Fréttablaðið - 30.05.2008, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 30.05.2008, Blaðsíða 42
 30. MAÍ 2008 FÖSTUDAGUR2 ● fréttablaðið ● útivera Útivistarskólinn á Gufuskálum á Snæfellsnesi er fyrir ungt fólk á aldrinum fjórtán til átján ára. Slysavarnafélagið Landsbjörg rekur útivistarskólann og er hann opinn öllum á aldrinum fjórtán til átján ára. „Námið byggist á því að krakkarnir læri um almenna ferða- mennsku. Þeim er kennd rötun, kennt á kort og áttavita, það er farið í fyrstu hjálp, þau læra að klifra og síga, þau fara í rústabjörgun og við förum á slöngubáta, gönguferðir í nágrenninu og fleira,“ segir Ragna Sif Árnadóttir, leiðbeinandi í Úti- vistarskólanum. „Þetta gengur mikið út á að læra að vinna saman í hópi og í þessu felst mikil útivist og hreyfing,“ segir Ragna. Námskeiðin eru frá fimmtu- degi til þriðjudags. „Grunnnám- skeiðin eru á Gufuskálum og þar er gist inni við góðar aðstæður. Síðan er framhaldsnámskeið sem hægt er að fara á að grunnnámskeiði loknu og þá er farið í vikuútilegu. Í fyrra gengum við Laugaveginn með allt á bakinu og gistum í tjöldum. Það gekk rosalega vel og nú ætlum við að ganga Fimmvörðuháls og vera í Þórsmörk restina af vikunni,“ út- skýrir Ragna áhugasöm. Námskeiðið kostar 32.000 krón- ur fyrir almenning en félagsmenn í Slysavarnafélaginu Landsbjörg fá afslátt. Allt er innifalið í því verði nema ferðir til og frá Gufuskálum. „Við sköffum allan mat og búnað, gistingu og skemmtun,“ segir Ragna og bætir við að gríðarlega mikil aðsókn hafi verið í skólann. „Það er allt orðið stútfullt hjá okkur í sumar og komast í raun færri að en vilja.“ Námskeiðin eru góð leið til að kynnast skemmtilegu fólki og njóta náttúrunnar. Markmið Útivistar- skólans er þó fyrst og fremst að kenna ungu fólki að ferðast á ör- uggan hátt og bregðast við slys- um ef þau gerast. „Þetta er hagnýt kynning á fjallaferðum og fyrstu hjálp en til að fá gráðu þá þarf að halda áfram í björgunarsveitar- starfi,“ segir Ragna en hún er ein af fimm leiðbeinendum, sem eru allir vanir björgunarsveitarstarfi. Allar nánari upplýsingar er hægt að nálgast í síma 570 5900 eða á heimasíðu Landsbjargar, www. landsbjorg.is. - hs Öruggir unglingar á ferð Í Útivistarskólanum eru unglingum kennd rétt viðbrögð við slysum og leiðir til björgunar. Það er oft glatt á hjalla í Útivistarskólanum og er þetta tilvalin leið fyrir ungt fólk að kynnast öðru hressu fólki. MYNDIR/LANDSBJÖRG Oft er glatt á hjalla enda gaman að kynnast nýju fólki. Ragna Sif er einn af leiðbeinendum Útivistarskólans og er hún alvön björgunarstörf- um og fjallaferðum. Fjallið hér í bakgrunni er Hvannadalshnjúkur en myndin var tekin á leið á Hrútafjallstinda. Útivera er holl og góð og eitthvað sem maður gerir ekki nóg af í dagsins amstri. Góður útivistarbúnað- ur gerir útiveruna þægilega. Ekki er lengur hægt að finna af- sakanir út af veðri því til er útivistarfatnaður og fylgihlutir fyrir allar aðstæður. Hvort sem úti er rigning, rok, kuldi eða bongó- blíða þá er hægt að fá búnað sem hentar fyr- ir allar aðstæður. Til í slaginn Töff OR Out- door Research derhúfa, flott í útiveruna. Fæst í Everest og kostar 3095 krónur. The North Face Terrainius göngu- skór frá Útilífi. Þeir eru léttir en sterkir og henta vel fyrir styttri gönguferðir. Skórnir eru vatnsheldir með Goretex öndurnarfilmu. Þeir kosta 14.990 krónur. The North Face venture jakki. Hann er vind- og vatnsheldur með Hyvent öndurnarfilmu. Hann kostar 19990 krónur. Árlegir bryggjudagar í Kópavogi fara fram um helgina. Nokkrir áhugamenn um BMX-hjól ætla sér að vera með stórskemmti- lega uppákomu á laugardaginn klukkan 15 sem nefnist Bryggju- busl. Stökkpallar verða settir upp á bryggjunni og ofurhugar ætla að stökkva í sjóinn á hjólun- um og gera ýmsar kúnstir í leiðinni. Stökkpallarnir eru tveir og annar er fyrir keppendur sem vilja ná háu stökkvum og hinn pallurinn er fyrir keppendur sem vilja ná sem lengst. Til gamans má segja frá því að komið verður fyrir skot- marki í sjónum sem kepp- endur reyna að hitta á í langstökk- um sínum. Gefin verða stig fyrir keppendur sem mæta í skemmti- legum búningum. Búningaval er algjörlega frjálst og svo mega keppendur stökkva á öllu því sem er á hjólum svo fremi sem pallarnir þoli farartækið. Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin og þar eru áhorfend- ur í dómarasætinu. Á sama tíma og keppnin fer fram í Kópavogi mun samskon- ar keppni fara fram í Vest- mannaeyjum. Áhugasam- ir um þessa stökkkeppni eru hvattir til að mæta á Bakkabraut í Kópa- vogi klukkan 15 en þeir sem vilja taka þátt verða að hafa náð fimmtán ára aldri. - mmr Stokkið í sjóinn Leki Enzian göngustafir eru ómissandi í vel- heppnaða gönguferð. Þessir fást í Útilífi og kosta 5.990 krónur. Þessi Mammut peysa er einstaklega þunn og hlý og úr efni sem andar. Hún fæst í Everest og kostar 16955 krónur. Raichle Softshell gönguskór henta vel innanbæjar sem utan. Sólinn er mjúkur og skórinn veitir fætinum góðan stuðning. Þeir fást í Everest og kosta 19795 krónur. Didriksons regn- buxur eru vatns-og vindheldar og gerðar úr teygjanlegu efni sem gerir þær enn þægilegri. Regnjakki er seldur með. Settið fást í Ellingsen og kosta 9580 krónur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.