Fréttablaðið - 31.05.2008, Blaðsíða 98

Fréttablaðið - 31.05.2008, Blaðsíða 98
58 31. maí 2008 LAUGARDAGUR Viltu skjól á veröndina? www.markisur.com og www.markisur.is Veðrið verður ekkert vandamál Hrein fjárfesting ehf, Dalbraut 3, 105 Reykjavík Upplýsingar í síma 567 7773 og 893 6337 um kvöld og helgar HANDBOLTI Varnartröllið Sverre Andreas Jakobsson var fjarri góðu gamni með íslenska lands- liðinu í leiknum gegn Argentínu í Wroclaw-höllinni í gær þar sem hann var hjá unnustu sinni og nýfæddu barni þeirra í Þýska- landi. Sverre gaf af þeim sökum ekki kost á sér í landsliðshóp Íslands fyrir leikina í Póllandi. „Ég hafði öðrum skyldum að sinna og gat eðlilega ekki yfir- gefið konu mína, fósturson og nýfætt barn. Ég horfði á Argent- ínuleikinn en verð að viðurkenna að mér fannst það dálítið erfitt. Það verða rosalegir leikir gegn Póllandi og Svíþjóð og maður krossleggur bara fingur og vonar að strákunum gangi sem best. Ég verð örugglega í sambandi við stórvin minn Gauja [Guðjón Val Sigurðsson] og hann mun bera kveðjur til liðsins frá mér,“ sagði Sverre sem mun aftur á móti gefa kost á sér í næsta stóra verkefni íslenska landsliðsins. „Ég gef kost á mér í leikina gegn Makedóníu og verð tilbúinn ef kallið kemur. Það ræðst svo bara hvernig þetta verður og hvað Guðmundur landsliðsþjálf- ari vill gera. Við eigum örugg- lega eftir að tala saman þegar yfirstandandi verkefni klárast,“ sagði Sverre að lokum. - óþ Sverre vonar það besta fyrir landsliðið í Póllandi: Krossleggur fingur FJARVERANDI Sverre Jakobsson gat ekki tekið þátt í leikjum Íslands í Póllandi. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Forkeppni Ólympíuleikanna: Ísland-Argentína 36-27 (19-13) Mörk Íslands (skot): Guðjón Valur Sigurðsson 9 (11), Snorri Steinn Guðjónsson 7/1 (8/1), Arnór Atlason 5 (6), Róbert Gunnarsson 4 (6), Ólafur Stefánsson 4/2 (6/2), Einar Hólmgeirsson 3 (4), Alexander Petersson 2 (3), Vignir Svavarsson 1 (2), Ásgeir Örn Hallgrímsson 1 (2), Sigfús Sigurðsson (1). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 17 (36/4, 47%), Hreiðar Levý Guðmundsson 2 (10/1, 20%) Hraðaupphlaup: 11 (Guðjón Valur 4, Arnór 2, Vignir, Ásgeir, Snorri, Einar, Róbert). Fiskuð víti: 3 (Guðjón, Snorri, Róbert). Utan vallar: 12 mínútur Mörk Argentínu (skot): Eric Gull 6/3 (15/4), Anders Kogovsek 5/2 (6/2), Mariano Castro 3 (4), Maximilliano Ferro 3 (4), Alejo Carrara 2 (2), Pablo Portela 2 (3), Francisco Schiaffino 1 (1), Federico Vieyra 1 (1), Agustin Vidal 1 (1), Gonzalo Carou 1 (2), Damian Migueles 1 (4), Sebastian Simonet 1 (4). Varin skot: Matias Schultz 6 (33/3, 18%), Gabri el Canzoniero 3 (12, 25%). 