Fréttablaðið - 01.06.2008, Side 82
26 1. júní 2008 SUNNUDAGUR
sport@frettabladid.is
> Ekki skorað meira í tólf ár
Ekki hafa verið skoruð fleiri mörk í fyrstu fjórum
umferðum úrvalsdeildar karla í tólf ár, eða síðan
sumarið 1996. Alls hafa verið skoruð 77 mörk í fyrstu
24 leikjunum í sumar, eða 3,21 mörk í leik. Sumarið
1996 komu 3,55 mörk að meðaltali í fyrstu fjórum
umferðunum. Einnig var skorað meira í upphafi móts
1993 (3,25) og 1978 (3,25)
en þetta er fjórða marka-
hæsta byrjun á mótinu
síðan deildin innihélt fyrst tíu
lið árið 1977. Fimmta umferð
Landsbankadeildar karla hefst í dag
með þremur leikjum. Þróttur og Keflavík
mætast á Valbjarnarvelli, Fjölnir og Breiða-
blik spila á Fjölnisvelli og á Akranesi tekur
ÍA á móti Fylki.
Forkeppni Ólympíuleikanna:
Ísland-Pólland 28-34 (12-15)
Mörk Íslands (skot): Snorri Steinn Guðjónsson
7/3 (14/5), Arnór Atlason 6 (9), Guðjón Valur
Sigurðsson 5 (8), Ólafur Stefánsson 5/1 (14/2),
Róbert Gunnarsson 3 (4), Alexander Petersson 2
(5), Vignir Svavarsson (1).
Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 0 (5, 0%),
Hreiðar Levý Guðmundsson 17 (46/x, 37%)
Hraðaupphlaup: 6 (Alexander 2, Arnór 2, Guð-
jón Valur, Snorri Steinn).
Fiskuð víti: 7 (Róbert 3, Ólafur 2, Guðjón,
Vignir).
Utan vallar: 6 mínútur
Mörk Póllands (skot): Karol Bielecki 7 (10),
Grzegorz Tkaczyk 5 (8), Michal Jurecki 4 (5),
Tomasz Tluczynski 4/3 (5/3), Marcin Lijewski 4
(7), Bartosz Jurecki 3 (6), Mariusz Jurasik 3 (7),
Krzysztof Lijewski 2 (2), Artur Siodmiak 1 (1),
Rafal Glinski 1 (2).
Varin skot: Slawomir Szmal 25/3 (47/6, 53%),
Marcin Wichary 0 (6/1, 0%).
Hraðaupphlaup: 4. Utan vallar: 12 mínútur
Svíþjóð-Argentína 33-21 (17-7)
STAÐAN:
Svíþjóð 2 1 1 0 55-43 3
Pólland 2 1 1 0 56-50 3
Ísland 2 1 0 1 64-61 2
Argentína 2 0 0 2 48-69 0
Hinir riðlarnir:
RIÐILL 2 Í PARÍS, FRAKKLANDI
Frakkland-Spánn 28-24 (16-13)
Túnis-Noregur 30-30 (18-17)
STAÐAN:
Frakkland 2 2 0 0 62-49 4
Spánn 2 1 0 1 57-59 2
Noregur 2 0 1 1 61-63 1
Túnis 2 0 1 1 55-64 1
RIÐILL 3 Í ZADAR, KRÓATÍU
Japan-Alsír 38-27 (20-14)
Króatía-Rússland 26-24 (15-12)
STAÐAN:
Króatía 2 2 0 0 63-46 4
Rússland 2 1 0 1 63-38 2
Japan 2 1 0 1 60-64 2
Alsír 2 0 0 2 39-77 0
TÖLFRÆÐIN
HANDBOLTI Ísland mætir Svíum í
enn einum úrslitaleiknum í dag.
Jafntefli fleytir Svíum á Ólympíu-
leikana og því dugir ekkert nema
sigur. Ísland fékk tækifærin til
þess að leggja Pólverja í gær, nýtti
þau ekki og tapaði að lokum með
sex mörkum, 34-28.
Það var hreint út sagt rosalega
stemning í Hala Stulecia-höllinni í
gær. Um 6.400 áhorfendur troð-
fylltu þetta glæsilega hús og sköp-
uðu slíkan hávaða að erfitt var að
heyra í sjálfum sér.
Guðmundur landsliðsþjálfari
var staðráðinn í því að koma Pól-
verjum úr jafnvægi með því spila
3-2-1 vörn sem og að keyra hraða
miðju í andlitið á þeim. Það gekk
ekki sem skyldi framan af því Pól-
verjar skoruðu nánast að vild í
upphafi leiks. Þeir komust í 4-0 og
augljóslega skrekkur í okkar
mönnum. Vörnin var ekki að virka,
markvarsla lítil sem engin og ekki
nægur hraður í sókninni.
Fyrsta íslenska markið kom
ekki fyrr en eftir 7 mínútur. Ekki
bætti úr skák fyrir íslenska liðið
að það klúðraði tveim vítaköstum
á fyrstu 12 mínútum leiksins.
