Fréttablaðið - 31.05.2008, Blaðsíða 88
48 31. maí 2008 LAUGARDAGUR
Salur Íslenskrar grafíkur er baka
til í Hafnarhúsinu við Miðbakka.
Þar eru myndlistarsýningar allt
árið, bæði íslenskir og erlendir
listamenn sýna þar grafík, oft á
mjög viðráðanlegu verði. Bæði
eru það verk unnin eftir fornum
aðferðum þrykksins og einnig
eftir nýrri aðferðum tölvuvinnslu
og nýjustu blekspraututækni sem
er orðin fyrirferðarmikil í fjöl-
földun prenta.
Nú um helgina opnar Bjarni
Hinriksson sýningu á nýjum verk-
um í salnum. Bjarni hefur um
langt skeið verið í forystusveit
þeirra myndlistarmanna sem
vinna ákaft í myndasöguforminu.
Þetta er fáliðuð sveit en verkin
sem Bjarni sýnir eru unnin með
silkiþrykki og djúpþrykk og hins
vegar af stafrænt prentuðum
myndum (pigment-bleksprautu-
prent).
Að baki myndunum á sýning-
unni liggur myndasaga sem ennþá
er í smíðum, einskonar ferðasaga
frá sólareyjum við Afríkustrend-
ur. „Myndirnar eru tilraun til að
losa teikninguna að mestu frá orð-
unum og frásögninni, gefa línunni
og litnum sjálfstætt líf utan bók-
arinnar og kafa ofan í teikninguna
á nýjum forsendum,“ segir Bjarni.
Hin myndræna saga er það sem
hann stefnir að þar sem söguefnið
er rakið einvörðungu í mynd-
málinu.
Í kynningu á efni sýningarinnar
lætur Bjarni fylgja ljóð:
Ég hef vissulega staðið / á svartri
strönd syðsta hluta Íslands / og
horft út á hafið, / alla leið til Suð-
urskautsins. // Látið hugann reika,
kafað djúpt, / suður á bóginn. /
Þetta er bein leið / niður eftir
hnettinum, / ekkert sem truflar
ferðalagið / nema... // Nema reynd-
ar nokkrar eyjar ef maður kafar
of nálægt Afríku. // Það verður svo
sem enginn / verri maður // af því
að hugsa / við strendur Afríku.
Bjarni Hinriksson lauk námi
frá myndasögudeild École Régi-
onale des Beaux-Arts d’Angoul-
ême í Frakklandi 1989 en þar
hefur verið setur myndasögu-
hefðarinnar um langt skeið. Síðan
þá hefur Bjarni fengist við mynda-
sögugerð jafnframt starfi sem
grafískur hönnuður hjá RÚV ohf.
Hann er einn af stofnendum
GISP!-hópsins og myndasögur
eftir hann hafa birst í samnefndu
blaði auk fjölmargra annarra
blaða og tímarita hérlendis sem
erlendis. Einnig hafa komið út
bækur eftir Bjarna með sögum
hans. Hann hefur starfað sem
sýningarstjóri og fengist við
kennslu hjá Myndlistaskólanum í
Reykjavík.
Bjarni hefur haldið einkasýning-
ar á Íslandi og erlendis og tekið þátt
í fjölmörgum samsýningum. Sýn-
ingin Atlantik Diving stendur dag-
ana 31. maí-15. júní 2008, og er opin
fimmtudaga til sunnudaga frá kl.
14.00 til 18.00. pbb@frettabladid.is
Atlantik Diving
Árleg sýning Ljósmynda-
skólans opnar í dag kl.
15, en á henni má sjá
afrakstur vetrarstarfsins
hjá nemendum skólans.
Nemendurnir hafa unnið
fjölbreytt lokaverkefni
undir handleiðslu
kennara sinna þar sem
sköpunarþörf og tækni-
leg kunnátta hafa fengið
að njóta sín til hins
ýtrasta.
Ljósmyndaskólinn hefur
verið starfræktur frá árinu
1997, fyrst undir nafninu Ljósmyndaskóli Sissu. Markmið skólans er að
kenna ljósmyndun með sköpun að leiðarljósi og er námið ætlað bæði
þeim sem vilja ljósmynda sér til ánægju og eins þeim sem hyggja á
frekara nám og starf á þessu sviði.
Margir af helstu ljósmyndurum landsins kenna og leiðbeina við
skólann. Má þar nefna meðal annarra Börk, Einar Fal, Golla,
Kristján Maack, Pál Stefánsson, Sigfús Má, Sigurgeir Sigurjónsson,
Spessa auk Sissu og Leifs.
Sýningin stendur yfir til 8. júní næstkomandi og er til húsa á
Hólmaslóð 6. - vþ
Sýning Ljósmynda-
skólans
NEKT OG LIST Ljósmynd eftir Viktor Svan Sigurðar-
son, nemanda í Ljósmyndaskólanum.
