Fréttablaðið - 31.05.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 31.05.2008, Blaðsíða 18
18 31. maí 2008 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Á dögunum fagnaði embætti borgarstjórans í Reykjavík hundrað ára afmæli. Ráðhúsið fylltist af fyrrverandi borgar- stjórum (sem allt í einu eru orðnir svo margir á meðal vor að þeir gætu fyllt heila borgar- stjórn) og vinum þeirra. Þau heilsuðu upp á Ólaf F. Magnús- son sem brosti sínu breiðasta þrátt fyrir að ganga inn í veislusalinn með ólánsfréttir í eyra. Það hittist svo illa á að einmitt á 100 ára afmælinu hafði borgarstjóraembættið orðið fyrir mestu niðurlægingu í sinni merku sögu. Afmælisgjöf Ólafs F. Magnússonar til embættis síns var met í fylgisleysi. Skoðana- könnun sýndi 1,8% fylgi við flokk borgarstjóra. Fyrra metið átti Markús Örn Antonsson sem fór með fylgi Sjálfstæðisflokks- ins niður í 30% og þótti þá tilefni til afsagnar. Því er ólíklegt að met Ólafs verði slegið í náinni framtíð. Ekki er þó allt sem sýnist. Samkvæmt könnuninni voru það „Frjálslyndir og óháðir“ sem fengu hið magnaða 1,8% fylgi. Samkvæmt borgarstjóra situr hann hins vegar í umboði „F- listans“. Ekki var mælt fylgi við þann lista í umræddri könnun. Eða kannski mældist það ekki? Því væri nokkuð langsótt að eigna Ólafi öll þessi tæpu tvö prósent. Við skulum hins vegar vera sanngjörn og gefa honum rúman helming fylgisins sem merkt var Frjálsyndum og óháðum. Þá getum við sagt að eitt prósent borgarbúa styðji borgarstjórann sinn, myndi kjósa hann ef gengið yrði til kosninga. Nú kemur gamli góði frasinn: Einhvers staðar hefðu þetta talist tíðindi. Einhvers staðar í hinum vestræna heimi hefði þetta orðið tilefni til pólitískrar krísu. En ekki hér. Hér heldur borgarstjóri upp á hundrað ára afmæli embættis síns með eitt prósent fylgi í vasanum eins og ekkert sé og heldur svo áfram að tala um að verkin muni tala. Nú má enn segja að skoðana- kannanir séu ekki allt og örlög manna ráðist í kosningum. Þó hlýtur það að kallast nokkur bíræfni af borgarstjóra og samstarfsafli hans að láta eins og ekkert sé og sitja áfram. Geta skilaboðin orðið öllu skýrari? Hversu langt niður þarf fylgið að fara til þess að borgarstjóri taki að efast um réttmæti stöðu sinnar? Og hversu fylgislaus þarf hann að verða til þess að umboðsmenn hans sjái að sér? Það er mikið ábyrgðarverk af hálfu Sjálfstæðisflokksins að bjóða Reykvíkingum upp á 1% mann á stóli borgarstjóra. „Stóri flokkurinn“ smækkar sig illilega með þessu kostaboði. Hann er ríki gaurinn sem mætir á barinn og ætlar að vera flottur á því: Bjóða öllum gestum staðarins upp á glas af bjór. Með eitt prósent alkóhólmagni. Og skilur svo ekkert í því að allir séu ekki þakklátir og himinglaðir. „Umræðan hefur verið okkur erfið.“ Já. Umræðan á barnum verður flottræflinum erfið, þegar fólk hefur skálað og finnur að glösin eru full af bjórlíki. Ólafi F. Magnússyni er ekki alls varnað. Þótt nýverið hafi komið í ljós að hann hefur skrópað í allar utanlandsferðir á vegum borgarstjórnar verður hann seint vændur um leti. Hann hefur og sínar hugsjónir. Gömul hús og gamla flugvelli. Skoðanir sem eiga jafnvel stuðning meðal meirihluta borgarbúa. En hann á við vandamál að stríða. Hann er maðurinn sem seildist of langt. Sem fórnaði öllu fyrir völdin. Og það fyrsta sem fór var virðing samborgaranna. Líklega mun Ólafi F. Magnússyni aldrei takast að endurheimta hana. Líklega mun hann aldrei ná að hrista af sér púið af pöllunum sem dundi á honum við embættis- tökuna. Allra nýjasta könnunin sýnir að aðeins 14% borgarbúa bera traust til borgarstjórans. Jafnvel meira en helmingur hans eigin flokksmanna ber ekki traust til hans. (Hugtakið „hans eigin flokksmenn“ mun reyndar vera teygjanlegt þar sem Ólafur mun hafa sagt sig úr Frjálslynda flokknum fyrir ári síðan.) Það kostulegasta við þessa furðusögu er þó sú staðreynd að hún er rituð af sjálfum Sjálf- stæðisflokknum. Þessi merki flokkur sem eitt sinn var allsherjarfaðmur og ábyrgðarafl í höfuðborginni lýtur nú svo lágt að sitja í skjóli manns sem nýtur stuðnings