Fréttablaðið - 31.05.2008, Blaðsíða 102

Fréttablaðið - 31.05.2008, Blaðsíða 102
62 31. maí 2008 LAUGARDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 PERSÓNAN LÁRÉTT 2. vera með, 6. drykkur, 8. meðal, 9. sníkjudýr, 11. tveir eins, 12. afspurn, 14. fet, 16. tveir eins, 17. knæpa, 18. drulla, 20. klaki, 21. fimur. LÓÐRÉTT 1. kaups, 3. verkfæri, 4. sumbl, 5. þróttur, 7. lævís, 10. stykki, 13. struns, 15. aflast, 16. kóf, 19. slá. Anita Briem Aldur: 26 ára Starf: Leik- kona Fjölskylda: Einhleyp og barnlaus Foreldrar: Gunnlaugur Briem trommuleik- ari og Erna Þórarinsdóttir söngkona. Búseta: Los Angeles Stjörnumerki: Tvíburi Anita Briem leikur í spennuþátta- röðinni The Evidence sem SkjárEinn tekur til sýninga í júní. Hún leikur einnig á móti Brendan Fraser í sum- armyndinni Journey to the Center of the Earth 3D sem verður frumsýnd í júlí. LÁRÉTT: 2. hafa, 6. öl, 8. lyf, 9. lús, 11. ll, 12. umtal, 14. skref, 16. kk, 17. krá, 18. aur, 20. ís, 21. frár. LÓÐRÉTT: 1. sölu, 3. al, 4. fyllerí, 5. afl, 7. lúmskur, 10. stk, 13. ark, 15. fást, 16. kaf, 19. rá. „Ég er sagður hamfaravænn útvarpsmaður,“ segir Þorgeir Ástvaldsson á Bylgjunni sem hefur nánast undantekningalaust setið við hljóðnemann þegar miklar náttúruhamfarir hafa gengið yfir. Nýjasta dæmið er jarðskjálftinn mikli á Suðurlandi. „Þegar ósköpin dundu yfir hugsaði maður: „Nei, ekki einu sinni enn.“ Ekki það að ég teldi eitthvað eftir mér að segja satt og rétt frá og leita upplýsinga heldur frekar þetta andrúmsloft sem maður er að vinna við í beinni útsendingu og snertir marga,“ segir hann. Þorgeir var í beinni útsendingu niðri við Reykja- víkurhöfn 17. júní þegar síðasti Suðurlandsskjálfti gekk yfir árið 2000 og rúmu ári síðar, 11. september, var hann einnig í útsendingu þegar hryðjuverkaárás- irnar á Bandaríkin voru gerðar. Þorgeir var jafn- framt að störfum þegar snjóflóðin í Súðavík og á Flateyri gengu yfir. „Þetta eru einhver örlög að vera oft til staðar þegar þetta hefur dunið yfir á minni útvarpsævi. Gárungar hafa sagt að ef ég yrði látinn hætta yrðu menn nokkuð öruggir en ég finn aldrei meira til skyldu minnar við hljóðnemann en ef eitthvað bjátar á af þessu tagi,“ segir hann. „En þetta er ekkert auðvelt. Maður þarf að tileinka sér ákveðna hluttekningu og vanda sig mjög vel því auðvitað er fólk viðkvæmt.“ Búast má við að þessi helgi verði hamfaralaus með öllu því Þorgeir er á leiðinni í pílagrímsför til Liver- pool ásamt 85 manna hópi frá Íslandi. „Þetta verður nostalgíuferð minnar ævi,“ segir hann, greinilega farinn að brosa á nýjan leik eftir nýjustu hamfarirnar. - fb Hamfaravænn útvarpsmaður ÞORGEIR ÁSTVALDSSON Þorgeir situr jafnan við hljóðnemann þegar náttúruhamfarir ganga yfir. Skólavörðustígurinn hefur um hríð verið sundur- grafinn og til viðgerða. Það breytir ekki því að Eggert feldskeri og aðrir kaupmenn við götuna láta sem ekkert hafi í skorist og munu í dag halda sinn árlega blómadag, en þá fá allir sem þar fara um blóm og verður allsherjar sumarstemmning þar. Tónleikahaldarar sjá