Fréttablaðið - 31.05.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 31.05.2008, Blaðsíða 24
24 31. maí 2008 LAUGARDAGUR FÖSTUDAGUR, 23. MAÍ. Sameinuðu þjóðirnar í Njálsborg Frú Sólveig og ungfrú Sólveig Kristín fóru í vísindaferð saman að Hraðastöðum í Mosó á vegum leikskólans Njálsborgar. Þar voru lömb og grísir og kanínur og kálf- ar og hvolpar og þar sem sauð- burður stendur yfir fengu börnin að sjá einar þrjár „fæðingar“. Hversu lengi skyldu menn muna að konur fæða, hryssur kasta, kýr og ær bera, tíkur og læður gjóta? Og skiptir það einhverju máli? Er ekki fæðing bara fæðing? Eða erum við að týna niður málinu okkar og þar með hluta af sjálfum okkur? Njálsborg er merkilegur leik- skóli. Þeir sem eru sjúklega hrædd- ir við útlendinga hefðu gott af því að kynna sér starfsemina þar. Sólveig Kristín sem er fjögurra ára gömul er nemandi í Njálsborg. Kennarar hennar eru af fimm mismunandi þjóðernum og nem- endurnir eru af tuttugu og einu þjóðerni. Skólastarfið gengur ákaflega vel. Kennararnir eru góðir og þolin- móðir, og börnin mæta glöð og full tilhlökkunar á hverjum morgni. Þegar litla Sól lýkur námi sínu í Njálsborg og heldur á vit næsta verkefnis sem veröldin ætlar henni verður hún allsendis óhrædd við útlendinga. Reynsla hennar af þeim er í stuttu máli sú að þeir séu alveg eins og Íslendingar sem eru stund- um geðvondir á morgnana og vilja ekki borða grautinn sinn, en það kemur sjaldan fyrir. Ef enginn stríðir neinum þá eru dagarnir skemmtilegir á Njálsborg, enda eru allir sem þar starfa og læra ósköp venjulegir Reykvíking- ar á því herrans árið 2008. Það hefur líka komið í ljós að blóðið í öllum er rautt og við þurf- um öll plástur og helst koss á bágtið þegar við meiðum okkur. LAUGARDAGUR, 24. MAÍ. Hross og Eurovision Útreiðartúr og grillveisla á vegum húsráðenda í hesthúsinu í Víðidal. Þetta er árlegur viðburður og bar að þessu sinni upp á Eurovision- kvöld. Hrossin ráku upp stór augu þegar sjónvarp var borið inn í hesthúsið, en þegar kveikt hafði verið á tækinu reyndist efnið ekki höfða til þeirra. Ég reið lánshrossum í útreiðar- túrnum, gæðahryssunni Rakel og svo leyfði Sólveig mér að fara á bak Vini sínum sem er stór og stæðilegur og öllum kostum búinn sem prýða mega einn hest. Hann er úr ræktuninni frá Siggu og Við- ari á Kaldbak á Rangárvöllum og taminn af Eiði í Hrólfsstaðahelli. Það var dáldið súrt í brotið fyrir mig að fá ekki að fara á bak gæð- ingnum sem ég var að eignast, en Þór sonur minn er að ljúka við að temja hann, og neitar að sleppa af honum hendinni fyrr en klárinn er fullnuma og undir það búinn að bera mig á bakinu inn í þá full- komnu hamingju sem fylgir því að vera vel ríðandi. SUNNUDAGUR, 25. MAÍ. Skjáþokki Egils Í morgun skein sólin eins og henni væri borgað fyrir það, enda er komið sumar. Í dag var síðasti þátturinn af Silfri Egils á þessu misseri. Egill hefur „screen presence“ eða skjá- þokka í ríkum mæli. Mér finnst hann hafa unnið afreksverk við að reyna að bjóða upp á vitræna stjórnmálaumræðu. Stjórnmál eru því miður einungis vetraríþrótt á Íslandi og einhverra hluta vegna hafa Íslendingar alltaf verið von- lausir í vetraríþróttum. Reisa þyrfti sumarþinghús á Þingvöllum og halda þar sumar- þing, bæði til að virða hina fornu hefð þegar þjóðveldið stóð í blóma án konungs eða forseta, og svo til að staðfesta að Alþingi Íslendinga sé elsta starfandi löggjafar- sam kunda í heiminum, þrátt fyrir nokkrar gloppur í þinghaldi á erfiðum nýlendutímum. Kostnaðar- auki vegna sumarþings mundi að nokkru leyti sparast með minni sumar- leyfisferðum þingmanna. ÞRIÐJUDAG- UR, 27. MAÍ. Að liggja slefandi yfir pönt- unarlistum Stundum koma upp í hend- urnar á manni bækur sem eru svo spennandi að maður getur ekki gert upp á milli þeirra og núna stend ég sjálfan mig að því að vera að lesa þrjár bækur í einu. Ein heitir „Vorið 68“ og er eftir Einar Má Jónsson og fjallar um stúdentaóeirðirnar í París og á að vera skyldulesning fyrir öll ung- menni sem hafa áhuga á að bæta veröldina. Önnur heitir „Blood River“, Blóðá, og er eftir Tim Butcher, Englending sem bítur það í sig að ferðast um einhver hættulegustu héruð heimsins með