Smám saman fór samt mesti
skrekkurinn af strákunum og þeir
unnu sig hægt og rólega inn í leik-
inn.
Þegar 18 mínútur voru liðnar
náði Ísland muninum niður í eitt
mark, 8-7. Í stöðunni 10-8 misstu
Pólverjar mann af velli og strák-
arnir í dauðafæri að jafna leikinn.
Það nýttu þeir engan veginn og
lentu undir 12-8. Pólverjar misstu
mann af velli í þrígang í fyrri hálf-
leik og íslenska liðið náði engan
veginn að nýta sér það sem var
blóðugt.
Snorri Steinn dró vagninn í
sókninni lengstum og skoraði mik-
ilvæg mörk. Arnór var einnig
ákveðinn og Ólafur vann sig vel í
leikinn. Hreiðar tók nokkra bolta
þegar leið á hálfleikinn og það
hjálpaði liðinu að ná muninum
aftur í 3 mörk fyrir hlé, 12-15.
Strákarnir byrjuðu síðari hálf-
leik með látum, skoruðu tvö fyrstu
mörkin, minnkuðu muninn í eitt
mark, 15-14, og voru þess utan
manni fleiri. Í stað þess að láta kné
fylgja kviði gaf liðið eftir og tap-
aði leikkaflanum 2-0. Ekki í fyrsta
skipti sem liðið fór illa með væn-
lega stöðu og þessi kafli í raun
táknrænn fyrir gang leiksins.
Leikurinn fór jafnvel þarna.
Eltingarleikurinn hélt áfram
allan hálfleikinn. Munurinn var
ávallt 2-4 mörk og aldrei náði
Ísland að brjóta múrinn og jafna.
Undir lokin hristu Pólverjarnir
strákana af sér og lönduðu sætum
sigri og fögnuðu um leið farmiðan-
um á Ólympíuleikana.
Vörnin var talsvert betri í síðari
hálfleik og Hreiðar varði oft á
tíðum frábærlega. Arnór átti magn-
aðan leik, skoraði og lagði upp og
Snorri stýrði liðinu eins og hers-
höfðingi. Meira framlag vantaði þó
sárlega frá fyrirliðanum. Einnig
munaði mikið um að ekki gekk að
ná Guðjóni Val inn í leikinn.
Í raun gengu hraðaupphlaupin
ekkert í leiknum og munar um
minna. Ef við bætum svo við klúðr-
uðum vítum og einstökum klaufa-
skap manni fleiri þá er ekki skrítið
að liðið tapaði. Það fékk svo sann-
arlega tækifærin til að ná yfir-
höndinni í leiknum og hafa sigur
en klúðraði öllum tækifærunum.
Baráttan var engu að síður til fyr-
irmyndar og vonandi er nóg bens-
ín á tanknum fyrir enn eitt stríðið
gegn Svíum.
Leikur hinna glötuðu tækifæra
Ísland þarf að vinna Svía í hreinum úrslitaleik í dag um laust sæti á Ólympíuleikunum. Ísland tapaði fyrir
Póllandi, 34-28, í hörkuleik þar sem strákarnir fóru oft illa að ráði sínu.
GÓÐ MARKVARSLA Hreiðar Levý Guðmundsson varði mjög vel í íslenska markinu og
var einbeittur eins og sjá má á þessari mynd. Á myndinni fyrir neðan sést stemningin
í stúkunni sem var engu lík hjá Pólverjunum. FRÉTTABLAÐIÐ/ALEKSANDAR DJOROVIC
UNDANKEPPNI ÓL
HENRY BIRGIR GUNNARSSON
skrifar frá Póllandi
henry@frettabladid.is
HANDBOLTI „Það féll ekki með
okkur í dag. Við klúðruðum of
mikið af dauðafærum til þess að
klára leikinn. Við náðum ekki því
sem við ætluðum okkur í fyrri
hálfleik að ná hraðaupphlaupum.
Það eru nokkur atriði sem skilja
á milli,“ sagði Guðmundur Guð-
mundsson landsliðsþjálfari.
Vorum að spila við sterkt lið
„Mér fannst við ekki tapa þessu á
vörninni. Sóknin klikkaði á köfl-
um, ekki síst þegar við erum
manni fleiri. Það eru menn í lið-
inu sem eiga meira inni. Það má
ekki gleyma því að við vorum að
spila við mjög sterkt lið en auð-
vitað erum við hundsvekktir,“
sagði Guðmundur sem ætlar ekki
að dvelja of lengi við þennan leik
enda stríðið ekki tapað.
Hreiðar Guðmundsson átti
magnaðan leik í markinu og varði
oft og tíðum stórkostlega.
„Við vorum inni í leiknum allan
tímann og vantaði oft bara herslu-
muninn. Það djöfluðust allir eins
og vitleysingar og við þurfum
ekkert að skammast okkar fyrir
frammistöðuna því menn eru að
leggja sig fram,“ sagði Hreiðar
sem sagðist hafa notið þess að
spila í stemningunni í gær.
