Fréttablaðið - 01.06.2008, Síða 79

Fréttablaðið - 01.06.2008, Síða 79
SUNNUDAGUR 1. júní 2008 23 folk@frettabladid.is Breski tónlistarmaðurinn James Blunt heldur tónleika í Laugardalshöll 12. júní næstkomandi og bíða marg- ir spenntir eftir komu hans. Freyr Bjarnason ræddi við hann um það sem á daga hans hefur drifið undan- farið. Blunt, sem er að koma til Íslands í fyrsta sinn, hefur verið á stífri tónleikaferð um heiminn síðan í janúar og lýkur henni ekki fyrr en í febrúar á næsta ári. Fyrr í mán- uðinum ferðaðist hann um Suð- austur-Asíu en þegar blaðamaður ræddi við hann var staddur í Höfðaborg í Suður-Afríku. „Við höfum verið á túr síðan í janúar og höfum skemmt okkur mjög vel. Fólk mætir á tónleikana þúsund- um saman og syngur með, þannig að þetta hefur verið frábært.“ Fimmtán milljónir seldar Blunt sló í gegn með plötu sinni Back to Bedlam sem kom út fyrir þremur árum þar sem hið geysi- vinsæla You´re Beautiful var að finna. Platan hefur selst í ellefu milljónum eintaka um heim allan og þar af um 5.500 eintökum á Íslandi, sem verður að teljast frá- bær árangur. Nýja platan hans, All the Lost Souls, kom út í fyrra og hefur þegar selst í fjórum milljón- um eintaka, þar af í um þremur þúsundum hér heim. „Ég samdi hana á Ibiza þar sem ég hef til umráða píanó og gítar. Ég vildi semja lög sem væru sterk og gætu staðið ein og sér,“ segir Blunt, sem á hús á Ibiza með eigin hljóðveri. Hin auðvelda önnur plata Fjölmiðlar tala oft um að lista- menn lendi í erfiðleikum með sína aðra plötu eftir gott gengi á þeirri fyrstu en Blunt blæs á slíkar full- yrðingar. „Af hverju tala þeir aldrei um hina auðveldu aðra plötu? Í annað sinn sem maður gerir plötu er það auðveldara vegna þess að maður hefur meiri reynslu, þekkingu og sjálfstraust. Fyrsta platan mín var frekar sak- laus og barnaleg og kannski var hún svona vinsæl út af því. En á þessari hafði ég miklu meira að semja um vegna þess að ég hafði ferðast um fleiri staði en nokkru sinni áður, hitt fleira fólk og unnið með fleiri tónlistarmönnum. Öll þessi reynsla hjálpaði mér og þessi plata er betri en sú fyrsta. Mér finnst ég hafa búið til eitt- hvað sem ég er stoltur af og elska að hlusta á.“ Bjargaði fjölda mannslífa Blunt stundaði herþjónustu í sex ár á vegum breska hersins og starfaði meðal annars í Kosovo- héraði þegar sú deila stóð sem hæst árið 1999. Sú reynsla hefur að sögn Blunts skilað sér í lögin No Bravery og Cry af Back to Bedlam-plötunni og Same Mistake og I Really Want You af All the Lost Souls. „Ég sem lög um allt sem ég upplifi en fólk hefur mest- an áhuga á þessari reynslu minni,“ segir Blunt um herþjónustuna. Spurður hvort hann hafi einhvern tímann þurft að skjóta úr byssu sinni þessi sex ár er aftur á móti lítið um svör: „Það væri eiginlega kurteisara að spyrja hermenn hversu mörgum lífum þeir hafi bjargað. Í sameiningu björguðum við þúsundum mannslífa.“ Góðgerðastarf hefur verið Blunt afar hugleikið og hefur hann meðal annars starfað fyrir sam- tökin Lækna án landamæra. „Það gefur lífi mínu meiri tilgang. Ég er mikið spurður út í einkalíf mitt en það er mikil grunnhyggni fólg- in í því vegna þess að heimurinn er með stjörnur á heilanum,“ segir hann. Ást eða hatur? Svo virðist sem fólk skiptist í tvo flokka þegar tónlist Blunt er ann- ars vegar, annaðhvort elskar fólk hana eða hatar. Hann er þó ekki sammála því og segir að allt slíkt tal sé tilbúningur fjölmiðla sem vilji búa til áhugaverðar fréttir. „Ég er ekki að spinna upp sögur eins og fjölmiðlarnir heldur er ég að fjalla um raunveruleikann og veistu hvað?, sumum líkar vel við tónlistina eins og hún er og hafa engar sterkar skoðanir á henni. Að segja að fólk annaðhvort elski eða hati tónlistina er eitthvað sem er ýkt af fjölmiðlum.“ Kraftmikil hljómsveit Blunt lofar skemmtilegum tón- leikum í Laugardalshöll 12. júní. „Ég held að fólki komi á óvart krafturinn sem er í gangi á tón- leikunum okkar. Fjölmiðlar reyna að setja mig í bás sem einn maður með gítar en svo er alls ekki. Þetta er fimm manna hljómsveit og virkilega kraftmikil. Við spilum bæði hröð lög og hægari. Við ætlum að koma með þessa orku til Íslands og vonandi eiga áhorfendur eftir að njóta tónleikanna.