MYNDLIST Verk af sýningu Bjarna
Hinrikssonar í sal Íslenskrar grafíkur við
Miðbakkann. Myndin sýnir vel vinnu
hans með þema sem þróast frá ramma
til ramma í síðuformi sögunnar.
MYND/BJARNI HINRIKSSON.
BIRT MEÐ GOÐFÚSLEGU LEYFI LISTAMANNSINS
Á fimmtudags- og föstudagskvöld
var dagskrá flutt í Gamla bíó þar
sem hópur listamanna flutti söng-
lög, ný og eldri, samin við ljóð Steins
Steinars. Jón Ólafsson, sem stóð
fyrir tiltækinu, sagði hugmyndina
nær tíu ára og nú væri hún loks
orðin að veruleika. Föstudagstón-
leikarnir voru sendir út beint á Rás
2 Ríkisútvarpsins og dagskráin
verður flutt á Ísafirði, Akureyri og
Eskifirði. Tónleikahrinan fylgir
útgáfu disks með nýrri lagasmíðum
úr prógramminu, lögum þeirra Jóns
og Sigurðar Bjólu, en að auki eru á
efnisskránni lög eftir Guðmund
Árnason, Bergþóru Árnadóttur,
Ragnar Bjarnason, Ingólf Steins-
son, Torfa Ólafsson og Steinar Berg.
Sagði Jón á fimmtudagskvöld að
107 ljóð Steins væru nú lagsett, við
sum kvæðanna fyrirfyndust fimm,
sex lög. Af því má ráða að laga-
höfundum er Steinn kær.
Efnisskráin var þannig skipulögð
að fyrri hlutinn samanstóð af ellefu
nýjum lögum eftir Jón og Sigurð
Bjólu en hinn seinni byggðist á
flutningi eldri laga eftir ýmsa höf-
unda. Söngvarar skiptust á að flytja
lögin. Yfir öllum tónleikunum var
léttur og allt að kæruleysislegur
blær. Jóni er gefin sú náðargáfa að
keyra á blöndu af aga og léttleik í
samstarfi sem skein víðast í gegn í
flutningnum: það var stillilegt
öryggi á tónleikunum sem greini-
lega féll áhorfendum vel í geð.
Bandið sem byggðist á hefðbundum
rokkbandsgrunni var þétt og lát-
laust. Blöndun var fín utan þess að
sæti í fremstu röðum misstu úr
veikari söngflutning, einkum hjá
Hildi Völu, sem lagði sig samt vel í
söng og túlkun, gaf raunar meira af
sér í hreyfingum en aðrir.
Tónleikarnir leiddu aftur vel í
ljós hverjir taka hlutverk sitt alvar-
lega sem show-menn: Helgi Björns-
son einn sýndi slíka takta úr ball-
bransanum. Hann gekk lengst í
leiklegri túlkun ljóðanna og opnaði
þá fyrir spurninguna hvers vegna
allt settið var í stilltara kantinum:
hér þurfti enginn lífið að leysa.
Það var reyndar það sem ég sakn-
aði mest á þessum tónleikum á ann-
ars prýðilega fluttu efni, léttum mel-
ódíum mestanpart, að dýpt vantaði
víða í túlkunina, hún var víðast létt-
væg, laus við þungann sem þessi
ljóð búa yfir og um leið háskann sem
alltaf býr að baki í ljóðum Steins.
Sumt var undurfallegt: í minning-
unni eftir kvöldið fannst mér KK
fara best með á sinn einstaka hátt
ýkjulaust en samt af alvarleik sem
gæddi ljóðin fegurð í flutningnum.
Velta má fyrir sér hvort túlkunin
skýrist, herðist þegar á líður, fleiri
koma saman til fundar við flytjand-
ann. Mörg þessara laga munu lifa
áfram enda gengur Jóni það líkleg-
ast mest til að tryggja framhaldslíf
þeirra og deila upplifun söngva-
smiðanna af þeim. Og þá er hluta af
tilganginum náð.
Páll Baldvin Baldvinsson
Ljóð Steins sungin
JÓN ÓLAFSSON
TÓNLIST
Ferð án fyrirheits
Jón Ólafsson og hljómsveit ásamt
söngvurunum Ellen Kristjánsdóttur,
Helga Björnssyni, Hildi Völu, KK, Svav-
ari Erni og Þorsteini Einarssyni.
★★★
Vandað efni, vandaður flutningur en
háskalaust í túlkun.
STEINN STEINARR
Miele ryksugurMeðal fáanlegra fylgihluta:
TILBOÐ kr.: 18.900
Skúlagötu 30 | 101 Reykjavík | Opið alla daga kl. 14-17
Velkomin í myndlistarveislu í nýju og stærsta galleríi landsins