Fréttablaðið - 30.05.2008, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 30.05.2008, Blaðsíða 20
20 30. maí 2008 FÖSTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 214 4.800 -0,09% Velta: 2.074 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atorka 6,98 +0,00% ... Bakkavör 33,60 -3,17% ... Eimskipafélagið 20,50 -0,24% ... Exista 10,12 +0,10% ... Glitnir 17,55 -0,28% ... Icelandair Group 20,55 +0,00% ... Kaup- þing 781,00 +0,52% ... Landsbankinn 25,50 -0,20% ... Marel 95,10 +0,00% ... SPRON 4,61 +0,22% ... Straumur-Burðarás 11,40 -0,87% ... Teymi 3,31 +0,00% ... Össur 98,10 -0,1% MESTA HÆKKUN KAUPÞING +0,52% FØROYA BANKI +0,32% SPRON +0,22% MESTA LÆKKUN BAKKAVÖR -3,17% ATLANTIC AIRWAYS -1,16% STRAUMUR -0,87% „Undirbúningur hjá öllum er í fullum gangi. Við stefnum að því að þessi viðskipti hefjist 24. nóv- ember,“ segir Einar Sigurjónsson, forstjóri Verðbréfaskráningar. Alþingi hefur samþykkt lög um rafræna eignaskráningu verð- bréfa. Þau eru forsenda þess að hægt verði að eiga viðskipti með hlutabréf í evrum. Til stóð að þessi viðskipti hæfust í lok september í fyrra, þegar Straumur-Burðarás hugðist umskrá bréf sín í evrur. Seðlabankinn gerði athugasemdir við fyrirkomulagið og taldi að lagastoð vantaði til þess að loka- uppgjör færi í gegnum stór- greiðslukerfi annarra en Seðla- bankans. „Við unnum þetta hratt til þess að eyða lagaóvissunni. Það hefur nú tekist,“ segir Björgvin G. Sig- urðsson, viðskiptaráðherra. - ikh Evra í Kauphöllina fyrir nóvemberlok KAUPHÖLLIN Stefnt er að því að við- skipti með hlutabréf í evrum hefjist í lok nóvember. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Það er andstætt góðum viðskipta- háttum að lauma kortum inn á markaðinn með þeim hætti sem hér virðist hafa verið á hafður,“ segir í bréfi Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ), sem félagsmenn fengu í hendur um miðjan mánuð- inn. Bréfið fjallar um nýlega útgáfu American Express-greiðslukorta. Samtökin gagnrýna að þessi kort séu aðeins gerð upp mánaðarlega auk þess sem söluþóknun sé tvö- til fjórföld á við það sem algeng- ast sé hér á markaði. Þá er miðað við það sem almennt gildir um Mastercard og Visa-kort. „Út af fyrir sig er ekkert við því að segja að kort sem ber svo mikið af fríðindum sé gefið út, en afstaða SVÞ er sú að korthafar eigi að greiða fyrir þau fríðindi en ekki söluaðilar [...],“ segir í bréfinu. Kvartað hafi verið undan þessu við samtökin. Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir að tekið sé við kortinu í verslunum Haga. Þar á meðal eru Karen Millen, Útilíf, Oasis og fleiri. „Við stöndum í samningum við Borgun vegna þessara korta. Þóknunin er hærri en á öðrum kortum og ekki mikið svigrúm fyrir því.“ Hann segir líklegt að samningum ljúki á allra næstu dögum. „Það er aðkallandi að klára þetta.“ Hermann Guðmundsson, for- stjóri N1, sem rekur Bílanaust, bensínstöðvar og fleira, segir að ekki sé hægt að sætta sig við þau kjör sem boðin voru á kortinu. „Við erum að fara yfir þessi mál og bíðum þess að Borgun geri okkur tilboð sem við sættum okkur við.“ Málið er einnig til skoðunar hjá Norvik, sem rekur fjölmargar verslanir hérlendis. Haukur Oddson, forstjóri Borg- unar, sem gefur kortið út, segir að um tuttugu seljendur hafi haft samband við fyrirtækið en enginn hafi sagt upp samningum. Rætt sé við aðila um kjör en samningar við hvern og einn séu trúnaðarmál. „En okkur þykir afar óviðeigandi að samtök eins og SVÞ veitist gegn einni vöru á markaði.“ ingimar@markadurinn.is Hafna margfaldri kreditkortaþóknun SVÞ gagnrýna háa söluþóknun og uppgjörstíma nýrra American Express-greiðslukorta. Forstjóri Borgunar segir gagnrýnina óviðeigandi. Hagar vilja semja. ÚR VERSLUN OASIS Verslanir Haga og N1 standa í samningum við Borgun um lækkun á þóknun seljenda vegna American Express-greiðslukortsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Þetta er ótrúleg ósvífni. Það er ekkert mál að ræða við viðskipta- vini sína og semja um svona hluti. En svona einhliða sending er mér ekki að skapi,“ segir Pétur Georg Guðmundsson, framkvæmdastjóri Litavers. BYKO hefur sent