innan við þúsund reykvískra kjósenda. Eitt prósent maðurinn valdar stöðu flokksins sem eitt sinn átti hér meirihlutafylgi. Olíuskip íslenskra stjórnmála eltir aflvana trillu. Ekki þarf að undrast að nýjasta könnunin á hug borgar- búa sýnir 27,7% stuðning við sitjandi borgarstjórnarmeiri- hluta. Það er nokkuð undir hinu fræga Markúsarlágmarki. Samt er hvorki rætt um afsagnir né endurmat. Á meðan forystan sefur liggja fulltrúarnir and- vana. Eitt prósent maðurinn UMRÆÐAN Eldhúsdagsumræður Í eldhúsdagsumræðunum fór Guðni Ágústsson mikinn að vanda. Ýmislegt í ræðunni var greinilega aðeins hugsað til skemmtunar en í ljósi raðfullyrðinga formannsins um að ríkisstjórnin hafi svikið aldraða í lífeyrismálum er óhjákvæmilegt að líta svo á að þar hafi Guðni verið að tala í fullri alvöru. Framsóknarmenn á þingi hafa líka hver af öðrum apað vitleysuna upp eftir formanninum. Þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir hafa þeir hins vegar látið hjá líða að rökstyðja mál sitt enda mun það reynast þeim örðugt. Í tilefni af þessum síendurteknu ósönnu fullyrðing- um er óhjákvæmilegt að undirstrika að aðgerðir þessarar ríkisstjórnar í lífeyrismálum hafa að sjálfsögðu verið í fullu samræmi við lög, fullu samræmi við þær yfirlýsingar sem ríkisstjórnin hefur gefið og staðreyndin er sú að aðgerðirnar ganga mun lengra en yfirlýsingar fyrri ríkisstjórna gáfu tilefni til. Milljarðar króna renna nú til lífeyris- þega umfram þær skuldbindingar sem ríkisstjórnir Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks kváðu á um. Fullyrðingar um annað eru beinlínis rangar. Hvergi í umræddum yfirlýsingum ríkisstjórna frá 2002 eða 2006 er kveðið á um að lægstu bætur almannatrygginga eigi að fylgja hækkun dagvinnutryggingar. Ég skora á Guðna Ágústsson, eins og ég hef áður skorað á Bjarna Harðarson, að benda á staðreyndir svikabrigslum sínum til stuðnings eða biðjast afsökunar á stóryrðun- um ella. Rangfærslur framsóknarmanna hagga ekki þeirri staðreynd að sjaldan eða aldrei hefur eins mikið verið gert í lífeyrismálum aldraðra og öryrkja og á þeim skamma tíma sem Samfylkingin hefur farið með málefni lífeyrisþega. Heildarfjárhæð aukinna lífeyrisgreiðslna mun nema um 9 milljörðum króna á heilu ári og jafngildir það um það bil 17% hækkun lífeyris, miðað við síðasta ár. Á tólf ára valdatíma framsóknarmanna komust þeir ekki með tærnar þar sem Samfylkingin hefur hælana í þessum efnum. Höfundur er aðstoðarmaður félags- og tryggingamálaráðherra. Enn segir Guðni ósatt HRANNAR BJÖRN ARNARSSON HALLGRÍMUR HELGASON Í DAG | Borgarmál S jávarútvegur lýtur sömu lögmálum og aðrar atvinnu- greinar. Hann verður að skila arði og standast samkeppni á mörkuðum, í tækni og um laun. Margar þjóðir hafa á hinn bóginn leyft sér að reka sjávarútveg á félagslegum grundvelli fyrir þá sök að skattborgararnir hafa verið fúsir til meðgjafar. Sú staða er ekki á Íslandi. Þó að stoðir þjóðarbúskaparins séu fjölbreyttari nú en áður eru lífskjör fólksins í landinu enn háð arðsemi í sjávarútvegi. Meirihluti mannréttindanefndar Samein- uðu þjóðanna taldi í áliti frá því í október á liðnu ári að brotið hefði verið á tveimur einstaklingum þegar markaðslögmál voru innleidd í fiskveiðistjórnunina. Ýmsir túlka álitið á þann veg að með því hafi Íslandi verið gert að hverfa frá markaðsbúskap í sjávarútvegi. Engri annarri aðildarþjóð Sameinuðu þjóðanna hafa verið sett slík skilyrði. Öllum öðrum aðildarþjóðum er heimilt að reka höfuðatvinnu- greinar sínar á grundvelli markaðslögmála. Það er hvergi talið brot á mannréttindum. Hömlur af því tagi hafa heldur ekki verið lagðar á aðrar fiskveiðiþjóðir. Hvers vegna ættu þær einungis að gilda um Ísland? Fiskveiðistjórnunin hefur vissulega verið umdeild. Hún hefur leitt til mikillar hagræðingar og aukinnar arðsemi. Öllum má vera ljóst að fráhvarf frá markaðslausnum við stjórn fiskveiða þýðir minni arðsemi og þar af leiðandi lakari lífskjör. Ísland hefur ekki undirgengist neinar skuldbindingar sem knýja stjórnvöld til slíkra ráðstafana. Það er vissulega hægt að veiða jafn marga fiska á