Fréttablaðið - 31.05.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 31.05.2008, Blaðsíða 8
8 31. maí 2008 LAUGARDAGUR UTANRÍKISMÁL „Ég andmæli því harðlega að mannréttindabrot eigi sér stað í Guantánamo-búð- unum, eins og gefið er í skyn í ályktuninni,“ sagði Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, um ályktun Alþingis þar sem meðferð fanga Bandaríkja- hers í Guantánamo er fordæmd. Alþingi samþykkti einróma í fyrrinótt ályktun þar sem for- dæmd er hin „ólöglega og ómann- úðlega meðferð á föngum í búðum Bandaríkjamanna við Guan- tánamo-flóa á Kúbu“. Í ályktun- inni felur Alþingi einnig ríkis- stjórn Íslands að beita sér fyrir því á alþjóðavettvangi að fanga- búðunum verði lokað. Ingibjörg Sólrún afhenti Rice ályktunina á fundi þeirra í Höfða í gær og þær skiptust síðan á skoðunum um málið. Á blaðamannafundi strax að loknum fundi ráðherranna sagði Rice að George W. Bush Banda- ríkjaforseti hafi ítrekað sagst vilja loka búðunum, en jafnan rekið sig á eitt vandamál: „Hvað á að gera við það hættulega fólk sem er þarna?“ Hún segir að reynt hafi verið að senda fangana aftur til upp- runalands þeirra, og það hafi stundum tekist „en í sumum til- vikum hefur það því miður ein- ungis orðið til þess að við höfum hitt þessa sömu menn fyrir aftur á vígvellinum“. Loks mælti hún með því að íslenskir þingmenn kynntu sér skýrslu um Guan- tánamo-búðirnar, sem þingnefnd á vegum Öryggis- og samvinnu- stofnunar Evrópu hefur sent frá sér. Annars voru málefni kvenna ráðherrunum ofarlega í huga á fundi þeirra í gær. Ekki síst ræddu þær möguleika kvenleið- toga til þess að hafa áhrif á þróun heimsmálanna, og lögðu þar sér- staklega áherslu á ályktun örygg- isráðs Sameinuðu þjóðanna frá árinu 2000 um konur, frið og öryggi, „sem mér finnst að við utanríkisráðherrarnir ættum að taka sérstaklega upp á arma okkar og reyna að koma frekar áfram,“ að því er Ingibjörg Sól- rún sagði. Einnig ræddu þær Ingibjörg og Rice um Afganistan, málefni Mið- Austurlanda og friðarferlið þar, varnarsamstarf Íslands og Banda- ríkjanna, og skiptust stuttlega á skoðunum um hvalveiðar. Ólafur F. Magnússon borgar- stjóri tók á móti Rice þegar hún kom til fundar við Ingibjörgu í Höfða, en að loknum fundi ráð- herranna hélt Rice til fundar við Geir Haarde forsætisráðherra í forsætisráðherrabústaðnum við Tjarnargötu, þar sem þau snæddu saman hádegisverð. gudsteinn@frettabladid.is Segir engin mannrétt- indi brotin Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, snæddi hádegisverð með forsætisráðherra í gær. Hún ræddi málefni kvenna við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra í Höfða. Í skýrslu, sem Anne-Marie Lizin, full- trúi forseta þingmannanefndar ÖSE, sendi frá sér í júlí á síðasta ári eftir að hafa heimsótt búðirnar, segir meðal annars að meðferðin sem fangar Bandaríkjahers í Guantánamo- búðunum fá sé í fullu samræmi við bæði þriðju sameiginlegu grein Genfarsáttmálanna og bandarísk lög, „þar á meðal bann við pyntingum og grimmilegri, ómannúðlegri eða niðurlægjandi meðferð“. Meðferðin „tryggi þeim, í reynd, stöðu sem jafngildir stöðu stríðsfanga”. Á hinn bóginn eru bandarísk stjórnvöld í skýrslunni einnig sterk- lega hvött til þess að „gera sitt ýtrasta til að