Fréttablaðið - 01.06.2008, Síða 4

Fréttablaðið - 01.06.2008, Síða 4
4 1. júní 2008 SUNNUDAGUR GENGIÐ 30.05.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 149,2329 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 74,39 74,75 146,82 147,54 115,42 116,06 15,472 15,562 14,575 14,661 12,360 12,432 0,7055 0,7097 120,53 121,25 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR TAKTU ÞÁTT! 7. JÚNÍ 2008 SJÓVÁ KVENNAHLAUP ÍSÍ BRETLAND Áform eru um að banna tóbakssjálfsala í Englandi, Wales og á Norður-Írlandi. Reyna á að draga úr reykingum ungs fólks. Svipuð áform eru fyrirhuguð í Skotlandi. Tóbakssjálfsalar selja minni sígarettupakka en verslanir gera. Fyrir vikið eru þeir ódýrari og því er talið að ungt fólk sæki frekar í þá en stærri og dýrari pakka. Hugmyndir um að breyta umbúðum pakkanna og gera þá minna aðlaðandi hafa komið upp, sem og að fjarlægja auglýsingar og tóbak úr hillum verslana til að minnka aðgengi ungs fólks að sígarettum. - kka Forvarnir til umræðu: Tóbakssjálfsalar verði bannaðir Kanna áhrif malarnáms Veiðifélag Svarfaðardalsár fær 200 þúsund króna framlag úr sveitarsjóði Dalvíkurbyggðar upp í kostnað við rannsókn á áhrifum malarnáms úr ánni. DALVÍKURBYGGÐ JARÐSKJÁLFTI Fjöldi eftirskjálfta hefur orðið á skjálftasvæðinu frá því á fimmtudaginn. Tveir þeirra, báðir um 4 á Richter urðu um klukkan tíu á föstudagskvöldið um 3 kílómetra norður af Hveragerði. Þá urðu tveir snarpir eftir- skjálftar um klukkan ellefu á föstu- dagskvöld. Sá fyrri var ríflega 3,5 á Richter og sá seinni 4,3. Skjálft- arnir áttu upptök sín við norðvest- urenda Ingólfsfjalls og eru þeir taldir til eftirskjálfta á þeirri sprungu sem hrökk fyrst í megin- skjálftanum á fimmtu daginn. Nokkur hræðsla greip um sig meðal íbúa á svæðinu og segir Ólafur Helgi Kjartansson, sýslu- maður á Selfossi, það eðlilegt þó að fólk hafi verið búið undir snarpa eftirskjálfta Hann segir fjórtán hús hafa verið rýmd á Selfossi í kjölfar skjálftanna og íbúar þeirra hafi leitað í fjöldahjálparstöð. Nokkur fjöldi fólks gistir enn í hjálparstöðvum og segir Ólafur Helgi fólki hafa fjölgað sem leiti sér aðstoðar vegna andlegs álags eða vegna þess að það hafi áhyggj- ur. „Þetta er mikilvægasta verk- efnið næstu daga, að leiða fólk í gegnum þennan eftirleik,“ segir Ólafur Helgi. Á fundi samráðshóps áfalla- hjálpar í gær kom fram að við- brögð við alvarlegum atburðum séu einstaklingsbundin. Þess vegna er mikilvægt að sýna öðrum umburðarlyndi, skilning og svig- rúm til að takast á við áfallið á sinn hátt. Gott er að vera vakandi fyrir þeim sem einangra sig eða líður illa en ekki sjúkdómsgera eðlileg viðbrögð við óeðlilegum aðstæð- um. Tvær þjónustumiðstöðvar fyrir þolendur jarðskjálftanna voru opn- aðar í gær, önnur í Tryggvaskála við Ölfusárbrú á Selfossi og hin í húsnæði Rauða krossins við Aust- urmörk í Hveragerði. Ólafur Helgi segir margt fólk nú þegar hafa leitað til fjöldahjálpar- stöðvanna og hvetur hann þá sem þurfa á aðstoð að halda að leita þangað. Í tilkynningu frá Rauða krossi Íslands segir að nokkur hundruð manns hafi nýtt sér áfallahjálp Rauða krossins á skjálftasvæðinu undanfarna daga. Jóhann Thoroddsen, verkefna- stjóri Rauða krossins í sálrænum stuðningi, segir ljóst að margir búi enn að reynslu af skjálftunum árið 2000. Skelfing meðal íbúa sé þó ekki eins útbreidd og þá en engu að síður séu teymin að takast á við erfið mál. olav@frettabladid.is Margir hafa leitað aðstoðar Þjónustumiðstöðvar fyrir þolendur skjálftanna hafa verið opnaðar á Selfossi og í Hveragerði. Fólk á svæð- inu er hvatt til að leita sér aðstoðar. Talsverður fjöldi fólks á skjálftasvæðinu hefur þegar þegið áfallahjálp. FRÁ SAMHÆFING- ARMIÐSTÖÐ Samráðshóp- ur áfallahjálpar hefur hafið störf en hlutverk hans er að samhæfa vinnubrögð þeirra sem sinna þolend- um áfalls í kjölfar skjálftanna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Á skjálftasvæðum eru þjónustumið- stöðvar í Tryggvaskála við Ölfusárbrú á Selfossi og í húsnæði