nú fram á langan og kaldan vetur með fárveikri krónu og 15 prósenta skatti sem stjórn- völdum datt í hug að leggja á þá listamenn sem hingað koma til að troða upp. Einn sem var kominn á fremsta hlunn með að mæta á Klakann til tón- leikahalds var sjálfur Jean Michel Jarre en hann hefur verið að fylgja eftir meistaraverki sínu Oxygene víðs vegar um Evrópu og allstaðar troðið út úr dyrum. En í samráði við tónleikahaldra íslenska var ákveðið að slá hingaðkomu hans á frest þar til ástandið lagast – hvenær sem það verður nú. Fólk sem statt var í Turn- inum í Kópavogi þegar jarðskjálftinn reið yfir á fimmtudag var fljótt að forða sér út enda nötraði öll byggingin. Einn upptekinn maður varð þó eftir í líkamsræktarstöðinni World Class sem er á 15. hæð. Það var popp- stjarnan Páll Óskar Hjálmtýsson sem hamaðist eins og óður maður á hlaupabrettinu og varð einskis var. Atli Fannar Bjarkason, ritstjóri Mónitors, undirbýr nú útgáfu síns fyrsta blaðs. Sést hefur til hans að sniglast í Austurbæ síðustu daga þar sem hljómsveitin Sigur Rós er við æfingar. Má því búast við ítarlegu forsíðuviðtali við þá drengi í Mónitor á næstu dögum. -jbg/hdm FRÉTTIR AF FÓLKI „Það eru skemmdir á húsinu. Gólf- in eru skökk og töluvert mikið af sprungum,“ segir Gunnar Ólason söngvari og gítarleikari Skítamór- als. Jarðskjálftinn sem skók Suð- urland á fimmtudaginn hefur ekki farið framhjá nokkrum manni. Mörg hús skemmdust og innan- stokksmunir köstuðust til og eyði- lögðust. Á Suðurlandi býr popp- araelíta Íslands og fór hún ekki varhluta af áhrifum jarðskjálft- ans. Gunnar Ólason býr í húsi sem byggt var árið 1945. Það skemmd- ist sem fyrr segir og sama má segja um innbúið. „Jú, jú, það hrundu þarna hillur og allt sem gat farið það fór,“ segir hann. Gunnar flutti í húsið í janúar og var nýlega búinn að koma sér almennilega fyrir. Gunnar segir erfitt að átta sig á hve mikið tjónið er en eftir er að meta það. Hann og kona hans gistu að heiman aðfara- nótt föstudagsins. „Við áttum sem betur fer í önnur hús að venda,“ segir Gunnar. „Maður finnur hvað maður er lítill og varnarlaus gagn- vart náttúruöflunum þegar svona ríður yfir.“ Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó úr Veðurguðun- um, er búsettur hjá foreldrum sínum á Selfossi. „Ég sat frammi við tölvuborðið þegar allt byrjaði að hristast,“ segir Ingó. „Það er undir burðarvegg svo ég ýtti stóln- um bara upp að veggnum og horfði á innbúið kastast til. Ég beið bara eftir að jörðin myndi opnast.“ Hann segir innbúið mjög illa farið. „Eldhúsið er eins og eftir sprengju- árás. Ég þurfti að lyfta hillu frá hurðinni til að komast inn í her- bergið mitt. Ef ég hefði verið þar inni hefði ég fengið hillur og skápa yfir mig,“ segir hann. Ingó segir að allt gler úr innbúinu, glös og annað slíkt, hafi brotnað. „Ég held að Ikea græði svolítið á þessu,“ segir hann í léttum dúr. Hann líkir ástandinu í bænum eftir skjálft- ann við þáttinn Jericho. „Það var bara umferðarteppa og allir flaut- andi.