Fréttablaðið - 01.06.2008, Síða 13

Fréttablaðið - 01.06.2008, Síða 13
SUNNUDAGUR 1. júní 2008 13 Nú þarf kvennalandsliðið í handbolta á stuðningi að halda til þess að vinna Rúmena og komast alla leið á Evrópumótið í Makedóníu. ÍSLAND – RÚMENÍA Mætum á völlinn og hvetjum stelpurnar áfram! Pósturinn styrkir A-landslið kvenna í handbolta Laugardalshöll Í dag, 1. júní kl. 15:00 Aðgangur ókeypisHV ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA /i lo v e d u s t - 0 8 -1 0 6 3 Í tilefni af 100 ára afmæli Hafnar- fjarðarbæjar mun gleraugnaversl- unin Sjónlínan við Strandgötuna kynna á afmælisdögunum bæjar- ins frá 29. maí til 1. júní mikið úrval af „vintage“ gleraugum frá síðustu öld. Orðið „vintage“ kemur úr víngerð og er notað um sérstök árgangsvín en er einnig oft notað um aðra hluti eins og til dæmis fatnað, skartgripi, reiðhjól, golfkylfur og gleraugu frá ákveðnum árum eða tímabilum að því er fram kemur í fréttatilkynn- ingu frá Sjónlínunni. „Vintage“ gleraugu verslunarinn- ar eru í öllum tilfellum upprunaleg framleiðsla og eru ónotuð. Þarna er sérstaklega um að ræða umgjarðir frá árunum 1930 til 1980. Sjónlínan er eina gleraugnaverslunin á land- inu sem sérhæfir sig á þessu sviði og hafa þessar umgjarðir notið mik- illa vinsælda. Sérstaklega hjá yngra fólki sem hikar ekki við að kaupa sér gleraugu eins og afar þeirra og ömmur eða jafnvel langafar og langömmur gengu með á árum áður. Viðskiptavinir geta síðan fengið öll gler í réttum styrkleika bæði með lituðum og ólituðum glerjum. Sjónlínan er fullbúin gleraugna- verslun með sjónmælingaþjónustu og gleraugnaverkstæði í hjarta Hafnarfjarðar. Tískustraumar gleraugna Leikkonan Helga Braga Jónsdóttir er stolt af nafninu sínu en hún er skýrð í höfuðið á móðurömmu sinni Helgu og móðurafa sínum Braga, en móðir Helgu missti móður sína þegar hún var einungis sjö ára. Hún ætlaði sér því alltaf að skýra dóttur sína eftir henni. „Mamma ætlaði að skýra mig Helgu Mjöll því henni fannst Mjallar nafnið svo fallegt en Bragi afi sagði þá orðrétt: „Nei! þú ferð ekki að skíra krakkann Helgu Mjöll, þá halda allir að hún hafi verið getin í snjóskafli. Hún á að heita Helga Braga.“ Afi reif mig svo úr fanginu á dóttur sinni og tilkynnti prestinum þetta í athöfninni. Ég er honum þakklát fyrir því ég er engin Helga Mjöll.“ Allan grunnskólann var Helga Braga Jóns- dóttir í bekk með annarri Helgu Jónsdóttur svo hún var alltaf kölluð Helga Braga til að- greiningar. Hún segir Brögu-nafnið þvæl- ast fyrir mörgum sem haldi að það sé ætt- arnafn eða að hún sé Bragadóttir en þetta er hennar eignarnafn og beygist Braga um Brögu. Á yngri árum var henni strítt eins og gengur en lét það ekki á sig fá. „Stundum var reynt að kalla mig Helgu bílfelgu eða Helgu Bragakaffi en mér var engin stríðni í því svo það féll um sjálft sig. Ég var bara svo stolt af nafninu mínu. Ég er með stóru augun hennar Helgu ömmu og svo karakterinn frá Braga afa. Hann var skáld og mikill grínari, kallaður Refur bóndi. Hann gaf út ljóðabækur og var hálfgerður uppistandari síns tíma nema flutti allt í fer- skeytlum. Ég verð honum ævinlega þakklát fyrir röggsemina í skírninni minni.“ NAFNIÐ MITT: HELGA BRAGA JÓNSDÓTTIR Fékk augun hennar ömmu og karakterinn frá afa Kristján Guð- mundsson mynd- listamaður er 67 ára Jónsi í Svörtum fötum er 31 árs AFMÆLI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.