Fréttablaðið - 02.06.2008, Side 10

Fréttablaðið - 02.06.2008, Side 10
10 2. júní 2008 MÁNUDAGUR REYKJAVÍK Samgöngumiðstöðin Hlemmur hefur fengið nýja ímynd sem er afrakstur átaks sem Strætó bs. ýtti úr vör nýverið. Hlemmur hefur lengi verið í niðurníðslu og virkað sem athvarf fyrir ógæfufólk, þannig að við- skiptavinir Strætós bs. hafa jafn- vel veigrað sér við að fara inn í bygginguna. Magnús Þór Guð- mundsson rekur gæslufyrirtækið Boldangur ehf. sem fengið var til þess að taka öryggismál á Hlemmi í gegn. Magnús segir ástand miðstöðvar- innar hafa tekið stakkaskiptum undanfarna mánuði. „Reynir Jóns- son, framkvæmdastjóri Strætós bs., á í raun heiðurinn að þessu verkefni. Síðan ég tók þetta að mér hef ég eytt nánast hverri vökustund á Hlemmi og kynnt mér málin þar afar gaumgæfilega. Ég gat þannig séð út hvaða hópar það voru sem sköpuðu vandræði og komið í veg fyrir að þeir legðu Hlemm undir sig. Nú er svo komið að hér sést varla ölvaður maður lengur.“ Að sögn Magnúsar stendur til að bæta umhverfið á Hlemmi enn frekar. „Hér verður hægt að fá sér kaffi og kíkja í blöðin og að auki verður boðið upp á nettengingu, þannig að fólki þarf ekki að leiðast meðan það bíður eftir strætó.“ - vþ Strangari öryggisgæsla, kaffiveitingar, dagblöðin og nettenging meðal nýmæla: Boðar nýja og betri tíma á Hlemmi SAMGÖNGUR Hluti Geirsgötu við nýja tónlistar- og ráðstefnuhúsið fer í stokk og er áætlað að fram- kvæmdum ljúki árið 2010. „Mark- miðið er að gera þetta umhverfi meira aðlaðandi en það hefði verið með hraða og mikla bíla- umferð á brú, með tilheyrandi hávaðamengun og svifryki,“ segir Gísli Marteinn Baldursson, for- maður umhverfis- og samgöngu- ráðs. Gísli var einnig formaður starfshóps sem vann að skipulagi umferðarmannvirkja við húsið og segir hann hópinn hafa komist að þessari niðurstöðu. Áætlað er að stokkurinn opnist Sæbrautarmegin, fyrir framan sjávarútvegsráðuneytið og aftur á Geirsgötunni við Tollstjórahúsið. Í stokkunum verði tvær akreinar í hvora átt. „Þetta er allt í hönnun núna en er mjög líklegt að verði niðurstaðan,“ segir Gísli. Hins vegar hefur lengi verið talað um að hafa stokk undir Mýrargötunni sem er aðeins vestar og hefur það verið tengt Mýrargötuskipulaginu. Gísli segir talað um að sá stokkur komi upp í Ánanaustum en að það sé vilji hópsins að þessir tveir stokk- ar tengist saman svo ganga- munnar þyrftu ekki að vera til móts við höfnina. „Gangamunnar eru aldrei skemmtilegir,“ segir Gísli en áréttar að gert hafi verið ráð fyrir gangamunna vegna bíla- stæðahúss sem verður neðan- jarðar við tónlistarhúsið. Nú sé fyrst og fremst verið að horfa á aðgengi fyrir framan tón- listarhúsið. „Þarna munum við vonandi tengja tónlistarhúsið betur við miðborgina og gera meira úr þeirri verslun sem þarna á að vera svo ég held að þetta sé að öllu leyti góð niður- staða.