birgjum og þjónustuaðilum bréf þar sem þeim er tilkynnt um að greiðslufrestur hafi verið lengdur og framvegis verði reikningar greiddir 60 dögum eftir lok úttektarmánaðar. Reikningar munu hingað til hafa verið greiddir um 20 dögum eftir lok úttektarmánaðar. Byko segir í bréfinu að lengri frestur taki gildi frá og með úttektarmánuði í júní og gildi fyrir BYKO, Intersport, ELKO og Húsgagnahöllina. Pétur Georg segist ekki vera í miklum viðskiptum við BYKO og því þori hann að vekja athygli á málinu. Hins vegar hafi hann rætt við sex birgja sem eigi mikilla hagsmuna að gæta í viðskiptum við fyrirtækið, sem ekki þori að tjá sig af ótta við að missa við- skipti. Pétur Blöndal alþingismaður segir að svona einhliða tilkynning sé skrítin í samskiptum fyrir- tækja. „Annað hvort er þetta dóna- skapur eða menn telja sig hafa slíka yfirburðarstöðu á markaði að geta komið svona fram. Sam- keppniseftirlitið á að vaka yfir svona málum myndi ég halda.“ „Aðilum á markaði er opið að beina til okkar erindum en þetta mál hefur ekki komið til okkar kasta enn sem komið er,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Hvorki náðist í fjármálastjóra né forstjóra BYKO við vinnslu fréttarinnar. Steinn Logi Björnsson, forstjóri Húsasmiðjunnar, segir að þar á bæ séu ekki teknar einhliða ákvarðanir um greiðslufrest. „En auðvitað reynum við að semja um sem lengstan frest í þessu árferði.“ - ikh Samkeppniseftirlit vaki yfir BYKO ÚR VERSLUN BYKO Birgjar eru óánægðir með einhliða ákvörðun fyrirtækisins um að lengja greiðslufrest. Frederic Mishkin, einn banka- stjóra bandaríska seðlabankans, sagði upp störfum í fyrradag. Mishkin skrifaði skýrslu um íslensk efnahagsmál og stöðu fjár- málafyrirtækja í bankakreppunni hér fyrir tveimur árum ásamt dr. Tryggva Þór Herbertssyni, þá for- stöðumanni Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Viðskiptaráð, sem réð hann til starfa, greiddi honum tíu milljónir króna fyrir, að því er segir í umfjöllun Wall Street Journal í gær. Það er tveimur millj- ónum meira en hann fékk saman- lagt fyrir fimm önnur verk. Mishkin hættir hjá seðlabankan- um í byrjun ágúst og mun snúa sér að kennslu í hagfræði á ný. - jab Seðlabanka- stjórinn hættirBónusar í skugga fjármálakrísu Starfsfólk í bresku fjármálalífi fékk 12,6 milljarða punda, jafnvirði 1.800 milljarða íslenskra króna, í bónusgreiðslur á fyrsta ársfjórðungi. Þetta er hálfum milljarði punda meira en í fyrra og eru hæstu greiðslur sem sést hafa þar í landi til þessa. Hæstu greiðslurnar lentu í vösum verðbréfamiðlara hjá fjárfestingarbönk- um og vogunar- sjóðum, að sögn breska blaðsins Daily Telegraph. Greiðslurnar þykja skjóta skökku við í skugga lausa- fjárþurrðarinnar sem skekið hefur fjármálamarkaði frá í fyrrasumar. Hagnaður frá fyrri hluta síðasta árs Mervyn King, seðlabankastjóri Bretlands, hefur jafnframt gagnrýnt greiðslurnar harðlega og sagt að þær þjóni ekki hagsmunum bankanna. Breskir fjöl- miðlar segja greiðslurnar tilkomnar vegna hagn- aðartöku starfsfólks í fjármálageiranum á fyrri hluta síðasta árs. Þá hafði lausafjárþurrðin ekki bitið í bækur fjármálafyrirtækja. Ef til vill þarf ekki stór- kostlega spámenn til að segja fyrir um að bónusgreiðslur nái tæpast sömu hæðum alveg á næstunni. Peningaskápurinn ... ALÞJÓÐAFJÁRMÁL 11:00 Setning ráðstefnunnar 11:05 Richard Portes, London Business School: The euro as an international currency: Costs and benefits for the euro area 12:00 Léttur hádegisverður 12:25 Hélène Rey, London Business School: Valuation effects and external assets 13:20 Kai Truempler, London Business School: Carry trades and monetary policy: Implications for exchange rate dynamics 14:15 Kaffihlé 14:40 Friðrik Már Baldursson, Reykjavik University: Inflation targeting: The Icelandic experience 15:35 Gauti Eggertsson, Federal Reserve Bank of New York: The US financial crisis 16:30 Ráðstefnuslit Tekið er við skráningum í skraning@ru.is. Ráðstefna á vegum Rannsóknarstofnunar í fjármálum við HR þriðjudaginn 10. júní kl. 11:00, Háskólanum í Reykjavík, Ofanleiti 2, stofu 101
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.