Fréttablaðið - 02.06.2008, Page 36

Fréttablaðið - 02.06.2008, Page 36
 2. JÚNÍ 2008 MÁNUDAGUR16 ● fréttablaðið ● híbýli - baðherbergi Flísarnar verða eins og nýjar þegar edikið er búið að vinna sína vinnu og glerúðinn líka. Stundum myndast kalkblettir á baðherbergisflísunum og eins og í mörgum öðrum tilfellum kemur gamla góða edikið þá að góðu gagni. Hægt er að ná blettunum burtu með því ef þolinmæðin er með í spilunum. Gamalt viska- stykki eða handklæði er þá vætt í edikinu og lagt á flísarnar. Þar er það látið liggja í 12 tíma. Þá ætti kalkið að vera laust og þegar búið er að pússa flísarnar með glerúða á eftir verða þær eins og nýjar. Burt með kalkblettina ● FERSKLEIKI Á FJÓR- UM MÍNÚTUM Eru að koma gestir? Gafst þér ekki tími til að taka til? Það þarf ekki að taka langan tíma að hressa örlítið upp á baðher- bergið og fá frískandi lykt. Ilmkerti ættu að vera til á öllum heimilum og gott er að kveikja á nokkrum slíkum inni á baði þegar von er á gestum. Búir þú svo vel að eiga blóm- legan garð má hlaupa út með skærin og setja ilmandi blóm í vasa. Þau fanga líka at- hygli gestanna svo enginn tekur eftir því hvort það er ryk á gólfinu eður ei. Hvern hefur ekki dreymt um að baða sig upp úr ilmandi rósablöðum? Slík böð eru fyrir löngu orðin að klisju í kvikmyndum en þó eru ekki margir sem láta af þeim verða í alvöru. Þeim fylgir eflaust talsverð fyrir- höfn og fjárútlát en þó er vel þess virði að prófa og dæma svo sjálfur um hvort baðið er jafn unaðslegt og það lítur út fyrir að vera. Tími maður ekki að dreifa alvörunni rósablöðum í baðið má kaupa gervi- rósablöð í blóma- og föndurbúðum. Þau gera eflaust sama gagn en ilma þó ekki eins dásamlega. Ilmandi rósabað Hver veit, kannski er þetta jafn gott og það sýnist. NODRIC PHOTOS/GETTY „...fyrst á visir.is“ ...ég sá það á visir.is FRAMHALDSSKÓLINN Á LAUGUM Sími 464 6306 | www.laugar.is Frábær aðstaða fyrir ungt námsfólk Námshraði

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.