Fréttablaðið - 30.05.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 30.05.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI JARÐSKJÁLFTI Á þriðja tug manna leitaði til heilsugæslu vegna minni- háttar meiðsla eftir að jarðskjálfti sem mældist 6,3 á Richter-kvarða reið yfir Suðurland í gær. Í gær- kvöldi var ekki vitað til þess að fólk hefði slasast alvarlega. Skjálftinn, sem telst til Suður- landsskjálfta, varð klukkan 15.46 í gær. Sérfræðingar Veðurstofu Íslands sögðu í gærkvöldi að um tvo skjálfta hefði verið að ræða. Talið er að sá fyrri hafi komið þeim síðari af stað, og þeir riðið yfir svo gott sem samtímis. Sá fyrri átti upptök sín undir Ingólfs- fjalli, um fimm kílómetrum austsuðaustan við Hveragerði. Meginskjálftinn varð hins vegar um þremur kílómetrum vestar, sunnan við Hveragerði. Mikið tjón varð á innanstokks- munum í Hveragerði, á Selfossi og víðar, segir Víðir Reynisson, deildar- stjóri almannavarnadeildar rík- is lögreglustjóra. Þá varð talsvert tjón á húsum á svæðinu og víða komu sprungur í veggi. „Það er ekkert heilt. Ekkert,“ sagði Sveinn Ingvason, íbúi í Hvera- gerði, um heimili sitt eftir skjálft- ann. „Bara allt í einum allsherjar graut.“ Heilsugæslustöðin í Hveragerði var rýmd vegna skemmda svo læknar og hjúkrunarfólk þurftu að gera að sárum slasaðra utandyra. Þá voru fleiri stofnanir rýmdar, þar með talið vistheimili aldraðra og fangelsið að Litla-Hrauni. Um tíu manns voru sendir til Reykjavíkur til aðhlynningar, en gert var að sárum annarra á staðnum. Yfir 300 björgunarsveitarmenn frá Slysa- varnafélaginu Landsbjörg flykkt- ust á vettvang fljótlega eftir skjálft- ann. Björgunarsveitarmenn fóru á milli húsa, á sveitabæi og í sumar- hús til að kanna hvort þörf væri á aðstoð. Fólk í nágrenni skjálftans var beðið um að halda sig utandyra fram á kvöld af ótta við harða eftir- skjálfta. Um klukkan 20 bárust þær upplýsingar frá Veðurstofunni að ólíklegt væri að skjálfti af svipaðri stærðargráði riði yfir aftur. Fólki var í kjölfarið leyft að snúa aftur í hús sem ekki skemmdust. Ekki var talið óhætt að gista í skemmdum húsum. Fjöldahjálparstöðvar Rauða kross Íslands voru settar upp í Hveragerði, Selfossi, Þorlákshöfn og víðar. Þar var boðið upp á mat og gistingu, segir Sólveig Ólafsdóttir, sviðsstjóri útbreiðslusviðs hjá RKÍ. Almannavarnir tilkynntu í gær- kvöldi að leik- og grunnskólar í Árborg yrðu lokaðir í dag. Aragrúi minni eftirskjálfta fylgdi skjálftanum. Þeir stærstu voru á bilinu 3,5 til 4 á Richter. Eitthvert tjón varð á Óseyrarbrú og Ölfusár- brú, sem og á slitlagi á vegum. Talið er að kostnaður við viðgerðir á vegum og brúm geti hlaupið á tugum milljóna króna. Ekki varð tjón á veitumannvirkj- um Orkuveitu Reykjavíkur eða Landsvirkjunar. - bj / sjá síður 4 til 10 HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA HELGIN VINNUVÉLAR O.FL. Arinbjörn Marinósson, verðandi viðskiptafræð- ingur frá Háskólanum í Reykjavík, er mikill grillari. Arinbirni þykir fátt skemmtilegra en að bjóða vinum og vandamönnum í dýrindis grillveislur. Arinbjörn fékk fyrir nokkrum áafmæli jöf einn fjórði bolli af sítrónusafa, vatn og tvær mat- skeiðar af olíu. Síðan má ekki gleyma einni krukku af salsasósu. Þetta eru ekki margir hlutir og því auðvelt að grilla og matreiða réttinn,“ segir Arinbjörn og lýsir því næst aðferðinni. „Best er að byrja kvöldið áður því naut l þurfa að marinera t Grillar oftast nautalundir Stoltur grilleigandi sem grillar allt árið. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 6.490 kr. 4ra rétta tilboðog nýr A la Carte · Léttreiktur lax með granateplum og wasabi sósu · · Kókos og engifersúpa með grilluðum tígrisrækjum · · Lambahryggur með lambaskanka og rósmarínsósu ·· Banana- og súkkulaðifrauð með vanillusósu · Gjafabréf PerlunnarGóð tækifærisgjöf! Hægt er að panta 4ra rétta seðilinn með sérvöldu víni með hverjum rétti: 9.990 kr. LEIKIR OG LEIKFÖNGÍ Árbæjarsafni verður einn af hápunktum sumars-ins sýningin „Komdu að leika“ sem fjallar um leiki og leik- föng reykvískra barna á 20. öld. HELGIN 3 NÆRINGARRÍKT NESTIAuðvelt er að útbúa hollt og gott nesti fyrir börn og fullorðna sem þurfa að vera að heiman allan