Fáránlega flott stemning
„Það var geggjað. Þetta var
fáránlega flott stemning og það
er einstakt að spila í svona
umhverfi þar sem allir eru á móti
manni. Pólverjarnir mega nú
samt eiga það að þeir voru kurt-
eisir,“ sagði Hreiðar og brosti.
Hreiðar varði 17 skot í gær og
mörg þeirra úr algjörum dauða-
færum. – hbg
Landsliðsþjálfarinn og markvörðurinn svekktir eftir tap gegn Pólverjum:
Töpuðum þessu ekki á vörninni
VONBRIGÐI Guðmundur Guðmunds-
son landsliðsþjálfari hugsi í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/ALEKSANDAR DJOROVIC
HANDBOLTI „Við erum inni í
leiknum allan tímann og þetta er
eðlilega svekkjandi. Mér fannst
dauðafærin fella okkur en sóknin
var samt í góðu lagi. Ég held að
vandamálið liggi frekar í vörninni
en í sókninni,“ sagði Arnór
Atlason sem átti sannkallaðan
stórleik í gær.
„Ég er ánægður með að fá að
spila og ég var bara að gera það
sem ég tel mig gera best. Nýt
þess virkilega að vera með. Það
var líka frábært að spila í svona
leik með slíkum hávaða. Ég óttast
ekkert að mæta Svíum og vona að
það sé komið að okkur að vinna.
Ég er að spila með þrem leik-
mönnum Svía og það verður
gaman að berja aðeins á þeim,“
sagði Arnór að lokum. - hbg
Arnór Atlason átti stórleik:
Óttast ekki Sví-
ana í dag
FRÁBÆR Arnór Atlason lék mjög vel í
gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ALEKSANDAR DJOROVIC
HANDBOLTI „Það er ekki spurning
að við förum með þetta sjálfir.
Fengum tækifærin en klúðrum
því og erum því að elta allan
leikinn,“ sagði Snorri Steinn
Guðjónsson ókátur en hann átti
flottan leik í gær og skoraði
mikilvæg mörk ásamt því að
stýra sóknarleiknum.
„Það var gríðarlega dýrt að
klúðra alltaf manni fleiri. Við
stóðumst ekki þessa prófraun en
það er annar úrslitaleikur fram
undan. Það er ekki hægt að dvelja
lengi við þetta en við eigum
annað tækifæri eftir.“ - hbg
Snorri Steinn Guðjónsson:
Stóðumst ekki
prófraunina
SNORRI STEINN Skoraði sjö mörk.
FRÉTTABLAÐIÐ/ALEKSANDAR DJOROVIC
Þau voru þung skrefin hjá Ólafi Stefánssyni lands-
liðsfyrirliða eftir leik. Hann var eðlilega svekktur
með tapið og hann var einnig mjög ósáttur við eigin
frammistöðu í leiknum.
„Ég tek mikið á mig enda get ég spilað miklu betur.
Ég verð að koma mér í gírinn fyrir Svíana,” sagði Ólaf-
ur svekktur en hann sá samt ekki bara svart.
„Það var margt gott í þessum leik hjá okkur. Við
vorum aftur á móti klaufar. Vörnin var þokkaleg og
flott markvarsla hjá Hreiðari. Sóknin líka í ágætis-
standi lengstum. Við vorum í bullandi séns í þessum
leik og áttum í fullu tré við andstæðinginn. Hlutir
duttu ekki með okkur en við trúðum því allan tímann
að við gætum stolið leiknum. Nú er bara að hrista
þetta af sér og mæta brjálaður í Svíaleikinn,” sagði
Ólafur en hann var líkt og aðrir svekktur með hversu
illa liðinu gengur að spila manni fleiri.
„Ég tek það líka á mig. Ég á að stjórna þeirri stöðu
og það gekk ekki nógu vel.”
Línumaður-
inn Róbert
Gunnarsson
var einnig
svekktur,
hann barðist
hetjulega í sókninni og
var stokkbólginn við úlnliðinn
eftir átökin.
„Við lendum undir strax í upphafi og við
erum alltaf að elta. Svo þegar við erum að ná þeim
þá gerist eitthvað sem kemur í veg fyrir að við náum
þeim. Hvað það var get ég ekki útskýrt núna,” sagði
Róbert.
„Við þekkjum það að mæta Svíum í úrslitaleik og
það er bannað að svekkja sig of mikið á þessu. Við
eigum vel að geta lagt Svíana en þá þurfum við að
nýta færin okkar. Þetta var synd í dag því Hreiðar var
frábær.”
ÓLAFUR STEFÁNSSON: FYRIRLIÐINN AÐ VONUM SVEKKTUR Í LEIKSLOK EFTIR TAPIÐ Í GÆR:
Ég á að geta spilað miklu betur