Fréttablaðið - 01.06.2008, Síða 35
ATVINNA
SUNNUDAGUR 1. júní 2008 19
Deildarstjóri óskast
í Tónskólann á Hólmavík!
Tónskólinn á Hólmavík óskar
eftir deildarstjóra til starfa
skólaárið 2008 - 2009. Tón-
skólinn starfar innan veggja
Grunnskólans á Hólmavík og vinna skólarnir
mjög mikið saman.
Umsóknarfrestur er til 15. júní 2008.
Nánari upplýsingar gefa:
Victor Örn Victorsson skólastjóri og Kristján
Sigurðsson aðstoðarskólastjóri Grunn-
skólans á Hólmavík í síma 451 - 3129
eða 862 - 3263.
Tónmenntaskóli
Reykjavíkur
Tónlistarkennarar
Tónmenntaskólinn óskar eftir að ráða tónmennta-
kennara (tónlistarkennara) frá 1. september n.k.
fyrir skólaárið 2008-2009.
Um er að ræða eina hlutastöðu, 50 - 60% sem
einnig má skipta í tvo hluta. Kennslusvið nær frá
forskólakennslu 6 og 7 ára barna til hópkennslu
nemenda á aldrinum 8-15 ára, en þar er um að ræða
samþætta kennslu í tónfræði, tónheyrn, hlustun,
sköpun o.fl .
Tónmenntaskóli Reykjavíkur er einn af elstu tónlist-
arskólum landsins, stofnaður 1952, og er til húsa við
Lindargötu. Kennsluaðstaða er góð og tækjakostur
mjög góður.
Þeir, sem áhuga hafa á þessum störfum sendi
umsókn, þar sem fram koma persónulegar upplý-
singar um menntun og kennsluferil. Meðmæli
óskast.
Umsóknir sendist á box@frett.is fyrir 14. júní,
merktar: “Tónlistarkennsla 101” www.marelfoodsystems.com
Hugbúnaðarsérfræðingur
Hugbúnaðarsérfræðing vantar á tækjahugbúnaðarsvið til að vinna við þróun hugbúnaðar fyrir
ýmiss konar tæki og lausnir fyrir matvælaiðnað. Um er að ræða skapandi starf við hönnun og
þróun á myndgreiningarkerfum og rauntímahugbúnaði. Áhugasömum gefst kostur á að vinna
með hópi sérfræðinga að hönnun nýrra tækja, allt frá hugmynd að uppsetningu hjá viðskiptavini
og sjá afrakstur í verki. Starfinu fylgja ferðalög erlendis.
Þú hefur:
• menntun í verk-, tækni- eða tölvunarfræði
• reynslu af forritun
• góða enskukunnáttu
Við bjóðum:
• þjálfun í forritunarmálum
• afbragðs vinnuaðstöðu og mötuneyti
• fjölskylduvænt vinnuumhverfi og sveigjanlegan vinnutíma
• aðgang að íþróttaaðstöðu og gott félagslíf
• styrki til símenntunar og íþróttaiðkunar
Nánari upplýsingar um starf hugbúnaðarsérfræðings veitir Aðalsteinn Víglundsson , vörustjóri,
alliv@marel.is, í síma 563 8000.
Fylla skal út umsóknir á heimasíðu Marel ehf., www.marel.is fyrir 6. júní nk.
Öllum umsóknum verður svarað og fyllsta trúnaði heitið gagnvart umsækjendum.
Marel ehf er dótturfélag Marel Food Systems hf sem er
alþjóðlegt hátæknifyrirtæki í fararbroddi í þróun og
framleiðslu tækja, hugbúnaðar og lausna fyrir matvælaiðnað.
Hjá Marel Food Systems starfa yfir 2100 starfsmenn í 5
heimsálfum, þar af um 380 manns hjá Marel ehf á Íslandi.
Stúdentaráð Háskóla Íslands
auglýsir lausa til umsóknar stöðu
ritstjóra Stúdentablaðsins
skólaárið 2008-2009
Umsækjandi skal uppfylla eftirfarandi skilyrði:
• Hafa mikla og góða þekkingu, innsýn jafnt sem áhuga
á öllum hliðum stúdentalífsins, málefnum stúdenta og
Háskóla Íslands.
• Hafa mikið frumkvæði, hæfi leika og getu til að starfa
sjálfstætt.
• Hafa gott vald á íslenskri tungu.
• Hafa reynslu af ritstjórnarstörfum.
Ritstjóri er ráðinn til eins árs í senn. Gert er ráð fyrir að
fyrsta blað nýs ritstjóra komi út í byrjun haustannar og að
yfi r skólaárið komi út 7-8 tölublöð. Ritstjóri ber ábyrgð á
fjármögnun blaðsins, skipar ritstjórn og og stýrir efnistökum
í samráði við ritstjórn.
Nánari upplýsingar um starfi ð sem og launakjör má fá á
skrifstofu Stúdentaráðs Háskóla Íslands á Háskólatorgi í
síma: 5-700-850 eða með því að senda póst á shi@hi.is.
Umsókn skal merkja „Ritstjóri 2008-2009“ og
skila skrifl ega til:
Stúdentaráðs Háskóla Íslands
Stúdentaheimilinu á Háskólatorgi
101 Reykjavík
eða með tölvuskeyti á netfang ráðsins: shi@hi.is
Umsóknarfrestur rennur út 15. júní.
1