“ Reynslusögur úr hernum Laurie Ann Gibson, bandaríski danshöfundurinn sem hugðist halda dansnámskeið hér á landi um helgina á vegum DanceCenter Reykjavík, hefur aflýst komu sinni til landsins. Námskeiðið átti að fara fram í dag og á morgun en fellur niður vegna óviðráðanlegra aðstæðna. Laurie Ann hefur samið dansa fyrir listamenn á borð við Puff Daddy, Madonnu, Missy Elliott og Aliciu Keys, og var einnig danshöfundur myndarinnar Honey. Ný dagsetning á námskeiðinu með Laurie Ann verður auglýst síðar. Afboðar komu sína Sex manns voru flutt á sjúkrahús með reykeitrun eftir að glæsivilla í eigu rapparans 50 Cent brann til kaldra kola. Talið er að fyrrver- andi kærasta rapparans, Shan- iqua Tompkins, hafi búið þar ásamt tveimur börnum sínum. Fyrr á árinu höfðaði Tompkins mál gegn 50 Cent þar sem hún krafðist þess að fá húsið til eignar. Ástæðuna sagði hún að 50 Cent, sem heitir réttu nafni Curtis Jackson, hefði lofað henni húsinu fyrir rúmum áratug. Grunur leikur á að íkveikja hafi valdið eldsvoðanum og sáust sérfræðingar í íkveikjum á slysstaðnum. Glæsivilla brunnin 50 CENT Hús rapparans 50 Cent brann til kaldra kola. Tæmandi lista yfir allar bíómyndir sem framleiddar hafa verið á Íslandi er nú að finna á heimasíðunni Kvikmyndir.is. Listinn, sem er í umsjón Eysteins Guðnasonar, hefst á Sögu Borgarættar- innar frá 1920 og endar á Roklandi eftir Martein Þórsson sem væntanleg er í bíó árið 2010. Sýnishorn (trailer) fylgir öllum myndum þar sem því verður við komið og er gagnagrunnurinn sífellt að stækka með auknum upplýsingum. „Það er gott fyrir alla áhugamenn um kvikmyndagerð á Íslandi að vita af því að þessar upplýsingar séu til á einum stað,“ segir Þóroddur Bjarnason, sem rekur heimasíð- una ásamt Sindra Bergmann. „Við vitum að það hafa ákveðnar stofn- anir verið að búa til gagnagrunna í gegnum tíðina en þeir eru ekki fullkláraðir og hafa í raun og veru ekki verið aðgengilegir fyrir almenning. Með okkar framtaki viljum við vera með alhliða og ítarlegri upplýsingar um íslenskar bíómyndir á einum stað sem eru aðgengilegar öllum.“ Að sögn Þórodds er stefnt að því í framtíðinni að vera með sýnishorn úr öllum íslenskum myndum á síðunni auk þess sem hægt yrði að horfa á þær í heild sinni. Á meðal fleiri nýjunga á Kvikmyndir. is eru vídeógagnrýni, fjölbreyttara yfir- lit yfir myndir í bíó og nýir topplistar. Allar bíómyndir á einum stað SINDRI OG ÞÓRODDUR Sindri Berg- mann og Þóroddur Bjarnason reka heimasíðuna Kvikmyndir.is. Matt Bellamy og félagar í bresku rokksveitinni Muse eru farnir að huga að næstu breiðskífu sinni. Muse-strákarnir tóku sér frí eftir að hafa lokið alheimstónleikaferð sem farin var til að kynna síðustu breiðskífu þeirra, Black Holes and Reve- lations, sem kom út fyrir tveimur árum. „Við erum byrjaðir að semja nýtt efni, lög sem fara á næstu plötu,“ segir trommarinn Dom Howard. „Við erum bara nýbyrjaðir og nú snýst þetta aðallega um að spila okkur saman. Við túruðum svo lengi og nú þarf að koma í ljós hvort boltinn fer ekki að rúlla.“ Söngvarinn Matt Bellamy hafði áður sagt að ekki væri ljóst í hvaða formi næsta plata kæmi út. „Það er ómögulegt að segja. Kannski gerum við plötur, en þetta gætu líka orðið smáskífur á netinu eða 50 mínútna sinfónía. Hver veit?“ Semja nýtt efni BYRJAÐIR AFTUR Strákarnir í Muse eru farnir að huga að fimmtu breiðskífu sinni. NORDICPHOTOS/GETTY JAMES BLUNT Breski tónlistarmaðurinn stígur á svið í Laugardalshöllinni 12. júní næstkomandi ásamt hljómsveit sinni. Hann segir að fjölmiðlar búi til sögur um að fólk annaðhvorti elski tónlist hans eða hati. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES > AL Í ÓPERUNA Al Gore gerir það gott með óþægilega sannleikanum sínum. Heimildar- myndin An Inconvenient Truth og samnefnd bók hafa þegar sleg- ið í gegn, og nú er von á óperu um sama efni. La Scala-óperu- húsið í Mílanó hefur tilkynnt að tónskáldið Giorgio Batti- stelli hafi verið ráðið til að gera óperu eftir sköpunarverki Gores fyrir haustið 2011.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.