“ Gísli segir þann stokk sem nú sé rætt um tiltölulega stuttan og vegna bílakjallarans sé um til- tölulega ódýra framkvæmd að ræða. Endanlegur kostnaður liggi þó ekki fyrir. Allir flokkar í borgarstjórn áttu aðkomu að starfshópnum og segir Gísli niðurstöður hópsins hafa verið kynntar í umhverfis- og samgönguráði og í skipulags- ráði. Hópurinn var skipaður af borgarstjóra sem mun sjálfur leggja tillöguna fram í borgar- ráði til samþykktar. „Það er sátt um þessa niðurstöðu,“ segir Gísli að lokum. olav@frettabladid.is Umferð í stokk við nýja tónlistarhúsið Hluti Geirsgötu fer í stokk við tónlistar- og ráðstefnuhús sem nú er í byggingu. Markmiðið er að draga úr bílaumferð við bygginguna. Vilji er í starfshópi borgar innar til að tengja stokkinn við annan áætlaðan stokk undir Mýrargötu. HUGMYND AÐ STOKK VIÐ TÓNLISTARHÚSIÐ Akandi umferð verður beint í stokk við tónlistarhúsið svo það verði ekki skorið frá miðborginni með stórri umferðargötu. MYND/PORTUS Tónlistarhús Skrifstofuhús Hótel Banki Banki Rauði liturinn sýnir hvar gatan verður leidd í stokk. MIÐPUNKTUR ALMENNINGSSAM- GANGNA Hlemmur er aðalskiptistöð Strætós bs. ÖRYGGISVÖRÐURINN Magnús Þór Guðmundsson hefur eytt nánast hverri vökustund á Hlemmi að undanförnu til að kynna sér málin rækilega. BANDARÍKIN, AP Gríðarmikill bruni varð á baklóð kvikmyndaversins Universal í Los Angeles í gær. Heilu sviðsmyndirnar gjör- eyðilögðust, þar á meðal klukkuturninn úr kvikmynda- röðinni Aftur til framtíðar og eftirlíking af New York sem notuð hefur verið í mörgum kvikmyndum. Einnig eyðilagðist gríðarmikil King Kong-sýning, sem hefur verið vinsæl hjá ferðamönnum, og mikið myndbandasafn með yfir fjörutíu þúsund myndum. Þykkur reykjarmökkur barst frá kvikmyndaverinu og um tíma voru þyrlur notaðar til að varpa vatni á eldinn. Meira en 100 slökkviliðsmenn voru sendir til að ráða niðurlögum eldsins, en hann logaði glatt lengi dags þótt á endanum tækist að stöðva útbreiðslu hans. - gb Eldur í Los Angeles: Mikið tjón í kvikmyndaveri ÞYKKUR REYKJARMÖKKUR Erfiðlega gekk að halda eldinum í skefjum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP MENNING Mikill áhugi var meðal almennings á sýningu ljósmynd- arans og leikarans Viggo Morten- sen í gær. Mortensen opnaði sýningu sína í Ljósmyndasafni Reykjavíkur á laugardag og komu 1.600 manns leið sína á sýninguna þann daginn. Þegar sýningar- salurinn var opn- aður í gær höfðu 102 af 110 mynd- um Mortensens selst. Þrjár myndir seldust svo í gær. „Að auki höfum við fengið fjölda fyrirspurna varðandi eftir- prentanir, þannig að það er mik- ill áhugi fyrir þessum myndum,“ segir Svava Lóa Stefánsdóttir, starfsmaður safnsins. Hún bætir við að fleiri myndir eftir Morten- sen bætist við á vef safnsins innan skamms og verði einnig til sölu. - vþ Viggo Mortensen vinsæll: Renna út sem heitar lummur VIGGO MORTENSEN KOPTAR MÓTMÆLA Koptar á Egypta- landi efndu í gær til mótmæla gegn aðgerðarleysi stjórnvalda, sem þeim þykir ekki hafa brugðist nógu hart við stöðugum árásum múslima á sig. Koptar eru kristnir og þessi maður heldur á mynd af Abu Fana, einum dýrlingi þeirra. NORDICPHOTOS/AFP NOREGUR Lík óþekkts manns fannst á kaffihúsi í bænum Folldal í Nor- egi í gærmorgun. Samkvæmt dag- blaðinu Aftenposten telur lögregl- an að um morð sé að ræða þar sem greina mátti ummerki um átök. Lík mannsins fannst þegar starfsfólk kom til vinnu og því er talið að maðurinn hafi brotist inn um nótt- ina. Ekki hafði tekist að bera kennsl á líkið í gær en maðurinn var ekki á meðal fastagesta. Starfsfólkið naut áfallahjálpar eftir lík fundinn. Því finnst erfitt að snúa aftur til vinnu eftir þennan atburð. - vþ Grunur um morð í Noregi: Lík fannst á kaffihúsi

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.