tryggja að fangabúðunum við Guantánamo-flóa, sem áfram valda lýðræðislegu orðspori Bandaríkjanna skaða, verði lokað og að fangarnir verði fluttir þaðan án tafar”. Þá er í skýrslunni mælt með því að sett verði á stofn alþjóðleg nefnd sérfræðinga sem fái það verkefni að þróa drög að nýjum alþjóðalögum sem taki á málum „nýrrar tegundar af stríðsmönnum”, og er þar átt við þá sem heyja stríð í reynd með hryðju- verkum án þess að tilheyra formlegu herliði neins ríkis. Í skýrslunni er einnig bent á það að bandarísk stjórnvöld hafi sjálf tekið þann pólinn í hæðina að berjast gegn hryðjuverkamönnum með hernaðarlegum aðferðum, en sú afstaða sé þvert á afstöðu Evrópu- ríkja og flestra aðildarríkja ÖSE, „sem líta á hryðjuverk sem glæpi og kjósa heldur að taka á þeim sem venjulegum sakamálum”. - gb SKÝRSLAN FRÁ ÖSE UM GUANTÁNAMO HEILBRIGÐISMÁL „Næturvarsla og neyðarhnappar verða að vera í íbúðarhúsnæði eldri borgara svo og neyðarhnappar fyrir sjúkl- inga,“ segir landssamband eldri borgara í erindi sem það hefur sent til heilbrigðisráðuneytisins. Tilefnið er umfjöllun Frétta- blaðsins um að engin næturvarsla né neyðarhnappar séu til staðar á dvalarheimili aldraðra á Djúpa- vogi. Íbúi þar hafi legið ósjálf- bjarga á gólfi næturlangt. „Margir hafa hringt til Lands- sambands eldri borgara og lýst áhyggjum sínum af þessu ástandi og spurt hvað gerst hefði til dæmis við eldsvoða,“ segir Borgþór S. Kærnested framkvæmda- stjóri Landsam- bands eldri borgara. „Vert er að minna á að víða um land er vel séð um íbúa á dvalar- heimilum eldri borgara. Hinu er hins vegar ekki að neita að úr ákveðnum atriðum er brýnt að bætt verði úr sem allra fyrst. Brunavarnir verða að vera í fullkomnu lagi. LEB hvetur viðkomandi stjórn- völd að taka strax á þessum vanda, þar sem hann er til staðar, og sjá til þess að eldri borgarar búi við öryggi á þeim heimilum sem rekin eru þeim til handa,“ segir í erindi LEB. - jss BORGÞÓR S. KÆRNESTED Landssamband eldri borgara sendir erindi til heilbrigðisráðuneytis: Næturvarsla og neyðarhnapp- ar á öllum dvalarheimilum                         !     "  #  $%&'(( )*)+,-- . #  1 Í hvaða borg var Íslendingur stunginn með hnífi fyrr í vikunni? 2 Hversu öflugur var Suður- landsskjálftinn síðastliðinn fimmtudag? 3 Með hvaða íslenska hand- boltaliði ætlar Birkir Ívar Guðmundsson að spila næstu þrjú árin? SJÁ SVÖR Á SÍÐU 62 HEILSAST Í TJARNARGÖTUNNI Geir H. Haarde forsætisráðherra heilsar Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fyrir utan Ráðherrabústaðinn. FRÉTTABLAÐIÐ GVA VIÐSKIPTI Samþykkt hefur verið viljayfirlýsing um samruna Verkfræðistofunnar Línuhönnun- ar auk Verkfræðistofu Suður- lands, RTS Verkfræðistofu og Verkfræðistofunnar Afls. Starfsmenn hjá hinu nýja fyrirtæki verða um 220 talsins. Meginmarkmiðið sameiningar- innar er að styrkja enn frekar samstarfið við viðskiptavini félaganna. Ákveðið hefur verið að sameinað fyrirtæki byggi höfuðstöðvar sínar á lóð Vísinda- garða Háskóla Íslands í Vatns- mýrinni. Stefnt er að flutningi fyrir árslok 2010 segir í fréttatil- kynningu fyrirtækjanna. - bþa Með höfuðstöðvar í Vatnsmýri: Verkfræðistofur sameinast „...fyrst á visir.is“ ...ég sá það á visir.is VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.