47%), Hraðaupphlaup: 4. Utan vallar: 10 mínútur Pólland-Svíþjóð 22-22 (10-10) Mörk Póllands: Bartosz Jurecki 9, Karol Bielecki 6, Tomasz Tluczynski 4/3, Grzegorz Tkaczyk 2, Marcin Iljewski 1. Varin skot: Slawomir Szmal 11, Marcin Wichary 4/1. Mörk Svíþjóðar: Robert Arrhenius 6, Henrik Lunsström 5/2, Jan Lennartsson 4, Dalibor Doder 4, Martin Boquist 1, Mattias Gustafsson 1, Jonas Larholm 1. Varin skot: Tomas Svensson 9, Peter Gentzel 7. Hinir riðlarnir: RIÐILL 2 Í PARÍS, FRAKKLANDI Frakkland-Túnis 34-25 Spánn-Noregur 33-31 RIÐILL 3 Í ZADAR, KRÓATÍU Rússland-Alsír 39-12 Króatía-Japan 37-22 TÖLFRÆÐIN HANDBOLTI Pólverjar og Svíar skiptu stigunum í rosalegum leik í Wroclaw í gær. Pólverjar leiddu lengi vel en Svíar náðu yfirhönd- inni í síðari hálfleik. Pólverjar komu til baka og fengu tækifæri til þess að vinna leikinn en Peter Gentzel varði síðasta skot leiksins frá Karol Bielecki. Það var ótrúleg stemning í húsinu sem og í pólska liðinu framan af í gær og það verður þrautin þyngri fyrir íslenska liðið að standast áhlaup þeirra í upphafi leiks í dag. - hbg Undankeppni ÓL: Jafnt hjá Svíum og Pólverjum JAFNTEFLI Svíar og Pólverjar skildu jafnir í hörkuleik í gærkvöld. ALEKSANDAR DJOROVIC HANDBOLTI „Það er mjög gaman að vera kominn aftur enda fúlt að vera heima í janúar. Ég er búinn að hlakka til þessara leikja síðan þá og það verður brjálað að spila hér fyrir fullu húsi gegn Pólverj- um. Þá kemur í ljós hvort við erum menn eða mýs,“ sagði Arnór ákveðinn. – hbg Arnór Atlason: Menn eða mýs? HANDBOLTI „Það er léttir að vera búinn með þetta verkefni. Það er alltaf erfitt að fara inn í svona leik og hætta á að menn ætli að spara sig of mikið. Þetta var ágætt svona heilt yfir og fínt að ná þessari góðu forystu snemma í síðari hálfleik svo ég gæti skipt inn af bekknum og gefið mönnum smá hvíld upp á framhaldið að gera. Það var leik- planið og gekk vel upp,“ sagði Guðmundur Guðmundsson lands- liðsþjálfari eftir leikinn. „Argentínumennirnir voru ann- ars mjög erfiðir en okkur gekk betur að loka á þá eftir að ég breytti varnarleiknum í síðari hálfleik. Við vitum samt vel að við þurfum að spila bæði betri varnar- og sóknarleik gegn Pólverjum. Sóknarleikurinn verður að vera hraðari enda mætum við sterkari vörn gegn heimamönnum. Varnar- leikurinn eins og í þessum leik dugar heldur ekki þá en ég er samt rólegur því ég tel okkur eiga mikið inni,“ sagði Guðmundur en í dag mæta strákarnir hans einu sterk- asta sóknarliði heims og Guðmund- ur gerir sér grein fyrir því hvað þarf að gera til að vinna þann leik. „Það er verðugt verkefni að leggja Pólverja hér heima. Það er samt ljóst að við verðum að kom- ast í skytturnar þeirra. Ég mun freista þess að komast í þær en þetta eru menn sem geta skotið langt fyrir utan punktalínu.“ henry@frettabladid.is Tel okkur eiga mikið inni Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var nokkuð léttur eftir níu marka sigur á Argentínumönnum í fyrsta leik forkeppni Ólympíuleikanna í gær. LEIKPLANIÐ GEKK UPP Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari fer hér yfir málin með sínum mönnum í Wroclaw-höllinni í Póllandi í gær. Guðmundi var létt í leikslok eftir öruggan og tiltölulega áreynslulítinn sigur íslenska liðsins og kvað leikplanið hafa gengið vel upp. FRÉTTABLAÐIÐ/ALEKSANDAR DJOROVIC
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.