Fréttablaðið - 02.06.2008, Side 17

Fréttablaðið - 02.06.2008, Side 17
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Skammt frá guðshúsi Grafarvogs gegnir sálar- mikill gítar fallegu hlutverki í lífi prests. „Heima held ég mest upp á gítarinn hans pabba míns, sem er eldri en ég að árum. Alltaf þegar pabbi var í landi tók hann gítarinn í hönd og við fjölskyldan sung- um saman,“ segir Lena Rós Matthíasdóttir, sóknar- prestur í Grafarvogskirkju, þar sem hún situr með gítarinn góða og raular þekktan slagara úr lagasafni Bubba. „Stór hluti starfs presta er að hlusta á raunir ann- arra. Fólk pantar ekki viðtal hjá presti nema því líði illa af einhverjum orsökum. Því er það mikilvægasta af öllu í starfi prests að geta sett sig við hliðina á manneskju og geta verið með henni í samlíðan. Það reynir á og því er svo gott að geta gert eitthvað sem krefst lítillar einbeitingar þegar heim kemur, hvort sem það er að púsla, prjóna, hoppa á trampólíni eða taka í gítarinn,“ segir Lena Rós og prísar sig sæla að trampólínið stendur í skjólsælum bakgarði. „Eftir mjög erfiða daga fer ég og hoppa úr mér álag dagsins, reyni að herma eftir krökkunum að leika sér og geri þá oftast eitthvað misheppnað sem uppsker hlátur barna. Það hreinsar hugann.“ Lena Rós er sjálfmenntuð á gítar. „Ég er svona slarkfær á vinnukonugripunum og nota hann stund- um í athöfnum og barnastarfi. Gítarinn hljómar dásamlega, hefur mikla sál, geymir margar minning- ar og á honum eru tannaför eftir mig síðan í bernsku þegar ég lærði gripin og eitthvað mistókst hjá mér. Hann spannar allt litrófið, hefur verið hrókur alls fagnaðar í partíum og miðdepill heilagleikans í kirkj- unni,“ segir Lena Rós sem oftast endar uppi í hjóna- rúmi með gítarinn og börnin fjögur að loknum vinnu- degi. „Þar erum við öll í kraðaki; ég að spila og þau að syngja lög, sem er áframhald af því sem ég ólst upp við og ég vil viðhalda, því svo dýrmætar og ljúfar minningar felast í því að spila og syngja með mömmu og pabba.“ thordis@frettabladid.is Gítar með sál og tannaför Séra Lena Rós Matthíasdóttir með gamla gítar föður síns í fanginu, en gítarinn verður oftast fyrir valinu þegar kemur að slökun eftir anna- saman dag í kirkjunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Runnar eru yfirleitt ótrúlega fljótir að spretta þegar þeir taka við sér á vorin. Þó að júní sé rétt að byrja er alveg kominn tími á að snyrta þá sem mest hafa vaxið. Gluggana er alveg tilvalið að þvo að innan sem utan á þessum árstíma þegar vel hlýtt er orðið í veðri. Síðan er bara að njóta þess að horfa út um þá tandurhreina. Merkingar eru mikilvægar og nauðsyn- legt að útidyrahurðir og póstlúgur séu vel merktar íbúum heimilisins. Annars er töluverð hætta á að pósturinn skili sér ekki allur í réttar hendur. – flott á veröndina Sölustaðir: Járn og gler · Garðheimar · Húsasmiðjan · Egg · www.weber.is – mikið úrval af aukahlutum G enesis S 310 X E IN N JG G E N S 310 5x10 Veri› stælt í sumar Nú bjó›um vi› sumarkort sem gildir til 1. september 2008 á a›eins kr. 12.900. Innifalinn er einn tími hjá einkafljálfara sem finnur út fla› æfingarkerfi sem hentar flér. Höf›abakka 9 Sími: 511-1575 www.hreyfigreining.is S J Ú K R A fi J Á L F U N O G L Í K A M S R Æ K T

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.