mun fleiri fiskiskipum eftir pólitískum réttlætismælikvörðum. Það kostar einfaldlega meira. Hver á að borga brúsann? Í þessu ljósi vekur það upp spurningar þegar sjávarútvegsráð- herra boðar skipun nefndar til að endurskoða fiskveiðistjórnun- arkerfið í þeim tilgangi að svara áliti mannréttindanefndarinnar. Henni verður vitaskuld að svara. En íslensk stjórnvöld verða með skýrum hætti þegar í upphafi að standa fast á þeim grundvallar- rétti að mega stýra höfuðatvinnugreininni á grundvelli markaðs- lögmála eins og aðrar þjóðir. Mikilvægi þess að það sé gert má ráða af þeim hugmyndum sem fram hafa komið á Alþingi um að Íslandi sé skylt að hverfa frá markaðsbúskap í atvinnugreininni. Enginn stjórnmálaflokk- ur hefur sett fram skýrar heildstæðar og útfærðar tillögur um annan kost við fiskveiðistjórnun. Fyrr í þessari viku kynnti Vinstri hreyfingin grænt framboð hins vegar hugmyndir sem boða frá- hvarf frá markaðsreglum við fiskveiðistjórnun. Hugmyndir flokksins ganga út á að svipta allar útgerðir og alla smábátasjómenn öllum veiðirétti á tilteknum tíma. Krafan er að fyrstu sviptingar veiðiréttar verði gerðar þegar á komandi hausti. Í þessu efni er stefnumörkunin skýr. Hitt er óljósara hvað á að koma í staðinn. Þó má ráða að stefnt er að félagslegri stjórnun með víðtækri ríkismiðstýringu. Ekkert er við því að segja að kerfi af þessu tagi sé innleitt ef fyrir því er vilji meirihlutans á Alþingi. En slík lífskjarafórn er ekki kvöð samkvæmt alþjóðlegum skuldbindingum. Í því sam- bandi má ekki gleymast að mannréttindi eru líka fólgin í því að atvinnugreinar njóti jafnrar samkeppnisstöðu á markaði til að bjóða samkeppnishæf laun. Engin efni standa til að gefa þau mannréttindi eftir. Þá grundvallarspurningu ætti að vera óþarft að setja í nefnd. Mannréttindi og markaðslögmál: Í nefnd ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR Vor í Kaupmannahöfn! Come2 Scandinavia er með tvær íbúðir í miðborg Kaup- mannahafnar. Einungis 15mín gangur að Ráðhústorgi. Þetta er frábær og ódýr lausn fyrir hópa og fjölskyldur sem vilja hafa það gott yfir helgi eða viku í Köben. Erum einnig með góð verð á bílaleigubílum. Nánari upplýsingar á www.come2scandinavia.com Sími: +45 3325 6425 • Netfang: info@come2scandinavia.com Rólegheita-ríkisstjórn „Sá kann margt sem bíða kann,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir í viðtali á Stöð tvö á eins árs afmæl- isdegi ríkisstjórnarinnar. Hafði hún þá verið spurð um aðgerðaleysi sem stjórnin er oft sökuð um þessa dagana. Nú eru rétt rúmar tvær vikur eftir af frestinum sem Mannréttinda- nefnd Sameinuðu þjóðanna gaf stjórnvöldum til að bregðast við áliti þess um að kvótakerfið bryti í bága við sáttmála SÞ um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi. Einar K. Guðfinnsson sjávar- útvegsráðherra sagði hins vegar á Alþingi í gær að ekkert yrði aðhafst. Það er greinilega róleg- heitalíf að vera í stjórn með svona sterkan meirihluta. Föngunum sleppt Í jarðskjálftunum á fimmtudaginn voru byggingar á Suðurlandi rýmdar enda ekki þorandi að taka neina áhættu ef aðrir jafnstórir eða stærri skjálftar myndu fylgja í kjölfar þeirra fyrstu. Meðal bygginga sem rýmdar voru var fangelsið á Litla-Hrauni þar sem föngum var hleypt út, þó bara út í garðinn við fangelsið enda þar farið að þeim tilmælum sem út höfðu verið látin ganga að fólk ætti að halda sig utandyra. Í strangri gæslu Vefmiðillinn Vísir greindi svo frá því að fangar í einangrunarvist og gæsluvarðhaldi hefðu verið ósáttir við að vera ekki fluttir undir bert loft og kvörtuðu þeir undan mismunun af hálfu stjórnenda fangelsisins. Einn hinna ósáttu fanga hafði samband við vefmiðilinn til að segja frá óánægju fanganna með hina meintu mismunun. Það sem vekur hins vegar athygli er að fanginn sagði fanga í einangrunarvist og gæsluvarðhaldi enn vera í fangelsinu og sagðist hann vera þeirra á meðal. Það er gott að vita til þess að föngum í einangrun sé ekki mismunað þannig að þeir fái ekki afnot af síma. jse@frettabladid.is olav@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.