Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.06.2008, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 01.06.2008, Qupperneq 8
8 1. júní 2008 SUNNUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Ríkisstjórn án atvinnustefnu Þegar haldið er upp á eins árs afmæli bæði í lífi og starfi er það oftast tilefni mikillar gleði. Þegar stofnað var til núverandi stjórnarsamstarfs skapaði það miklar væntingar í landinu, þar sem um er að ræða tvo stærstu stjórnmálaflokkana með tilheyr- andi stuðning að baki. En hver er svo staðan eftir þetta eina ár? Verð- bólgan fer með himinskautum og er nú meiri en sl. 18 ár. Atvinnuleysi er vaxandi. Kaupmáttur hefur minnkað eftir að hann hafði aukist meira en nokkru sinni fyrr á því 12 ára tímabili sem Framsóknar- flokkurinn var í ríkisstjórn. Raunar stefnir í kjaraskerðingu á næstu mánuðum. Þá hefur traust á gjaldmiðlinum okkar minnkað, sem þýðir á mæltu máli að tiltrúin á Ísland hefur dvínað. Hvernig var þetta eiginlega hægt á aðeins einu ári? Áhrif utan úr heimi? Ríkisstjórnin kennir um alþjóðlegri fjármálakreppu og hækkandi olíuverði sem ekki skal gert lítið úr en það er ódýr afsökun. Ekkert land í Evrópu býr við sambærilega niðursveiflu og Ísland. Skilaboðin frá ríkisstjórninni hafa verið ótrúverðug og ráðherrar tala út og suður. Í stjórnarsáttmálanum er ekki minnst á iðnað og skilaboðin frá ríkisstjórninni eru misvísandi hvað varðar frekari uppbyggingu stóriðju og nýtingu orkuauðlinda. Sjávarútvegur er heldur ekki hátt skrifaður á þeim bænum auk þess sem niðurskurður þorskveiða er meiri en nauðsyn- legur var. Það eina sem ríkisstjórnin getur státað af um þessar mundir er áhættusjóður til fjárfestinga í sprotafyrirtækjum, sem iðnaðarráðherra erfði frá forverum sínum í starfi. Fjármunirnir komu m.a. frá sölu Símans. Það var í takt við áherslur okkar framsóknarmanna um að fátt sé mikilvægara en að allar vinnandi hendur hafi störf við sitt hæfi. Mikilvægi orkuauðlinda okkar Við framsóknarmenn boðuðum í kosningabaráttunni árangur áfram og ekkert stopp. Við höfðum m.a. þær hugsjónir að áfram skyldi nýta auðlindir okkar, með varúð og virðingu. Núverandi ríkisstjórn virðist hins vegar líta á það sem meiri háttar árangur ef tekst að stöðva eða drepa á dreif fyrirhugaðri nýtingu orkunnar. Því er almennt spáð að verð á olíutunnu fari í allt að 200 dollara eða meira á næstu misserum. Vissulega skapar það vandamál fyrir marga en það opnar líka gífurleg tækifæri fyrir þjóð sem býr yfir meiri endurnýjanlegum orkulindum en flestar aðrar þjóðir og mikla sérfræðiþekkingu á nýtingunni. Það má reyndar segja að það séu áþekkar aðstæð- ur að koma upp núna og þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks fór frá 1995. Þá settum við framsóknarmenn fram þá stefnu að skapa 12.000 ný störf á stuttum tíma. Ég skil núna af hverju aðstandendur Samfylkingarinnar gerðu grín að því. Atvinnumálastefna virðist ekki finnast í þeirra hugarheimi. Stöðugleiki er höfuðmarkmið Það er athyglisvert að fylgjast með framsóknar-mönnum hlaupa frá ábyrgð á þeim hagstjórnar- mistökum sem þeir báru ábyrgð á og áttu þátt í ofþenslu íslensks efnahagslífs á undanförnum misserum. Allir hagfræðingar eru sammála um að ákvarðanir stjórnvalda um tímasetningu og viðbrögð við afleiðingum ýmissa ákvarðana um stóriðjufram- kvæmdir, breytingar á íbúðalánum, skattalækkanir o. fl. höfðu lykiláhrif til að skapa það mikla ójafnvægi sem varð undir lok þessa kjörtímabils. Staðreyndirnar blöstu við Þessi staða var öllum ljós fyrir síðustu kosningar. Allir sem greindu ástandið vöruðu við því mikla ójafnvægi sem ríkti í þjóðarbúskapnum. Ríkisstjórnin sjálf spáði halla á fjárlögum á árunum 2008 og 2009. Viðskiptahall- inn var gríðarlegur, mjög hafði dregið úr vexti árið 2006 en þjóðarútgjöld og einkaneysla vaxið úr öllu valdi. Það var því góðæri byggt á sandi byggt sem blasti við öllum vorið 2007. Eins og Jón Sigurðsson, einn aðalhöfundur efnahagsstefnu Samfylkingarinnar, sagði þá: „Langvar- andi hallabúskapur er áhyggjuefni, því haldi hann áfram lengi enn getur afturkippurinn orðið harður þegar kemur að skuldadögum.