Fréttablaðið - 02.06.2008, Qupperneq 28
2. JÚNÍ 2008 MÁNUDAGUR8 ● fréttablaðið ● híbýli - baðherbergi
Fallegt baðherbergi og vel skipulagt
veitir heimilisfólki mikil þægindi.
Guðrún Davíðsdóttir ákvað því að gera
upp gamalt baðherbergi frá grunni.
Flesta dreymir um að eiga notalegt bað-
herbergi þar sem hægt er að láta líða
úr sér í sturtunni eða baðinu og þar sem
góð aðstaða er fyrir alla umhirðu líkam-
ans. Þegar Guðrún og fjölskylda keyptu
sér íbúð var ákveðið að ráðast í stórfram-
kvæmdir á baðherberginu sem hafði mátt
muna sinn fífil fegri.
„Baðið var upprunalegt frá því húsið
var byggt árið 1958 og það var pínulítið en
forstofan við hlið baðherbergisins fremur
stór. Við ákváðum því að minnka forstof-
una sem nemur sturtuklefanum,“ útskýr-
ir Guðrún. Uppröðun var ekki breytt fyrir
utan sturtuna. „Við færðum bara pípurn-
ar fyrir vatnið og það var ekkert mál. Þá
leigir maður einfaldlega tæki í Byko sem
herðir saman pípurnar,“ segir Guðrún og
bætir við: „Það var þó aðeins meira mál
með niðurfallið því það þarf að vera halli
en við vorum svo heppin að upprunalega
niðurfallið var þar sem sturtan er núna, við
náðum því að bora okkur inn í það.“ Bræð-
ur Guðrúnar aðstoðuðu hana dyggilega við
breytingarnar og kom sér einstaklega vel
að einn þeirra er smiður. „Jens bróðir minn
á nú heiðurinn af þessu öllu,“ segir Guðrún
kímin.
Breytingar af þessu tagi kosta alltaf sitt
og þrátt fyrir að Guðrún hafi gerst hagsýn
húsmóðir og þrætt allar útsölur bæjarins
var kostnaðurinn þegar upp er staðið tölu-
verður. „Þetta safnast saman en þegar öllu
er á botninn hvolft var þetta líklega um
helmingi ódýrara en ef við hefðum keypt
allt fullu verði og fengið alla þjónustu.
Við gættum þess að fá vanan pípulagn-
ingamann til að sýna okkur hvað þyrfti að
gera og svo kom hann í lokin og tengdi allt
saman. Einnig hjálpaði vanur maður okkur
að flísaleggja,“ segir Guðrún og leggur
áherslu á að mikilvægt sé að hafa grund-
vallaratriði eins og pípulagnir í lagi.
Eins og sjá má heppnaðist baðherbergið
prýðilega og er Guðrún hæstánægð. „Mig
langaði að hughrifin minntu á grænt te,
bambus og Balí og valdi til dæmis flísarn-
ar með það í huga. Þetta er því mjög huggu-
legt svona þar til allt fyllist af óhreinum
handklæðum,“ segir Guðrún glettin. - hs
Nærandi fyrir líkama og sál
Guðrúnu er margt til lista lagt og vílaði ekki fyrir
sér að endurgera baðherbergi frá grunni. Hún naut
þó dyggrar aðstoðar fjölskyldu og fagmanna.
FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Guðrún gætti þess að útbúa innskot fyrir hillur
í sturtuna svo að nóg pláss væri fyrir brúsa með
hársápu og öðru. Þetta er góð leið til að útbúa
smekklega hirslu sem lítið fer fyrir.
Gott pláss er í skúffunum undir vaskinum en síðan er á dagskránni að bæta inn skápum.
Smáatriðin skipta líka máli og hér gefur að líta afar
smekkleg tannburstaglös sem auðvelt er að þrífa
undan þar sem þau eru föst við vegginn.
Hver hlutur er valinn með ákveðna tilfinningu í
huga. Sápupumpan og -diskurinn minna á hafið
bláa hafið sem hæfir vel upplifun af ströndinni.
Gamla baðkarið var múrað inn í húsið áður en
veggirnir voru reistir í kring. Bora þurfti inn í
vegginn til að losa baðkarið og það var ekki plata
undir því heldur bara hrá steypan. Einnig hefði
verið ómögulegt að koma baðinu út um dyrnar en
þar sem veggurinn var brotinn niður fyrir sturtuna
hafðist það þannig. MYND/GUÐRÚN DAVÍÐSDÓTTIR
Baðherbergi á daginn, súlustaður á kvöldin? Þegar
veggurinn var brotinn kom í ljós pípa í miðjum
veggnum. Þá fór hugmynd Guðrúnar um sturtu-
klefa fyrir lítið. Jens bróðir hennar stakk þá upp á
að gera sturtu sem gengið væri inn í og setja vegg
fyrir. MYND/NJÖRÐUR
FYRIR
Markmiðið var að
ná fram einhvers
konar róandi
spa-stemn-
ingu. Það tókst
prýðilega en
flísarnar minna á
dúnmjúkar, ljósar
strendur og eru
fylgihlutir og
skraut í takt við
þemað.