dó uppi í sófa annað kvöldið í röð. LAUGARDAGUR 24. MAÍ: Mér var boðið til vinkonu minnar í svo- kallað heimaspa og brúðkaups- áhorf. Klæddumst undirkjól- um, skáluðum í kampavíni, smurðum á okkur andlits- möskum og brúnkukremum til skiptis á meðan brúðkaup Jóakims og Marie fór fram í beinni. Ég hélt endur- nærð út í kvöldið, að vísu örltið appelsínugul eftir brúnkusmurningu en hress. Kíkti í bæinn seinna um kvöld- ið. Stelpurnar úr Amiinu voru á Dillon en þar þeytti Andrea Jónsdóttir skífum af sinni alkunnu snilld. Meðlimir Sigur Rósar héldu sig aftur á Boston sem og snyrtipinninn Þorlákur úr herrafata- verslun Kormáks og Skjaldar og Sammi Jagúar. Ég hitti krútt strák, í litlum stuttermabol og þröngum gallabuxum sem horfði á mig á barnum og sagðist langa til að kyssa mig. Einlægur sjens er ekki eitthvað sem er sjálfgefið í Reykja- víkurborg. Ég gaf honum símanúmerið mitt og hélt brosandi út í nóttina. SUNNUDAGUR 25. MAÍ: Símtal frá krúttinu sem leit út fyrir að vera ekki deginum eldri en 85-módel. Hann bauð mér á tónleika Bobs Dylan daginn eftir og áður en ég vissi af var ég búin að þakka fyrir boðið. MÁNUDAGUR 26. MAÍ: Krúttið sótti mig. Ég sá strax að hann var stressaður og skjálfandi á bein- unum en reynsluboltinn ég sá um að halda uppi samræðum. Ég sá þó fljótt að ég og krútti litli áttum ekkert sam- eiginlegt fyrir utan að hafa gaman af kossaflensi og því þakkaði ég guði að vera á leiðinni á tónleika en ekki út að borða með manni sem leit í dagsbirtu út eins og fermingardrengur. Á tónleik- unum voru Megas, Björn Jörundur, Egill Helga, Andrea Jóns og Daníel Ágúst og virtust þau njóta hverrar mínútu. Krútti kom allur til og eftir að hann var búinn að teyga nokkra bjóra var hann orðinn fjölþreifinn og innilegur. Ég var fljót að tilkynna honum að ég þyrfti að vakna snemma í fyrramálið þegar ég sá í hvað stefndi. Ágætis kvöld þó þrátt fyrir snertiótt krútt. Lundinn sem maðurinn minn veiddi í Ystakletti í Vestmannaeyjum er sætasti fugl sem til er. Myndin af dætrum mínum minnir mig á að ég á tvo engla. Afskorin blóm færa mér kraft. Ég reyni að hafa þau allt í kringum mig. Ég hef gaman af því að glugga í litlar bækur sem fá mig tl að brosa. Ég get ekki fengið nóg af súkkulaði. TOPP 10 Ég er veik fyrir fallegum skóm. Þessir eru í uppá- haldi hjá mér þessa dagana því þeir eru svo sumar legir. Málar- atrön- urnar, því þar næ ég innri ró og fæ útrás á striga. Gæti ekki verið án þeirra. Dagurinn byrjar alltaf á volgu vatni með ferskum sítrónusafa og því get ég ekki lifað án sítrónupressunnar. Ég fer nánast ekki út úr húsi án maskara. Fasteignasalan mín sem ég var að opna, Húsin í borginni, er mér efst í huga en þar ver ég öllum mínum stundum þessa dagana. Thelma Róbertsdóttir fasteignasali www.tækni.is Nútíma nám Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins, er nýr framsækinn framhaldsskóli, sem byggir á traustum grunni Fjöltækniskóla Íslands og Iðnskólans í Reykjavík. Tækniskólinn býður upp á öflugt nám til stúdentsprófs þar sem fjölbreytt úrval tækni- og iðnmenntunar er einnig í boði. Innan skólans eru ellefu skólar, hver með sitt sérsviðs, sem mynda saman einn öflugasta framhaldsskóla landsins. Umsóknarfrestur er til 11. júní FÖSTUDAGUR: Ferð án fyrirheits, tónleikar í Íslensku óperunni. Nafnið er sótt í eina af ljóðabókum Steins Steinars, en í ár eru liðin 100 ár frá fæðingu hans. Söngvararnir KK, Ellen Kristjáns- dóttir, Helgi Björnsson, Þorsteinn Einarsson, Hildur Vala og Svavar Knútur munu flytja lög sem samin hafa verið við kvæði skáldsins. Um- sjón með tónleikunum hefur Jón Ólafsson. Tónleikarnir hefjast kl. 20. LAUGARDAGUR: Sæþór Örn Ásmundsson opnar sýningu í Gallerí Verð- andi á milli klukkan 14-17, galleríið er staðsett í bóka- búðinni Skuld, Laugavegi 51. H E L G IN 14 • FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.