“ Þrátt fyrir þessa stöðu fór Framsókn í kosningabaráttu undir kjörorðinu „Árangur áfram – ekkert stopp“ og sýndi þannig í hnotskurn skilningsleysi á raunverulegri stöðu efnahagslífsins. Ytri áföll Þessi staða gerði íslenskt hagkerfi gríðarlega við- kvæmt fyrir ytri áföllum. Í efnahagsstefnu Samfylk- ingarinnar síðasta vor var einmitt fjallað um þetta: „Hættan er sú að Ísland missi trúverðugleika á alþjóðlegum fjármálamörkuðum, en þá væri voðinn vís með hækkandi vaxtaálagi, gengisfalli og verðbólgug- usu.“ Þetta er nákvæmlega það sem gerðist. Um leið og alþjóðleg lánakreppa gerði vart við sig sýndu alþjóð- legir fjármálamarkaðir með aðgerðum sínum vantrú á grunngerð íslensks efnahagslífs. Við erum nú í óða önn að reyna að endurheimta þá tiltrú. Til viðbótar kom samdráttur í útflutningstekjum vegna minni þorskveiða og aflabrests í loðnu. Fram- sóknarmenn lögðu til að virða ráðgjöf fiskifræðinga að vettugi og veiða þorsk umfram ráðgjöf okkar færustu vísindamanna. Slíkt hefðu ábyrgir forystumenn Framsóknarflokksins fyrr á tíð aldrei látið sér detta í hug. Efnahagslegur stöðugleiki Verkefnið nú er að endurheimta efnahagslegan stöðugleika. Það er erfitt þegar efnahagslegt ójafnvægi er orðið jafn mikið og raun ber vitni. Verðbólgugosið bætir ekki úr skák. Það er athyglisvert að gengisbreyt- ingar birtast nú fyrr í formi verðhækkana en áður. Margt bendir til að það stafi af því að almenningur og fyrirtæki hafi nú orðið svo litla trú á efnahagsumgjörð- inni og gjaldmiðlinum að menn telji það ekki tilraunar- innar virði að reyna að halda aftur af verðhækkunum. Framsóknarmenn geta reynt að halda því fram að efnahagsástandið vorið 2007 hafi verið í jafnvægi og vel í stakk búið til að þola samdrátt í þorskveiðum og alþjóðlega fjármálakreppu. Sá málflutningur sýnir þá betur en nokkuð annað hvers vegna gott er að halda þeim utan ríkisstjórnar. BITBEIN Valgerður Sverrisdóttir spyr: Hvernig fór ríkisstjórnin að því að klúðra góðærinu? VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR ÁRNI PÁLL ÁRNASON U mkringd hafi á alla vegu er þjóðin að færast fjær því að vera sjósækin. Stöðugt fækkar þeim á landi sem hafa viðurværi af sjósókn. Hafið á ekki lengur hug ungra manna, útþráin er ekki lengur bundin við siglingar. Verkin sem unnin eru á sjó leggjast á færri og vinnsl- an í landi minnkar. Skipum hefur fækkað og satt að segja er frek- ar dökkt yfir: aflaheimildir dragast saman. Kostnaður við rekstur útgerða verður æ meiri með ört hækkandi olíuverði. Raunar er það ískyggileg þróun að einungis fimmtungur fiskveiða í veröldinni allri sé sjálfbær, standi undir sér. Stjórnvöld hafa um langan aldur ekki reynst þess megnug að breyta fiskveiðistjórnunarkerfi sem varir enn og festist betur og betur í sessi og á æ færri hendur, þrátt fyrir að stór hluti atkvæð- isbærra Íslendinga sé því andsnúinn og hafi verið lengst af gildis- tíma þess. Athugasemdir frá útlöndum duga lítið. Það felur í sér harkalegt misrétti sem lýðræðislega kjörnir fulltrúar megna ekki að breyta með stjórnaraðgerðum. Nær níu tíundu þess kvóta sem var til eignar talinn í upphafi hafa nú skipt um hendur. Sumir sjó- menn fullyrða að mestan hluta þessara aflaheimilda eigi nú fjórir til fimm menn. Nýlega