Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.06.2008, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 01.06.2008, Qupperneq 22
6 FERÐALÖG Sónar – Barcelona, Spáni. 19.-21. júní. Fyrir hverja? Danstónlistaráhuga- fólk, heimsborgara og hippstera. Hverjir spila? Boyz Noise, Gold- frapp, Hercules & Love Affair, Justice, M.I.A., Ricardo Villalo- bos, Róisín Murphy, Yazoo og allir plötusnúðar heimsins sem eitt- hvað er varið í. Af hverju? Ótrúlega svöl hátíð. Á daginn fer hún fram í miðborg Barcelona en á kvöldin fara allir með rútu upp í eitthvert iðnaðar- mannahverfi þar sem dansað er langt fram á næsta dag í risastórum vöruskemmum. Allir finna eitt- hvað við sitt hæfi og skemmtunin er í hámarki. Rock Werchter – Werchter, Belgíu. 3.-6. júlí. Fyrir hverja? Fólk sem vill stóra tónleikahátíð en er komið með leið á Hróarskeldu. Hverjir spila? Beck, Hot Chip, Jay-Z, Kings of Leon, MGMT, Mika, Neil Young, R.E.M., Radio- head, Sigur Rós, Slayer, The Verve, Chemical Brothers og Vampire Weekend. Af hverju? Þarna koma fram eig- inlega öll stóru nöfnin í tónlist í dag. Og líka öll þau forvitnileg- ustu. Þrátt fyrir að hátíðin sé stór og veigamikil hefur hún að ein- hverju leyti farið framhjá mörg- um. Hún hefur einnig unnið til verðlauna sem besta tónleikahátíð heimsins af ILMC-samtökunum, hvorki meira né minna. EXIT – Novi Sad, Serbíu. 10.-13. júlí. Fyrir hverja? Fólk sem langar til Serbíu en ekki á Júróvisjón. Hverjir spila? Booka Shade, Gogol Bordello, The Gossip, Laurent Garnier, Manu Chao, N.E.R.D., Nightwish, Paul Weller, Primal Scream, Roni Size, Sex Pistols, Soulwax og kannski Björk (ef hún hættir að styðja sjálfstæðisbar- áttu Kósóvó). Af hverju? Einhver mest sjarm- erandi tónleikahátíð Evrópu enda hefur hún oft verið valin besta tónleikahátíð álfunnar af ýmsum aðilum, nú nýlega af samtökum evrópskra tónleikahátíða. Ekki spillir að hátíðin fer fram við nítj- ándu aldar virki, alveg við Dóná. Tónleikar frá morgni til kvölds og partíið eftir því. Pohoda – Trencín, Slóvakíu. 18.-19. júlí. Fyrir hverja? Bakpokaferðalanga og ævintýrafólk. Hverjir spila? Audio Bullys, Braz- ilian Girls, The Cribs, Editors, Fatboy Slim, The Gossip, Joan Baez, Matthew Herbert, Miss Kittin, Pendulum, Solomon Burke, The Subways, Unkle og The Wombats. Af hverju? Lítil, einföld en flott hátíð. Líklegast sú ódýrasta sem völ er á miðað við gæði. Inngang- ur á hátíðina er nokkrir þúsund- kallar, stór bjór kostar undir hundrað kall og maturinn lítið meira. Hingað mætir nær ein- göngu fólk frá Slóvakíu sem tekur vel á móti útlendingum og gerir allt til að skemmta þeim. Paléo – Nyon, Sviss. 22.-27. júlí. Fyrir hverja? Þá sem gera kröfur og vilja jafnvel snobba smá. Hverjir spila? Ben Harper, Bondo de Role, dEUS, I’m From Barce- lona, Justice, Manu Chao, Massive Attack, Mika, Pete and the Pirat- es, R.E.M., The Raveonettes og Yelle. Af hverju? Risastór hátíð sem nær yfir heila fimm daga. Hátíðin er haldin á gullfallegum stað og hefur trekkt til sín vel á fjórða milljón gesta. Tónlistarflóran sem boðið er upp er einkar framandi og víðfeðm og fær heimstónlist sérstaklega mikið vægi. Way Out West – Gautaborg, Svíþjóð. 7.-9. ágúst. Fyrir hverja? Þá sem leita ekki langt yfir skammt. Hverjir spila? Familjen, Flaming Lips, Franz Ferdinand, Girl Talk, Grinderman, Iron and Wine, José Gonzalez, Lightspeed Champion, Lykke Li, The National, No Age, Sigur Rós, Sonic Youth, The Son- ics og Yeasayer. Af hverju? Varstu ekki að lesa hljómsveitarnöfnin hér að ofan? Fáar tónlistarhátíð bjóða upp á jafn vandað úrval listamanna. Draumur indí-krakkanna. Þar að auki er hún haldin í miðborg Gautaborgar, sem er ein mest kúl borg Norðurlandanna. Þeir sem er illa við Svía geta sömu helgi skellt sér á Öya-hátíðina í Osló. Í raun er hægt að taka allan þennan texta og skipta Öya og Osló út fyrir Way Out West og Gautaborg. Sama tónlistin, sama hugmynda- fræðin, sami svalleikinn. Sziget – Búdapest, Ungverjalandi. 12.-18. ágúst. Fyrir hverja? Þá sem leita langt yfir skammt af ástæðu. Hverjir spila? Alanis Morissette, Apocalyptica, Babyshambles, Flogging Molly, Goran Bregovic, Iron Maiden, Jamiroquai, Justice, Kaiser Chiefs, Pendulum, R.E.M., Róisín Murphy, Serj Tankian, Sex Pistols og Vitalic. Af hverju? Haldið á eyju í Dóná í miðri Búdapest sem er algjörlega frábær borg. Hér fá allir eitthvað fyrir sinn snúð enda stærsta tón- leikahátíð Austur-Evrópu. Létt að komast þangað og svo sleppur maður auðvitað við tjald-ruglið allt saman, nema maður kjósi það sérstaklega. EKKI HRÓARSKELDA AFTUR Heimsóknir Íslendinga á hinar ýmsu tónleikahátíðir hafa verið að færast mikið í aukana undanfarin ár. Langfl estir fara auðveldu leiðina og skella sér einfaldlega á Hróarskeldu og enn aðrir leita til Bretlandseyja þar sem urmull af stórum hátíðum er á hverju strái. Steinþór Helgi Arnsteinsson rúntaði hins vegar um Evrópu og fann nokkrar vel valdar tónleikahátíðir sem gætu heillað ferðaglatt tónlistaráhugafólk. Pohoda-hátíðin í Slóvakíu. er ódýrasta hátíðin sem völ er á miðað við gæðin. Sonar-rokkhátíðin í Barcelona. er veisla fyrir dansttónlistarunnendur www.icelandexpress.is með ánægju Skelltu þér á tónleikahátíð í Evrópu í sumar. Við fljúgum til 14 áfangastaða í Evrópu, bókaðu flugsæti á www.icelandexpress.is Iceland Express kemur þér í stuð! Sonar 19.–21. júní Áfangastaður: Barcelona Hultsfred 12.–14. júní Áfangastaður: Stokkhólmur Way Out West 8.–9. ágúst Áfangastaður: Gautaborg Rock Werchter 3.–6. júlí Áfangastaður: Eindhoven (70 km) Skanderborg festival 6.–10. ágúst Áfangastaður: Billund
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.