Fréttablaðið - 30.05.2008, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 30.05.2008, Blaðsíða 36
D ögg Hjaltalín, viðskipta- fræðingur og fjárfesta- tengill hjá Eimskip, ákvað að söðla um. Í framhald- inu sagði hún starfi sínu lausu hjá Eimskip til að opna eigin bókabúð sem selur aðallega viðskiptabæk- ur. „Mig langaði til að gera eitt- hvað nýtt. Ég hef alltaf keypt mikið af viðskiptabókum erlendis og því fannst mér vera markaður fyrir sérverslun af því tagi hér heima,“ segir Dögg. Þegar hún er spurð að því hvort þetta skjóti ekki skökku við í kreppunni segir hún svo ekki vera. „Þegar enginn hefur efni á að drekka kampavín er betra að lesa uppbyggilegar viðskiptabækur sem luma á mörgum góðum lausnum,“ segir Dögg og þvertekur fyrir að þetta séu einhverjar sjálfshjálpar- bækur. Bókabúðin ber nafnið Skuld og þótt það hljómi tvírætt segir hún það viðeigandi þar sem það sé vísun í örlaganornirnar þrjár og Skuld var sú sem sagði til um framtíð- ina. „Mér fannst skipta máli að hafa smá húmor í þessu og þess vegna valdi ég þetta nafn,“ segir Dögg. martamaria@365.is Viðskiptabækur í stað kampavíns „Ég er að æfa stíft núna fyrir Ólympíuleikana í Kína, en fyrst keppi ég í Barcelona og fer í æfinga- búðir þar ásamt sundfélagi KR,“ segir Ragnheiður Ragnarsdóttir sundkona sem fer í annað sinn á Ólympíuleikana fyrir Íslands hönd í sumar. „Stefnan er að fara fyrst til Singapore í júlí og vera í æfinga- búðum þangað til við förum til Kína í byrjun ágúst, svo þetta verður 5 til 6 vikna ferð í heildina,“ segir Ragnheiður sem vinnur ekki aðeins að undirbún- ingi Ólympíuleikanna með sundæfingum. „Við sem förum út erum að læra undirstöðuatriðin í kínversku upp í ÍSÍ og fáum einnig fræðslu í kínverskum siðum og venjum, því það er ekki víst að maður geti bjargað sér á ensku á svo fjarlægum slóðum.“ Aðspurð hvernig ferðalagið leggst í hana virðist Ragnheiður vera öllu vön. „Við fórum á heimsmeist- aramótið í Melbourne í Ástralíu í fyrra og vorum þar í heilan mánuð. Svo hef ég líka verið að keppa mikið á vesturstönd Bandaríkjanna og fer reyndar nokkrum sinnum á ári til Barcelona því auk þess sem við keppum þar og æfum, býr besta vinkona mín í borginni. Mér líður rosalega vel þar og er búin að læra spænskuna.“ Ragnheiður er þó ekki aðeins hæfileikarík sund- kona því nýverið útskrifaðist hún sem förðunar- fræðingur frá Snyrtiakademíunni með ágætis- einkunn. En hvenær kviknaði áhuginn á förðuninni? „Mig hefur alltaf langað til að læra förðun og eftir áramót ákvað ég bara að skella mér í námið,“ segir Ragnheiður sem hefur haft nóg fyrir stafni síðan hún útskrifaðist. „Ég er búin að vera að farða á fullu síðan ég kláraði í apríl, bæði fyrir brúðkaup, veislur og aðeins fyrir sjónvarp. Þetta gengur vel því ég er með sveigjanlegan æfingatíma í sundinu og get því tekið verkefni eftir hentisemi. Það er góð tilbreyting að farða því ég er að kenna sund og íþróttir í Lauga- lækjaskóla og á því nánast heima í lauginni,“ segir Ragnheiður og bætir við að förðunin geti komið sér vel á Ólympíuleikunum. „Við stelpurnar sem erum að fara út ættum að vera vel farðaðar á milli þess sem við verðum að keppa,“ segir Ragnheiður og hlær. -ag Sunddrottningin Ragnheiður Ragnarsdóttir æfir fyrir Ólympíuleikana Syndir og farðar Ragnheiður er útskrifaður förðunarfræðingur og sannkölluð sunddrottning. Kvikmyndin Sex and the City verður frumsýnd á Ís- landi í dag. Allir aðdáendur vinkvennanna ættu ekki að láta myndina framhjá sér fara. Myndin ku vera óend- anlega skemmtileg og ekki er klæðnaðurinn af verri endanum, endalaus lúxus og lekkerheit í bland við há- tísku og skemmtilegar fatasamsetningar. EKKI MISSA AF BRÚÐKAUPI ALDARINNAR Dögg Hjaltalín í bókabúðinni Skuld á Laugavegi 25. 4 • FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.