hafa staðið deilur um neyðarhafnir og skipaafdrep í dýpri fjörðum landsins. Okkur er hrósað fyrir siglingavernd á haf- svæðum umhverfis landið. Sjóslysum hefur fækkað mikið og það manntjón sem sjómannastéttin, raunar þjóðin öll, bjó við öld fram af öld eftir að veiðar hófust við landið að nýju í einhverjum mæli er blessunarlega að baki, þótt haf og veður kalli alltaf háska yfir sjófarendur. Með tíðari siglingum alþjóðlegra skipa af ýmsu tagi umhverfis landið lenda ókunnir menn í hafvillum. Tíðari flutningar stórskipa með olíu heimta að eftirlit verði enn hert með skipaleið- um. Sjóskaðar og strönd slíkra farskipa væru stórslys í viðkvæmu lífríki okkar. Umbreytingar hafa verið miklar í rekstri útgerða. Um aldamótin tóku strandflutningar að leggjast af, enda voru bæði fyrirtækin sem önnuðust þá að snúa sér að landflutningum, sem hafa kostað gríð- arlegt álag á vegakerfi landsins og aukið umferð – kostað manns- líf. Markaðurinn hefur ráðið þróun í flutningum og mun sú staða ekki breytast fyrr en kostnaður við landflutninga verður meiri en una má við. Þá verður að líta til þess hvernig minnkandi strandsigl- ingar hafa leikið hafnirnar. Þrjár hafnir af þrjátíu og sex standa undir rekstri, endurbótum og viðhaldi. Hafnir eru orðnar baggi á sveitarfélögum. Betri nýting þeirra, til dæmis til ferðaþjónustu og fiskveiða fyrir áhugamenn úr landi sem veiða sér til skemmtunar á stöng eða handfærum, verður að lúta reglum um kvóta. Þannig er margt öfugsnúið í kerfi veiða, hafna og útgerða. Nú eru hafsvæðin norður við pól að koma undan ís um sinn. Sagan kennir okkur að veðurbrigðin eru tímabundin. Við munum um lang- an aldur halda áfram að hafa hluta af viðurværi okkar af sjósókn, þótt við höfum skrapað hafsbotninn og flatt út skjól til hrygninga, útrýmt sumum stofnum og hrakið þá annað. Hafið verður leynt og ljóst hluti okkar. Við óskum sjómönnum á hafi og í landi til hamingju með daginn. Sjómannadagurinn er í dag. Hafnir og hafnleysur PÁLL BALDVIN BALDVINSSON SKRIFAR Nýir tímar úr sögunni Meirihluti sveitarstjórnarinnar í Dalabyggð sprakk á fundi bæjarráðs á fimmtudag. H-listi (Listi Dalabyggðar) og N-listi (Listi nýrra tíma) höfðu átt í samstarfi, en H-listi vildi ekki fram- lengja samning Gunnólfs Lárussonar, sveitarstjóra og oddvita N-lista. Þessu vildu Gunnólfur og N-listamenn ekki una og var því samstarfið úr sögunni. Í fyrradag mynduðu svo Vinstri græn og H-listi nýjan meiri- hluta og nýir tímar gengu í garð í Dala- byggð. Draumur um uppreisn „Þingflokkur VG reis gegn Stein- grími“ er fyrirsögn á frétt á heima- síðu Samfylkingarinnar. Þar lýsir höfundur (líklega ritstjóri síðunnar, Mörður Árnason) því að á miðviku- dag hafi þingmenn Vinstri grænna „gert uppreisn“ gegn formanninum, Steingrími J. Sigfússyni, fyrir að ætla að setjast í nefnd um eftirlaunamálið ásamt formönnum annarra flokka í sumar. „Fremstur í flokki var þingflokksformaðurinn Ögmundur Jónasson,“ segir í fréttinni. Ögmundur þvertekur fyrir þetta og segir Steingrím hvorki ætla að setjast í eftir- launanefndina, né hafa verið á land- inu umræddan miðvikudag. „Þetta er eitthvað sem einhvern hefur verið að dreyma úti í bæ,“ segir Ögmundur. Ræðukóngur Alþingis Steingrímur J. Sigfússon varði titilinn „Ræðukóngur Alþingis“ með glæsi- brag. Alls talaði hann í yfir þrjátíu klukkustundir í pontu þennan veturinn. Öllu skemur talaði Herdís Þórðardóttir, þingkona Sjálfstæðisflokks frá Akranesi. Hún eyddi tæpum þrjátíu mínútum í pontu. Steingrímur hefur setið á þingi í aldar- fjórðung, en Herdís er nýjasti þingmaður Íslendinga; tók við þingsæti síðasta haust. steindor@frettabladid.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.