Fréttablaðið - 01.06.2008, Side 31

Fréttablaðið - 01.06.2008, Side 31
ATVINNA SUNNUDAGUR 1. júní 2008 157 Matreiðslumaður / Cook Veitingahúsið Perlan leitar að matreiðslumanni. Hjá Perlunni starfa margverð- launaðir matreiðslumeist- arar í góðu vinnuumhverfi og félagsskap — vilt þú vera í þeirra hópi? Einnig: Perlan leitar að dyraverði. Kvöld- og helgarstarf. Hafið samband: 562-0200 perlan@perlan.is. The Pearl’s Restaurant is looking for a cook. In the Pearl there are multi- awarded master chefs in a good work environment and fellowship.Do you want to be one of them? Also: The Pearl is also looking for a doorkeeper. Weekend and evening job. Contact Perlan: 562-0200 perlan@perlan.is. Náms- og starfsráðgjafi Menntaskólinn í Kópavogi óskar eftir að ráða náms- og starfsráðgjafa í fullt starf. Umsækjendur þurfa að hafa lokið námi til réttinda í náms- og starfsráðgjöf ásamt háskólaprófi . Sóst er eftir einstaklingi með mikla samskiptahæfni og áhuga á að vinna með ungu fólki. Auk þess er gerð krafa um góða tölvuku- nnáttu. Um laun fer eftir kjarasamningi fjármálaráðherra og Kennarasambands Íslands skv. nánari útfærslu í stofnanasamningi. Ráðning verður frá 1. ágúst 2008. Umsóknarfrestur er til 9. júní n.k. Ekki þarf að sækja um á sérstökum umsóknareyðublöðum en í umsókn þarf að greina frá menntun (og staðfesta með ljósriti af próf- skírteinum), fyrri störfum og öðru því sem umsæk- jandi telur að máli skipti. Umsóknir skal senda til Margrétar Friðriksdóttur skólameistara Menntaskólans í Kópavogi sem ein- nig veitir nánari upplýsingar í síma 594 4000. Ein- nig er unnt að senda fyrirspurnir á netfangið mf@ mk.is. Á heimasíðu skólans mk.is er að fi nna ýmsar upplýsingar um skólann og starfsemi hans. Skólameistari HEFUR ÞÚ ÁHUGA Á FAGLEGU STARFI Á VETTVANGI FRÍTÍMANS? Íþrótta- og tómstundasvið Reykjavíkur • Bæjarhálsi 1 Sími 411 5000 • Bréfsími 411 5009 • www.itr.is • itr@itr.is FRÍSTUNDAMIÐSTÖÐIN GUFUNESBÆR Verkefnisstjóri óskast til að stýra félagsmiðstöð í Grafarvogi. Við leitum eftir sjálfstæðum, skipulögðum, hugmyndaríkum og skapandi einstaklingi. Nánari upplýsingar um starfið veitir deildarstjóri unglingastarfs Hulda Valdís Valdimarsdóttir í síma 520-2300, netfang hulda@itr.is . Umsóknarfrestur er til 17. júní 2008 Hægt er að sækja um rafrænt á www.rvk.is/storf merkt Verkefnisstjóri - Gufunesbær. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar við Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar. Verkefnisstjóri hefur umsjón með og ber ábyrgð á daglegum rekstri félagsmiðstöðvar. Ábyrgðarsvið: Umsjón og ábyrgð á starfsemi félagsmiðstöðvar fyrir börn og unglinga á aldrinum 10-16 ára Skipulagning starfsins í samráði við samstarfsfólk, börn og unglinga Samskipti og samstarf við starfsfólk skóla, foreldra og aðra samstarfsaðila innan hverfis Þátttaka í stefnumótun og framtíðarsýn Umsjón með starfsmannamálum Umsækjandi þarf að geta hafið störf í ágúst. Hæfniskröfur: Háskólamenntun á uppeldissviði eða sambærileg menntun Reynsla af starfi með börnum og unglingum Áhugi á frístundastarfi Stjórnunarreynsla æskileg Skipuleg og fagleg vinnubrögð Sjálfstæði og frumkvæði Færni í mannlegum samskiptum Almenn tölvukunnátta V I L T U S T U Ð L A A Ð F R A M F Ö R U M Á Í S L A N D I ? Samtök atvinnulífsins (SA) leita að ungu fólki í námi sem vill leggja sitt af mörkum við að auka samkeppnishæfni lands og þjóðar. Ef þú býrð yfi r hugmynd sem getur bætt hag Íslendinga eða vilt greina sóknarfæri á sviði atvinnumála, efnahagsmála, vinnumarkaðsmála eða velferðarmála, þá viljum við heyra í þér. Fyrir réttu verkefnin eru í boði styrkir og hugsanlega vinnu- aðstaða í Húsi atvinnulífsins ásamt samstarfi við starfsmenn SA. Framsýnir og áhugasamir skili inn hugmynd ásamt nánari upplýsingum á einu A4 blaði til SA fyrir 7. júní næstkomandi. Samtök atvinnulífsins - Borgartúni 35 - 105 Reykjavík – www.sa.is Nánari upplýsingar veitir Hörður Vilberg hjá SA í síma 591-0005.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.