“ Ingó gisti í Reykjavík eftir skjálftann enda þurfti hann að spila í Ólafsvík um kvöld- ið. Þórir Gunnarsson er bassaleik- ari Á móti sól. „Ég var bara í Kömbunum og fann að bíllinn fór að hristast,“ segir Þórir. Hann segir innbúið sitt hafa sloppið nokkuð vel. „Já, það kom nú bara ótrúlega vel út, auðvitað var allt hrunið úr hillum en það skemmd- ist ekki mikið,“ segir hann. Hita- lögnin í húsinu rofnaði svo það var engin kvöldsturta hjá bassa- leikaranum knáa. Þórir, sem á konu og tvö börn, taldi þó öruggast að fjölskyldan svæfi öll í sama herbergi nóttina eftir skjálftann. soli@frettabladid.is GUNNI ÓLA: „MAÐUR ER LÍTILL GAGNVART NÁTTÚRUÖFLUNUM“ Suðurlandsskjálfti skók heimili popplandsliðsins GÓLFIN SKÖKK OG SPRUNGUR Í VEGGJUM Sprunga er eftir miðjum stofuveggnum í húsi Gunnars Ólasonar í Skítamóral. Hann og kona hans gistu ekki í húsi sínu eftir skjálftann. FRÉTTABLAÐID/GKS „Menn eru að velta fyrir sér næstu skrefum og eru að skoða þetta út frá miðasölunni. Hvað Íslendingar gera á allra næstu dögum. Hvort þeir drífi sig í að kaupa miða. En það er bara mánuður í þetta,” segir tónleikahaldarinn Guðbjart- ur Finnbjörnsson. Óvíst, og reyndar ólíklegt, er að verði af tónleikum Pauls Simon, sem fyrirhugaðir eru í Laugar- dalshöll 1. júlí. Guðbjartur er í sambandi við umboðsmann Sim- ons og má segja að boltinn sé hjá Paul Simon sjálfum núna. Guð- bjartur sjálfur er hissa á Íslend- ingum að taka ekki betur á móti þessum mikla listamanni en miða- sala hefur verið afar dræm og taki hún ekki verulegan kipp verða tónleikarnir að öllum líkindum slegnir af. Nema Simon hreinlega vilji koma til Íslands – nánast í æfingaferð og sem túristi. Tónleikar hans á Íslandi eru þeir fyrstu í tónleikaför hans um Evr- ópu og hefur selst vel á alla tón- leikana nema hér á landi. Miðasal- an er Guðbjarti mikil vonbrigði en hann segir ýmislegt spila þar inn í. Tónleikar Simons voru síðastir í röð þeirra sem kynntir voru til sögunnar í sumar áður en gengið gaf sig: Dylan, Fogerty, Clapton sem allir mega heita að höfði til sama markhópsins. Sem dæmi um breyttar aðstæður má nefna að fyrir nokkrum árum héldu Stebbi og Eyvi tónleika þar sem þeir sungu þekktustu lög Simon & Gartfunkel og seldust miðar upp. Það seldist sem sagt meira á „cover“-útgáfuna en „orginalinn“ núna. Tónleikahaldarar íslenskir sjá ekki fram á líflegt tónleika- hald á næstunni. Þar ráði óvænt- ur fimmtán prósenta skattur yfir- valda miklu og lágt gengi krónunnar. - jbg Tónleikar Pauls Simon líklega slegnir af PAUL SIMON Óvíst er hvort tónleikar með Paul Simon verða haldnir í Laugar- dalshöll í sumar. BASSA-ÞÓRIR Fann jarðskjálft- ann í Kömbunum. Komst ekki í sturtu um kvöldið. REYKJAVÍK: Ármúla 11 - Sími 568-1500 AKUREYRI: Lónsbakka - Sími 461-1070 Snúrustaurar INGÓ Segir ástandið í bænum hafa verið eins og í Jericho. GUÐBJARTUR FINN- BJÖRNSSON Guðbjart- ur hvetur Íslendinga til að kaupa sér miða á Paul Simon. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8 1 Kaupmannahöfn. 2 6,3 á Richter. 3 Haukum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.