því að fylgja í fótspor Stanleys blaðamanns og landkönnuðar niður Kongófljótið. Sú þriðja heitir „McMafia“ og er eftir Misha Glenny og fjallar um alþjóðlega glæpastarfsemi sem er bæði stærri í sniðum og öðruvísi en flesta grunar. Það kemur sennilega mörgum á óvart að þrælahald hefur aldrei verið útbreiddara í heiminum en einmitt á okkar tímum. Þetta er svo hrollvekjandi staðreynd að margir þora ekki að horfast í augu við veruleikann og afneita honum í staðinn. Hin takmarkalausa hræsni kringum „súludansmeyjar“ á Íslandi er dæmigerð fyrir þá afneitun sem gerir þrælahald að arðbærum atvinnuvegi. Í stað þess að liggja slefandi yfir pöntunarlistum um pyntinga- tæki eins og taser-rafmagnsbyss- ur ættu dómsmálayfirvöld að taka á sig rögg svo að maður losni við að sjá gleiðgosaleg andlit á sílspik- uðum þrælahöldurum og mellu- dólgum í fjölmiðlum. Það er í verkahring dómsmála- yfirvalda að koma svoleiðis óþjóðalýð í tugthús en ekki að taka þátt í hræsninni sem hylmir yfir með þrælahaldi nútímans. Þeir sem halda að stúlkur frá fátækum löndum komi hingað til Íslands sér til skemmtunar til að selja sveittum eldri mönnum aðgang að líkama sínum eru ann- aðhvort hlynntir þrælahaldi eða siðblindir nema hvort tveggja sé. Að ekki sé minnst á erlenda verka- menn sem eru ráðnir hingað upp á kjör og aðbúnað sem þrælar forn- aldar hefðu aldrei látið bjóða sér. MIÐVIKUDAGUR, 28. MAÍ. Eldhúsdagsumræður án hlustanda Nú eru þingmenn að hamast við að komast í sumarfrí. Ég nennti ekki að horfa á eldhúsdagsumræður í sjónkanum – og skammast mín soldið fyrir það – en það eru ekki nema tveir skemmtilegir ræðu- menn á Alþingi svo að manni er vorkunn að nenna ekki að leggja eyrun við öllu sem þar fer fram. Verkkvíðið og úrræðalítið fólk reynir oft að koma sér undan vandamálum með því að þykjast ekki sjá þau. Það heitir afneitun. Þegar vandamálin eru öllum ljós getur afneitarinn ekki afneitað þeim lengur og grípur til næsta úrræðis sem er að fresta þeim. Þegar ég horfi yfir þingheim á ég bágt með að trúa því að þjóðin sé komin af skáldum og sæförum. Ekki hefði Egill Skalla-Gríms- son haft geð í sér til að láta hús- karla sína liggja á hleri hjá nágrönnum sínum eða hlusta á símtöl þeirra og ljúga því svo að það hefði verið gert til að koma í veg fyrir njósnir og föðurlands- svik og heimsyfirráð kommún- ista. Meira að segja Hreiðari heimska hefði aldrei dottið svoleiðis ómerkilegheit í hug. Enda hefði engum dottið í hug að trúa þeim. Hvort sem síminn hjá mér er hleraður eða ekki ætla ég að reyna að halda gleði minni og hér var í dag mikill gleðskapur því að frú Sólveig hélt upp á afmælið sitt með tertum og tilbehör. Afmælisdagurinn endaði svo á því að frú Sólveig og Þór, eldri sonurinn, fóru saman í reiðtúr en ég var eftir heima til að stunda svæfingar – og rétt náði að horfa á síðustu mínúturnar í hinum dap- urlega landsleik við Walesbúa í sjónvarpinu. FIMMTUDAGUR, 29. MAÍ. Jarðskjálfti og reiði goð- anna Í dag var sólardagur handa þeim lukkulegu manneskjum sem ekki þurfa að húka innandyra við vinnu sína. Og svo kom jarðskjálfti. Ef ég væri hjátrúarfullur mundi ég segja að náttúruöflin væru að senda ríkisstjórninni og Alþingi aðvörun um að bera meiri virð- ingu fyrir þjóðinni og sjálfum sér. Eða eins og Snorri Þorgrímsson sagði forðum: „Hverju reiddust goðin, þá er hér brann hraunið, er nú stöndum vér á?“ Hverju reiddust goðin? Í dagbók Þráins Bertelssonar er fjallað um skólasystkin af tuttugu og einu þjóðerni, Eurovison í hesthúsi, skjáþokka Egils og stjórnmál sem vetraríþrótt. Einnig er rætt um Hreiðar heimska, dómsmála- yfirvöld, jarðskjálfta og reiði goðanna. KÆRA DAGBÓK Þráinn Bertelsson skrifar Meistaranám í haf- og strandsvæðastjórnun Meistaranám í haf- og strandsvæðastjórnun býr nemendur undir að takast á við eitt af mest knýjandi viðfangsefnum framtíðarinnar, nýtingu og stjórnun auðlinda. Kennsla fer fram á Ísafirði við Háskólasetur Vestfjarða en námsleiðin er í samstarfi við Háskólann á Akureyri. Nánari upplýsingar: www.hsvest.is Umsóknarfrestur: 5. júní 2008 Í samstarfi við: Lj ó sm yn d : A g n es G ei rd al
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.