Fréttablaðið - 02.06.2008, Síða 32

Fréttablaðið - 02.06.2008, Síða 32
 2. JÚNÍ 2008 MÁNUDAGUR12 ● fréttablaðið ● híbýli - baðherbergi Fólk eyðir miklum tíma inni á baðherbergjum og fæst þar við ýmislegt. Andrés Þór Björnsson innanhússarkitekt gaf Fréttablaðinu ráðleggingar um lýsingu. „Baðherbergislýsing er mjög mikilvæg þar sem þetta er staður- inn þar sem þú byrjar daginn og endar,“ segir Andrés Þór. Hann segir að gera þurfi ráð fyrir mis- munandi lýsingu fyrir mismun- andi athafnir inni á baðherberginu og staðsetja ljósin rétt. Til dæmis sé ekki gott að staðsetja ljós yfir spegli sem vísar niður. „það framkallar leiðinlega skugga á andlitið og erfiðara verð- ur að athafna sig. Best er að nota ljós sem samsett er úr mörgum perum og staðsetja þau beggja megin við spegilinn eða í augn- hæð. Til dæmis eins og ljós sem notuð eru í búningsherbergjum leikara,“ segir Andrés. Í loftið er best að velja ljós sem skapi óbeina lýsingu sem dreif- ist vel um herbergið og gott sé að setja dimmer á loftljósið til að eiga möguleika á notalegri birtu. Andrés mælir einnig með möttum perum frekar en glærum því þær geti skapað óþægilegan glampa. „Gott er að hafa til dæmis 60 watta glóperur eða 50 watta halógenperur í loftljósum, inn- felldir kastarar geta svo verið með 20 watta halógenperum. Lamp- ar beggja vegna spegilsins með 50 watta halógenperum gefa mjög góða spegillýsingu. Svo þurfa öll ljós sem notuð eru að vera vottuð til notkunar í baðherbergjum.“ Andrés segir sniðugt að gera einnig ráð fyrir næturlýsingu sem væri þá staðsett niðri við gólf og jafnvel innfelld í veggi svo að rat- fært sé um baðherbergið á nótt- unni. Í eldri húsum er sjaldan gert ráð fyrir fleirum en einum rofa svo ef gera á upp baðherbergið er ráð að fá rafvirkja til að bæta rafmagnið. Í nýbyggingum eru innanhússarki- tektar oftar en ekki fengnir til að hanna lýsinguna frá A til Ö. Það er alltaf að færast í aukana að fólk leiti sér aðstoðar hjá sér- fræðingum,“ segir Andrés. „Síð- ustu ár hefur tíðin verið mjög góð og mikið byggt af nýbyggingum og einbýlishúsum. Ég rek mína eigin stofu, AE design, en starfa einnig með THG arkitektum og fæst við ýmis verkefni. Það sem ég er stoltastur af er veitingastað- urinn Silfur á Borginni en eins eru gömlu húsin sem fólk er að rífa og endurgera líka spennandi verk- efni.“ - rat Lýsing á baðherberginu Andrés Þór Björnsson innanhússarkitekt segir mikilvægt að gera ráð fyrir mismun- andi lýsingu fyrir mismunandi athafnir í baðherberginu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Gaman er að hafa möguleika á mismunandi lýsingu eftir þeirri stemmingu sem sóst er eftir. MYND/GETTY IMAGES

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.