daginn í vinnu eða skóla. MATUR 2 útiveraFÖSTUDAGUR 30. MAÍ 2008 Listhúsinu LaugardalReykjavík Sími: 581 2233 Dalsbraut 1 Akureyri Sími 461 1150 Eftir að ég fékk mér IQ-CARE hef ég ekki fundið til í bakinu! Sölvi Fannar ViðarssonFramkvæmdastjóri Heilsuráðgjafar Ég mæli hiklaust með 6 mán. vaxtalausar raðgr. Svifið um loftinFélagar í Fisfélagi Reykjavíkur stunda háskalega útivist. BLS. 4 Skotárás í skóginum Adrenalínið fer á fullt í ferðum M16. BLS. 6 Sími: 512 5000 FÖSTUDAGUR 30. maí 2008 — 145. tölublað — 8. árgangur VEÐRIÐ Í DAG FÖSTUDAGUR FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 2008 FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS &best verst Hverjir eru klæddu karlmenn Íslands? Eru hnakkarnir á útleið? Hverjir eru best og verst klæddu menn landsins? FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG ARINBJÖRN MARINÓSSON Skemmtilegt að bjóða í dýrindis grillveislur matur helgin Í MIÐJU BLAÐSINS ÚTIVERA Unglingar spreyta sig á Gufuskálum Sérblað um útivist FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Akureyri, Glerártorg Sjáumst á frábæru opnunarhátíð TOYS”R”US sem hefst klukkan 10 Fyrsta heilsulindin Baðhúsið fagnar fimmtán ára starfsafmæli. TÍMAMÓT 30 Umkringdur varnartröllum Þorsteinn Joð verður vel varinn á EM í sumar. FÓLK 50 Keyra á fullum krafti Ísland mætir Argentínu í kvöld í fyrsta leiknum af þremur í forkeppni ÓL 2008. ÍÞRÓTTIR 46 ÚRKOMULOFT Í dag verður yfir- leitt hæg suðvestlæg átt. Leifar af úrkomu eystra framan af degi en fer að rigna vestan til seint í dag eða kvöld. Hiti 10-16 stig. VEÐUR 4 13 13 14 14 14 Á þriðja tug slasaðir eftir harðan Suðurlandsskjálfta Jarðskjálfti sem mældist 6,3 á Richter skók jörð skammt frá Hveragerði á fjórða tímanum í gær. Tilkynnt var um minniháttar meiðsl á fólki. Mikið tjón varð á innanstokksmunum og víða varð tjón á byggingum. „Það fyrsta sem ég hugsaði var litli strákurinn minn sem svaf í hjónarúminu. Ég var að prjóna inni í stofu þegar stóri skjálftinn kom af öllu afli. Ég hljóp af stað en datt strax á gólfið. Ég skreið síðustu metrana á meðan allt hrundi í húsinu og brotnaði í kringum mig. Þegar ég kom inn til Ásgeirs hafði stór tvöfaldur fataskápur hrunið yfir rúmið þar sem hann svaf,“ segir Lísa Ásgeirsdóttir, íbúi að Borgarhrauni 20 í Hveragerði. Svona upplifði Lísa andartökin á meðan Suður- landsskjálftinn reið yfir síðdegis í gær. Hún veit að litlu munaði að Ásgeir litli, sem er eins og hálfs árs gamall, meiddist alvarlega. „Plöturnar úr skápnum lágu aðeins sentimetra frá höfðinu á honum þegar ég kom inn til hans. Ég reif hann upp úr rúminu og stóð í dyragættinni á meðan skjálftarnir kláruðust.“ Lísa segist hafa orðið mjög hrædd en öðru máli gegndi um þann stutta, sem skemmti sér hið besta. Það eina sem hann hafði um málið að segja var „rugga meira, rugga meira“. Lísa og eiginmaður hennar, Hjalti Allan Sverris- son, tóku þá ákvörðun að best væri að dvelja ekki í húsinu næstu daga. Lísa hringdi því í vinafólk sitt sem sótti hana austur fyrir fjall. Faðir hennar keyrði þau mæðginin síðan á Grundarfjörð seint í gærkvöldi, en þaðan er Lísa ættuð. „Við ætlum að vera heima á Grundarfirði yfir helgina og jafna okkur. Síðan kíkjum við á skemmd- irnar, en það skiptir ekki máli. Strákurinn minn slapp og það er fyrir öllu.“ - shá Móðir skreið í geðshræringu í átt að sofandi syni sínum meðan allt hrundi í húsinu: Skápur féll sentimetra frá höfði drengsins LÍSA OG ÁSGEIR Fataskápur hrundi yfir rúmið þar sem Ásgeir svaf. Aðeins munaði sentimetrum að þungar plöt- urnar lentu á höfði drengsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR EFTIRSKJÁLFTANNA BEÐIÐ Í Hveragerði biðu þau Frosti Gylfason, Sonja Björg Fransdóttir, Guðbjartur Fransson, Erna Margrét Magnúsdóttir og Ósk Guðvarðardóttir ásamt fjölskyldum sínum frekari eftirskjálfta stóra skjálftans sem skók landið í gær. Margir Hvergerðingar brugðu á það ráð að gista í tjöldum, tjaldvögnum eða fellihýsum við heimili sín eða á tjaldsvæðinu í Hveragerði. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SKJÁLFTASVÆÐIÐ Upptök skjálftans voru mjög nærri þéttbýli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.