Rauða kross- ins við Austurmörk í Hveragerði. Þar geta allir á skjálftasvæðinu leitað sér upplýsinga í tengslum við afleiðingar skjálftanna en einnig eru þar veittar upplýsingar um hvar sálræna aðstoð er að fá. Fólki er einnig bent á að hringja í Hjálparsíma Rauða krossins 1717 til að leita sér upplýsinga og aðstoðar. Besta áfallahjálpin til þeirra sem líður illa er að finna stuðning fjölskyldu og vina. Nálægð er oft mikilvægari en mörg orð. MIKILVÆGT AÐ FÓLK LEITI SÉR AÐSTOÐAR VASKLEGA AÐ VERKI STAÐIÐ Starfsmenn Rauða krossins settu upp neyðartjöld á Selfossi, í Hveragerði og í Þorlákshöfn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg Helsinki Eindhofen Amsterdam London Berlín Frankfurt Friedrichshafen París Basel Barcelona Alicante Algarve Tenerife HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 20° 24° 27° 25° 24° 23° 25° 21° 18° 30° 27° 30° 23° 27° 20° 24° 22° 19° 6 Á MORGUN 8-13 m/s syðst annars 3-8 m/s ÞRIÐJUDAGUR 5-10 m/s 11 14 16 14 16 10 10 10 11 11 4 4 4 6 6 5 5 13 13 10 7 13 14 16 1314 13 15 12 1315 MISSKIPT VEÐUR Á meðan höfuð- borgarbúar og fólk vestan til á landinu þarf að sætta sig við rigningu þegar líður á daginn, er allt annað uppi á teningnum norðan til og austan. Hægur vindur og bjartviðri einkennir þá landshluta og það bæði í dag og á morgun. Þar verður auk þess hlýjast eða allt að 18 stiga hiti. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur STJÓRNMÁL 45,4 prósent aðspurðra styðja Samfylkinguna í borgar- stjórn Reykjavíkur, samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup sem kynntur var í fréttum RÚV í gær. Sjálf- stæðisflokkur fengi 26,9 prósent, en fylgi hans hefur aldrei mælst minna í borginni. Samkvæmt niðurstöðunum fengi Samfylkingin átta borgar- fulltrúa og hreinan meirihluta, en Sjálfstæðisflokkur fjóra. Vinstri græn mælast með 19 prósenta fylgi og þrjá borgarfulltrúa. Hvorki F-listi né Framsóknar- flokkur næðu inn manni. Fjórtán prósent aðspurðra eru ánægð með meirihluta F-lista og Sjálfstæðisflokks, en í janúar voru 27 prósent ánægð með meirihlut- ann. Einungis níu prósent segjast ánægð með störf Ólafs F. Magnús- sonar borgarstjóra. Það hlutfall var sextán prósent í janúar. Í Þjóðarpúlsinum kom einnig fram að 56 prósent aðspurðra styðja ríkisstjórnarsamstarf Sjálf- stæðisflokks og Samfylkingar. Stuðningur við ríkisstjórnina hefur lækkað um þrjú prósentu- stig frá því í apríl, en samanlagt fylgi stjórnarflokkanna hækkar. Sjálfstæðisflokkur mælist með 33 prósenta fylgi á landsvísu og Samfylking með 31 prósent. 22 prósent styðja Vinstri græn, átta prósent Framsóknarflokk og fimm prósent Frjálslynda flokkinn. Sextán prósent svarenda tóku ekki afstöðu og ellefu prósent sögðust myndu sitja heima ef kosið yrði í dag. - sgj Samfylking fengi hreinan meirihluta í Reykjavík samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup: Fylgi Sjálfstæðisflokks hrynur 4 3 FJÖLDI BORGARFULLTRÚA H EI M IL D : Þ JÓ Ð A R PÚ LS G A LL U PSjálfstæðisflokkur Samfylking Vinstri grænir 8 JARÐSKJÁLFTI Veðurstofan sendi í gær frá sér kort sem sýnir upp- tök skjálftanna í Ölfusi undan- farna daga. Meginskjálftinn varð þann 29. maí klukkan 15.45. Hann var að stærðinni 6,3 á Richter og eru áætluð upptök hans sýnd með stórum hring á myndinni. Áætluð brotalengd hans er 14 kílómetrar. Gunnar B. Guðmundsson hjá Veðurstofunni segir að hreyfing- in um misgengið sé hægrihand- ar sniðgengishreyfing þannig að bakkinn vestan megin við mis- gengið fari til norðurs en bakkinn austan megin til suðurs. Er þetta í samræmi við Suðurlandsskjálfta. Litli hringurinn við suðvestur- horn Ingólfsfjalls sýnir upptök skjálftans sem setti stóra skjálft- ann af stað. Eftirskjálftavirkni suðvestan og norðaustan við meginmisgengið er í samræmi við útreiknaðar spennubreytingar vegna meginskjálftans. - ovd Meginskjálftinn var 6,3: Upptök skjálft- anna í Ölfusi SKJÁLFTARNIR UNDANFARNA DAGA Rauðir hringir sýna skjálftana í gær.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.